þriðjudagur, 31. júlí 2007

Heimsókn norður

Sjáið hvað minn er pabbalegur...
Fórum á Krókinn um helgina að heimsækja systur mína og sístækkandi fjölskylduna hennar.
Litli strákurinn hennar var orðinn 10 daga gamall í heimsókninni og algjört yndi. Stóri bróðir var líka voða góður og strax byrjaður að ýta litla bróður í vagninum sínum!

Við bíðum svo bara eftir nafngiftinni, vonandi verður snúllinn skírður bráðum. Ýmis falleg nöfn heyrðust um helgina; Geirmundur var auðvitað vinsælt (skíra eftir hinum fræga Skagstrandamanni), Erlendur Karl skoraði hátt og fleiri góð nöfn!!!

Annað af okkur að erum officially flutt í Garðabæinn og eigum 2 kisur!
Amk næstu 2 vikurnar...

Búin að fara með hrúgur af drasli í Sorpu og restina í hinar ýmsu geymslur foreldra okkar. Stuð og fjör í gær frá 8 um morguninn til 11 um kvöldið að flytja og þrífa. Mín ætlaði sjálf að bera sófann og rúmin út í kerru en komst að því að er meiri aumingi en hélt svo Þröstur var drifinn á fætur til hjálpar. Mæður okkar eru svo mikil kjarnakvendi svo að þær bara þrifu Sogaveginn hátt og lágt á 2 tímum á meðan við drösluðumst með restina af dótinu úr íbúðinni.
Algjörir snillar öll þrjú, takk æðislega fyrir hjálpina!


Knús Erna

föstudagur, 27. júlí 2007

Og ein af Hlyni með systrum sínum


Og nokkrar enn...






Aðeins fleiri myndir






Pabbi leiddi mig inn gólfið


Mömmur okkar voru svaramenn


Litla sæta sveitakirkjan


Fyrsta bloggið mitt á þessarri nýju, fínu heimasíðu okkar...

Ég stakk nú upp á að við skírðum síðuna ferðahjónin, hjón á ferd á flugi eða eitthvað álíka hallærislegt en Hlyni fannst það ekki mjög skemmtileg hugmynd. En nafnið sem valið var er amk eitthvað sem hægt er að muna þó það sé ekki fyndið....

Jæja brjálað að gera hjá okkur hjónakornunum. Búin að selja fína, rauða bílinn okkar og fengum bara rosafínt verð fyrir hann. Mun nýtast vel í deposit til að leigja íbúð í Philly og kaupa einhver falleg húsgögn úti. Síðasta vika hefur farið í mikla gleði að pakka öllu draslinu okkar og taka til í geymslum foreldra okkar svo við fáum að geyma kassa hjá þeim. Ekki kannski skemmtilegasta vinnan sem maður gerir en erum mjög þakklát að fá að geyma dótið í staðinn. Kostar formúgu að geyma svona í leigðu plássi!

Ætlum svo að skella inn myndalink með myndum úr brúðkaupinu og fleiru og linkum á hina bloggarana sem maður þekkir en þetta kemur allt í rólegheitunum.
Endilega kvittið svo fyrir komuna með smá commenti svo maður viti hver kíki:)

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Jæja nú er komið nýtt blogg um okkur hjónakornin!

Ætlum að hafa þetta sem ferðablogg og blogg fyrir dvölina okkar í Bandaríkjunum.
Framundan eru mikil ævintýri hjá okkur, tvær vikur í Egyptalandi, vika í Ástralíu og tvær vikur í Japan ásamt nokkurra daga viðkomu í Bretlandi á milli heimsálfa...
Sumir myndu segja að þetta væri nett geðveiki en við erum mjög spennt.
Við ætlum semsagt að kafa í nokkra daga í Rauða hafinu og ganga á Mt. Sinai. Svo ætlum við að reyna að sjá aðalatriðin svo sem Pýramídana í Giza, Valley of the Kings og Temple of Karnak í Luxor og að endingu að sjá Temple of Ramses II. Svo förum við til Bretlands og hittum þar Jóhönnu og Jimmy í tvo daga.
Svo er komið að Ástralíu. Hlakka mikið til að heimsækja heimaland nr. 2 aftur. Erna svefnsnilli er semsagt að halda erindi á ráðstefnu og ég verð bara í chillinu. Ráðstefnan er haldin í Cairns en við heimsóttum þessa borg fyrir ca. 3 árum. Ætlum þó að skoða eitthvað meira núna ef það er frí hjá Ernu inn á milli.
Svo er komið að Japan. Mikil tilhlökkun fyrir þennan hlut ferðarinnar. Japan er svoldið óskrifað blað fyrir okkur og verður gaman að upplifa það. Ætlum að skoða Tokyo og Kyoto og allt þar í kring, ganga á Mt. Fuji (verður ábyggilega frábært!!!) og svo ætlum við að skoða afskekktari hluta Japan sem kallast The Japan Alps. Þar ætlum við í göngur og liggja í onsen (heitum hverum) og slaka á.

Semsagt mikið framundan. Förum út 13. ágúst og komum aftur heim 22. september.
Verðum þá heima í ca. 2 - 3 vikur og svo er komið að Bandaríkjunum 5. október.

Ciao Hlynur og Erna Sif