miðvikudagur, 18. júlí 2007

Jæja nú er komið nýtt blogg um okkur hjónakornin!

Ætlum að hafa þetta sem ferðablogg og blogg fyrir dvölina okkar í Bandaríkjunum.
Framundan eru mikil ævintýri hjá okkur, tvær vikur í Egyptalandi, vika í Ástralíu og tvær vikur í Japan ásamt nokkurra daga viðkomu í Bretlandi á milli heimsálfa...
Sumir myndu segja að þetta væri nett geðveiki en við erum mjög spennt.
Við ætlum semsagt að kafa í nokkra daga í Rauða hafinu og ganga á Mt. Sinai. Svo ætlum við að reyna að sjá aðalatriðin svo sem Pýramídana í Giza, Valley of the Kings og Temple of Karnak í Luxor og að endingu að sjá Temple of Ramses II. Svo förum við til Bretlands og hittum þar Jóhönnu og Jimmy í tvo daga.
Svo er komið að Ástralíu. Hlakka mikið til að heimsækja heimaland nr. 2 aftur. Erna svefnsnilli er semsagt að halda erindi á ráðstefnu og ég verð bara í chillinu. Ráðstefnan er haldin í Cairns en við heimsóttum þessa borg fyrir ca. 3 árum. Ætlum þó að skoða eitthvað meira núna ef það er frí hjá Ernu inn á milli.
Svo er komið að Japan. Mikil tilhlökkun fyrir þennan hlut ferðarinnar. Japan er svoldið óskrifað blað fyrir okkur og verður gaman að upplifa það. Ætlum að skoða Tokyo og Kyoto og allt þar í kring, ganga á Mt. Fuji (verður ábyggilega frábært!!!) og svo ætlum við að skoða afskekktari hluta Japan sem kallast The Japan Alps. Þar ætlum við í göngur og liggja í onsen (heitum hverum) og slaka á.

Semsagt mikið framundan. Förum út 13. ágúst og komum aftur heim 22. september.
Verðum þá heima í ca. 2 - 3 vikur og svo er komið að Bandaríkjunum 5. október.

Ciao Hlynur og Erna Sif

1 ummæli:

Halldór sagði...

jæja crazy in da brainhouse people, þið eruð alltaf jafn ofvirk he he... segi þetta bara af því að ég er að drepast úr öfundsýki. Mun senda ykkur rok og slyddu öðru hverju!

Good onya
Agga