þriðjudagur, 18. desember 2007

Atvinnuleyfi í höfn!

Góðir hálsar og aðrir líkamspartar!

Við erum semsagt komin til landsins eins og flestir vita.
Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig og við sluppum við alla hlekki á JFK annað en
sumir íslendingar.
En aðalgleðifréttirnar eru þær að ég var að fá email um að atvinnuleyfið mitt væri samþykkt!
Þetta er mikill áfangi í hinu mikla skrifræði sem ríkir þarna úti.
Nú er bara að leita að vinnu...

Erum í jólafíling og mikið að gera enda ætlunin að reyna að hitta ykkur öll á næstu dögum.
Erum með íslensku símanúmerin og gistum uppi í Mosó hjá Krissu mömmu/tengdó!

Sjáumst

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

föstudagur, 14. desember 2007

Óveður


Við sem vorum komin í fluggírinn í morgun þegar við vöknuðum...en nú virðist vera búið að fresta fluginu okkar heim. Vitum ekkert ennþá en það eiga að koma upplýsingar fljótlega.
Erna fór í vinnuna með ferðatöskuna og alles í morgun og ég er að ganga frá hérna í íbúðinni.
Ætluðum svo að taka lest til New York um eitt en vitum ekki ennþá hvort við eigum að fara strax eða bíða hérna.
Látum vita af okkur og vonandi komumst við heim sem fyrst.

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

fimmtudagur, 13. desember 2007

Á heimleið

Hæ allir saman.

Nú styttist í að við komum heim. Töskurnar eru komnar á rúmið og pökkun hafin.
Vonandi er nóg fyrir okkur að taka bara sitthvora töskuna en lestarferðalagið á morgun til JFK flugvallar verður án efa mjög skemmtilegt... Lendum svo snemma á laugardagsmorgun á Íslandinu góða.

Hér er búið að vera fínasta veður en í dag er rigning og kuldi, held ég bara kaldara en á Ísland, svei mér þá!
Það kom jólasnjór hérna í tvo daga eða svo og svo hefur ekki sést meira af honum. Það verður áhugavert að sjá hversu mikill veturinn verður þegar við komum til baka í janúar.
Það er nú ekki mikið búið að vera í gangi hjá okkur nema jólastúss. Síðustu helgi fórum við í risamallið og náðum ekki einu sinni að klára að skoða það og á sunnudeginum fórum við hérna niðrí bæ og versluðum eitthvað. Hittum svo Rainu og Dursjan í brunch. Þetta er semsagt fólk sem við erum búin að kynnast í gegnum Bo, vinkonu hennar Jóhönnu, sem býr í NY.

Okkur finnst jólastemningin hérna ekkert vera svo mikil, en á ákveðnum stöðum er skreytt mikið en við höfum því miður ekki haft tækifæri að fara í úthverfin og skoða skreytingarnar þar. Jólahúsið í Ártúnsholti verður bara að vera nóg fyrir okkur þegar við komum heim.
Í vikunni skráðum við okkur í samtök sem heita Phillycarshare, www.phillycarshare.org. Þetta gerir okkur kleift að leigja bíla á vægu verði þegar við þurfum á því að halda hér í borginni. Þeir eru m.a. með blæjubjöllu sem er uppáhaldsbíllinn hennar Ernu!

Það sem er framundan eru svo jól á Íslandi, veiveivei og svo komum við aftur hérna 7.jan. Þá ætti ég að vera kominn með atvinnuleyfi og þá tekur við leit að vinnu og annað sem við kemur því eins og að sækja um social security number!
Erum svo búin að kaupa miða á amerískan fótboltaleik á risaleikvangi borgarinnar 9.jan og svo koma Bryndís og Haukur í heimsókn helgina 12.jan held ég. Þeim hlotnast sá heiður að heimsækja okkur fyrst allra!!!

En það verður gaman að hitta ykkur öll mjög fljótlega...

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

mánudagur, 10. desember 2007

Smá kindakvörtunarblogg

Jæja löngu kominn tími á blogg frá kindinni...

Erum notabene að koma heim eftir örfáa daga, bara 5 dagar í okkur Erum voðaspennt að koma heim og hitta ykkur öllsömul...

Vildi segja ykkur frá síðustu vikum hérna í lífi frú Ernu:

Við hjónin fórum semsé til New York um Thanksgiving helgina, sem var alveg frábær ferð eins og Hlynur var búinn að skrifa um. Því miður endaði helgin samt á því að minns var kominn með flensu.
Var semsé heima í mikilli gleði mánudag og þriðjudag með hausinn fullan af hor og tilheyrandi skemmtilegumheitum. En á miðvikudaginn var friðurinn úti, var svosem orðin aðeins betri en kannski ekki beint til í að eyða 15 tímum í flug og tilheyrandi til að fara á ráðstefnu í Þýskalandi...

Fór snemma út á völl til að fá almennilegt sæti í vélinni, þ.e. við neyðarútgang svo maður geti aðeins teygt úr fótunum, ekki best í heimi að vera hávaxinn þegar maður þarf að fljúga! Allavegna, gaurinn sem var að tékka mig inn var voða ljúfur og sagðist láta mig fá neyðarútgang. Svo þegar ég kem inn í flugvélina þá er ég bara alls ekki með neinn neyðarútgang heldur sit við ganginn í því allra minnsta plássi sem ég hef setið í flugvél. Með hnéin boruð inn í sætið fyrir framan.
EKKI BÓKA LUFTHANSA!!!

Svo minns er nett pirraður (vægast sagt) og til að bæta ofan á þetta þá sit ég við hliðina á úkraínskum sjómanni í mikilli yfirvigt. Hallaði semsagt út á ganginn svo flugfreyjurnar voru í því að rekast í mig því úkraínski sjómaðurinn ekki bara tók allan sameiginlega arminn okkar heldur líka svona hálft sætið mitt. Svo talaði greyið maðurinn óskiljanlega ensku og var samt alltaf að reyna að halda uppi samræðum við hinu veiku, nett pirruðu mig.

Svona til að halda áfram með hryllingssöguna (já þig megið vorkenna mér takk:) þá var þetta flug 8 tímar og var til ca 2 um nóttina á US tíma. Svo átti að vera 2 tíma bið eftir klst innanlandsflugi innan Þýskalands sem var auðvitað seint. Semsé 3 tíma bið og 1klst flug. Loksins klst lestarferð til að komast á hótelið. Minns lagði semsé af stað að heiman um kl 2 um daginn og var komin á hótelið um 7 næsta morgun algjörlega svefnlaus.
Og þið sem þekkið mig vel vitið hvað svefn er mér mikilvægur...

Allavegna, gerði mér ekki grein fyrir því hvað ameríku-evrópuflug geta verið skemmtileg fyrir þessa mjög svo hressandi reynslu. Passaði mjög vel að ég og Hlynur finndum beint flug til Edinborgar í mars þegar förum í brúðkaup Beggu og Chris. Ætla ekki að lenda í þessarri gleði aftur...

Annars búið að vera nett brjálað að gera í vinnunni, mikið fjör og allt í gangi en svoldið stressandi á sama tíma. Svo voru allar jólagjafirnar keyptar um helgina í maraþon sessioni í King of Prussia. Eyddum 6 tímum í mollinu en náðum samt bara að rölta um circa helming. Mollið er tvískipt og ég hef aldrei farið í hinn helminginn, reyni að byrja þar næst!!!

En við sjáumst mjög svo bráðlega
Knús og kossar
Erna Sif (og Hlynur auðvitað)

fimmtudagur, 6. desember 2007

Veturinn er kominn

Jæja þá er veturinn kominn í Philly.
Það snjóaði hérna í fyrsta skipti í gær og svo kom aðeins meira í morgun. Þetta er nú bara smá föl og veðrið er búið að vera það gott í dag að snjórinn hefur að mestu bráðnað aftur.
Ég endurheimti Ernuna mína aftur eftir Þýskalandsdvöl í byrjun vikunnar og var það mikið gott. Ef hún hefði verið eitthvað mikið lengur þá hefði ég örugglega orðið veikur á öllum þessum skyndibita... Það er svo hrikalega ódýrt að fá sér nart hérna miðað við heima að það er varla fyndið!
Nú styttist í heimferð hjá okkur og erum við að verða ansi spennt. Þetta verður nú ansi strangt ferðalag því við fljúgum frá NY og þurfum fyrst að koma okkur þangað en hvað gerir maður ekki fyrir íslensk jól.
Komum heim 15.des og verðum alveg til 7.jan! Jibbý!!!
Ásdís systir sendi mér ansi skemmtilegan link og er þetta eitt besta jóladagatal sem ég hef séð. Bíð alltaf spenntur eftir nýjum degi eins og krakkar að opna súkkulaðidagatal. Mæli með þessu:

http://jonolafur.is/dagatal.html

Var að setja inn myndir frá svæðinu hérna í kring og svo nýju íbúðinni, loksins. Endilega að kíkja á það.

Bless í bili

Hlynski Karamba

fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Home alone!


Það er nú ekki mikið að frétta héðan í augnablikinu. Erna fór til Þýskalands í gær á ráðstefnu og ég fór með henni út á flugvöll. Lestarstöðin er rétt hjá okkur og svo var bara 15 mín ferð á flugvöllinn. Ég er alveg á því að Íslendingar ættu að gera hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur og hafa alla flugstarfsemi þar...
Við erum bæði búin að vera með leiðindakvef alla vikuna og vonandi fer maður að lagast af því. Fórum í apótek í gær og það var heil hillusamstæða full af lyfjum og dóti fyrir cold og flu. Það var bara of erfitt að velja en fengum á endanum einhverja lozenge sem eiga að vera góðir fyrir hálsinn. Annars er svakalegt hvað lyf eru auglýst mikið hérna.
Svo er læknaþjónusta líka mikið auglýst og barist um að fá sjúklinga til sín. Þetta finnst íslendingnum skrítið og vonandi fer Gulli ekki að gera einhverja vitleysu..... WOOOO bara orðið pólitískt.....best að hætta því eins og skot!

Ég er bara í chillinu hérna, ætla að fara í dag og kíkja á risakringlu sem er hérna fyrir utan borgina. Kannski ég kaupi einhverjar jólagjafir...

Bæjó

Hlynur

sunnudagur, 25. nóvember 2007

Back to Philly


Þá erum við komin aftur til Philly eftir frábæra ferð til stórborgarinnar New York.
Það gekk bara fínt að komast á milli en það var ansi mikið af fólki að ferðast yfir þessa helgi.

Fengum að gista í frábærri íbúð hjá Thelmu og útsýnið var ekki af verri endanum, Frelsisstyttan blasti við út um gluggann!
Svo eyddum við dögunum í að baða okkur í stórborgarbrjálæði og sáum margt og mikið en samt ekki nærri því allt sem við vildum. Gengum yfir Brooklyn Bridge, fórum í Central Park, fórum í rútuferð um Harlem, fórum í brjálæðið á Times Squire, sáum útsýnið frá Empire State, röltum um Soho, hittum Snorra líffræðing í kaffi, sáum FM Belfast á tónleikum, djömmuðum með Thelmu, borðuðum Sushi, hammara, new york pulsu (vond!), hittum Bo í brunch, gengum um Battery Park, borðuðum í Chinatown, versluðum í brjálæðinu á Black Friday......og endalaust meira!

Komumst því miður ekki á Broadway sýningu vegna verkfalls handritshöfunda en New York fær örugglega að sjá okkur aftur meðan við dveljum hérna og þá vonandi komumst við á Lion King sýninguna á Broadway.

Erna fer til Deautchland á miðvikudaginn á ráðstefnu og ég verð í stuðinu hérna í Philly á meðan.

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Nýtt heimilisfang

Vildi bara setja inn nýja heimilisfangið okkar!


3500 Powelton Ave
Apt # C409
Philadelphia PA 19104
USA

Fáum svo heimasíma á þriðjudaginn, veiveivei.
Set inn númerið eftir helgi.
Svo allir kaupa sér atlasfrelsi eða heimsfrelsi ef þið viljið bjalla í okkur!!!
Getið þá talað við okkur í heilar 310 mín (atlas) eða 270 mín (heims) fyrir auman 1000kall...

Knús
Erna og Hlynur

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Stoltir Íslendingar!!!

Komumst að því fyrir tilviljun að það ætti að sýna "Heima" heimildar/tónlistarmynd með Sigurrós hérna í International House sem er rétt hjá okkur. Vorum að koma heim af sýningunni og erum alveg dolfallin! Þetta var algjörlega frábær mynd. Við ætluðum að vera ansi tímanlega í því og mættum 20 mín í sýningu og vissum ekkert hvernig salur þetta væri. Svo þegar á hólminn var komið var allt gjörsamlega pakkað í ansi stórum bíósal. Við náðum að redda okkur sætum í sitthvoru lagi meðan salurinn fylltist algjörlega. Fólk sat út um allt m.a. á gólfinu fyrir framan tjaldið. Áður en myndin byrjaði þá sagði sýningarstjórinn að hann hefði aldrei séð svona marga inní þessum sal. Ef ég ætti að giska þá voru 300-400 manns þarna.
Svo byrjaði myndin og maður var eitthvað svo stoltur af því að vera frá skerinu. Hef bara aldrei áttað mig almennilega á því hvað Sigurrós er orðin þekkt hljómsveit um allan heim.

Já það var gaman að reyna að setja sig í spor fólksins sem var í kringum mann og reyna að skilja þetta land, þessa tónlist, litlu þorpin, lopapeysurnar, jöklana, skrítnu enskuna sem hljómsveitin talar og marg fleira....
En á endanum var maður bara hálf dáleiddur af því hvað landið okkar er sérstakt!

Þegar myndin var búin þá var mikið klappað og ég hlustaði eftir því hvað fólk var að segja í kringum mig. Heyrði t.d. eina stelpu segja eitthvað á þessa leið: I never say this about movies but this movies was soooo beautiful!

Held að þessi mynd hafi farið vel í alla sem á horfðu og hafi líka verið eins góð landkynning eins og hægt er að hugsa sér.

Svo var frábært að sjá aðeins í pabba í Kvæðamannakórnum og svo Beggu og Hlyn á tónleikunum í Minni borg!

Á morgun förum við svo til New York. Vonandi komumst við í öllum ferðamannastraumnum sem er yfir Thanksgiving helgina.

Bestu kveðjur til eldgömlu ísafoldar

Hlynur og Erna Sif

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Nýja íbúðin!

Jæja þá erum við komin í nýju íbúðina.

Flutningurinn gekk bara vel en tók þó meirihlutann af deginum. Sem betur fer þá fluttum við milli hæða í sömu byggingunni og ég þurfti að fara ansi oft með lyftunni upp og niður. Ætlaði svo að bíða með stóru hlutina þangað til Erna kæmi heim úr vinnunni en fékk á endanum hann Tasso vin okkar til að hjálpa mér að bera stóru hlutina upp Ernu til mikillar gleði. Tasso er semsagt grískur strákur sem býr hérna í byggingunni og hann var bara ánægður að hjálpa "fellow european"!

Nýja íbúðin er bara frábær. Hún er miklu bjartari og er á fjórðu hæð með fínu útsýni. Svo er fínt aukaherbergi og svefnherbergið er rosa stórt.

Erum búin að vera róleg um helgina. Fórum á risasafn í dag sem var eiginlega svona alhliðafræðslu og vísindasafn. Gengum í gegnum risahjarta, fórum í IMAX bíó og sáum mynd um forsöguleg sjávardýr, fórum í Planetarium og lærðum aðeins meira um stjörnuhimininn. Held að við verðum að fara aftur með þær systur Ólöfu Svölu og Sunnu Kristínu þegar þær koma í heimsókn! Algjör krakkaparadís...

Svo er það bara New York næstu helgi og svo skilur Erna mig aleinan eftir hérna helgina eftir það þegar hún skreppur á ráðstefnu í Þýskalandi...

Bestu kveðjur

Hlynur og Erna

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Flutningsdagurinn mikli

Hæ allir

Flutningsdagur í dag:) Fórum í morgun og kíktum á íbúðina og hún er ótrúlegt en satt bara stærri en okkur minnti! Fínt að byrja á stúdíóinu og vinna sig upp, þá er maður alltaf voðaglaður þar sem maður er...

Allavegna vildi bara segja ykkur að Hlynur setti inn "Best of Japan" myndir í gær ef þið viljið kíkja... Ásdís var nú svo glögg að taka eftir þessu strax!

Knús Erna og Hlynur

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Kindablogg

Smá blogg frá kindinni loksins!

Höfum það mjög gott hérna í Philly, tókum því rólega um helgina til tilbreytingar.
Vorum voðamenningarleg og heilsuhraust á föstudaginn þegar við röltum í listasafnið (30 mín ganga) og hlustuðum á jazztónleika og skoðuðum aðeins safnið. Þurfum samt að fara aftur því safnið er risastórt og við náðum bara að skoða smá brot áður en lokaði. En tónleikarnir voru skemmtilegir...

Svo hætti ég mér til bandarískrar hárgreiðslukonu á laugardaginn, var skíthrædd um að koma út appelsínugulhærð eftir slæma reynslu af áströlskum klippurum en circa 4 tímum seinna var ég bara nokkuð sátt. Ok svoldið lengi að þessu en gerði þetta bara nokkuð vel. Jafnast auðvitað ekkert á við Ísland og frú Ágústu sem hefur klippt hárið mitt í 10 ár eða svo en allavegna...

Svo fórum við í búðarrölt á sunnudeginum og versluðum vetrarjakka og húfu á Hlyn því það er orðið ansi kalt hérna, sérstaklega á morgnana. Hefur ekki farið niður fyrir frostmark ennþá en á víst að vera kaldara um helgina. Veðrið hérna er nú samt furðu þægilegt. Þó það sé kalt þá vantar yndislegu úrkomuna (það er rigning, slydda, snjór, él etc) og hið sískemmtilega rok sem einkennir klakann góða. Því er bara fínt að klæða sig vel og arka af stað.

Er annars orðinn algjör ameríkani. Arka í vinnuna á hverjum degi og stoppa alltaf við á kaffistaðnum "okkar" og fæ mér take-away kaffi sem ég drekk í vinnunni. Stelpan sem afgreiðir á morgnanna er orðin ansi vinaleg við bæði mig og Hlyn sem er svo góður að rölta stundum með mér á morgnana.
Svo er Starbucks hérna algjör snilld, ekki bara kaffið heldur Strawberry and Cream Frappucino, segi ekki meir en að þetta er himnesk uppfinning.
Ef þið komið í heimsókn, skal ég splæsa svona á ykkur...

Svo er flutningadagur á fimmtudaginn, Hlynur fær semsé að eyða deginum í að flytja allt draslið okkar upp um 2 hæðir (það er lyfta sem betur fer) og ég hjálpa honum eftir vinnu.
Verður gott að vera komin í íbúðina sem við verðum í út árið hérna, meira skápapláss, fleiri gluggar, með einu svefnherbergi (ekki studíó eins og núna) og svo aðaltouchið lítið aukaherbergi sem gestir geta gist í!
Önnur gleði við að flytja verður að þá getum við loksins fengið okkur heimasíma. Prófuðum skype headset og hringdum þannig heim en minns vill bara alvöru síma sem hægt er að hringja í og úr án skruðs! Setjum heimasímann á síðuna þegar hann er kominn inn!

Erum svo mjög spennt fyrir Thanksgiving helginni sem er eftir eina og hálfa viku. Þá er 4 daga frí í vinnunni og við ætlum upp til New York:)
Ætlum að heilsa upp á Thelmu vinkonu sem býr þar og svo auðvitað öll major attractionin; Frelsisstytta, Empire State Building, Times Square, Soho etc og svo auðvitað versla.... Föstudagurinn eftir Thanksgiving Day er kallaður Black Friday hérna og þýðir basically að allar búðir hafa crazy afslætti og allir verða bilaðir. Veit ekki hvort maður endi bara á að standa og horfa á geðveikina eða hendi sér út í þetta, kemur í ljós...

En nóg í bili, takk fyrir öll kommentin, gaman að vita að þið eruð að fylgjast með:)

föstudagur, 9. nóvember 2007

Tíminn flýgur...

Hi yous all!

Vikan líður ótrúlega hratt hérna.
Skrítið þegar maður er bara í chillinu...
Við erum loksins komin með PennID og erum búin að skrá okkur í líkamsrækt hérna rétt hjá sem er bara fyrir háskólann. Þetta er risastórt hús á 4 hæðum með 50m innilaug og öllum pakkanum. Nú er bara að massa sig upp...

Ætlum að vera heima um helgina, ótúlegt en satt. Það er margt hægt að gera hérna í borginni og vorum að pæla í listasafni eða einhverju svoleiðis.

Setti inn nokkrar myndir á flickr ef þið hafið ekki séð þær ennþá.

Er svo búinn að setja upp Skype þannig að við getum hringt heim. Keypti headset í gær og hringdi aðeins heim en eftir 5 mín af samtali við Þorra og Unu Björk þá alltí einu hætti hljóðneminn að virka... Fer á eftir og reyni að skipta þessu drasli.

Endilega allir að fá sér Skype og láta okkur vita hverjir eru með notendanöfn. Okkar er hlynurogerna.

nóg í bili

Ciao

Hlynur

mánudagur, 5. nóvember 2007

Ferðalangarnir


Komum úr road trip í gær. Í Hershey fórum við í súkkulaðiverksmiðjuna og urðum alveg eins og krakkar á ný. Mikið gert úr þessu og var eiginlega bara stórt show með syngjandi beljum, færiböndum með Hershey kossum og alls konar öðru súkkulaði. Smökkuðum náttúrulega súkkulaðið og það er bara ekki eins gott og íslenska súkkulaðið. Ég tapaði mér nú samt og keypti fullan poka af nammi en Ernu fannst þetta bara ekki einusinni gott og þá er nú eitthvað skrítið í gangi...
Hittum svo Þórarinn um kvöldið og smökkuðum svoldið á bjórnum. Við erum komin með local tegund sem okkur finnst mjög góð, Yuengling lager, tjékkaðu á þessum Árni...

Hershey er pínulítill bær og allt snýst í kringum verksmiðjuna. Göturnar heita Chocolate Avenue og Cocoa Avenue og þegar maður gengur um þá er súkkulaðiilmur um allt. Annars hefur fyrirtækið byggt upp þennan bæ og gefið ótrúlega af sér. Nánast allt sem er þarna hvort sem er hótel, veitingastaðir, golfvellir, skemmtigarðar, grasagarðar ofl. fyrirtækið á þetta allt saman. Svo áttu þeir víst of mikið af peningum í einhverjum góðgerðarsjóði þannig að þeir byggðu bara eitt stykki háskólasjúkrahús en Erna var á ráðstefnu þar á föstudaginn.

Veðrið var mjög gott en svoldið svalt. Ég fór í golf og skemmti mér bara konunglega. Fór hringinn á ansi mörgum yfir pari en náði að setja þrjár holur á pari og það hefur aldrei gerst áður.

Á laugardaginn fórum við svo til Hawk Mountain og gengum þar í nokkra klukkutíma. Sáum spætu í skóginum en það var ótrúlega gaman að stoppa og hlusta á hljóðið þegar hún goggar í tréð.
Komum að lokum á aðalfuglaskoðunarstaðinn og vorum þar ásamt tugum annarra að góna upp í loftið og bíða eftir því að sjá ránfugla. Enduðum á því að sjá um 10-15 fugla aðallega Turkey Vulture. Sáum svo Red Tailed Hawk og Uglu eftir á en það voru dýr sem eru særð og hafa það bara gott þarna í Hawk Mountain. Held að pabbi myndi fíla sig vel þarna að skoða fuglana en væri örugglega betra að fara á virkum degi svo maður sæi eitthvað annað en fólk.
Við sáum líka tvo mjög stóra fugla en þeir komu fljúgandi yfir okkur með miklum látum og hræddu alla hina fuglana í burtu. Ég er að tala um tvær orustuflugvélar sem flugu mjög nálægt okkur. Þarf að setja inn myndir frá því á morgun.

Í gær var ég svo kominn með kvef þannig að við héldum heim á leið með smá rúnti um austurhluta fylkisins. Við erum orðin ansi vön því að keyra hérna um og í kringum borgina en svo ef maður horfir á kortið þá erum við aðeins búin að sjá kannski einn þriðja af fylkinu.

Næst langar okkur svoldið að fara annað hvort til New York eða Washington DC. Spurning hvenær við komumst í það...

Ciao í bili

Kveðja

Hlynur og Erna

Já alveg rétt
Heimilisfangið okkar er
Apt. C212 3500 Powelton Ave
Philadelphia PA 19104
USA

bara ef þið viljið kíkja í heimsókn

Svo eru símarnir
Hlynur: 267-694-9867
Erna: 267-393-0729
Erna Vinna: 215-746-4817

Fáum svo vonandi heimasíma fljótlega þannig að við getum heyrt aðeins í ykkur

miðvikudagur, 31. október 2007

Hershey Súkkulaði! Here we come!!!

Hæ allir saman
Í gær var mikið í gangi hérna í nágrenni við okkur. Demókratar voru með rökræður í Drexel Háskóla sem er lítill háskóli hérna rétt hjá okkur. Allan daginn voru þyrlur í loftinu og þvílík öryggisgæsla út um allt. Sáum m.a. nokkra secret service gutta hjá Sheraton hótelinu sem við göngum framhjá á leiðinni heim frá campus.

Reyndum svo að horfa aðeins á rökræðurnar í sjónvarpinu og koma okkur inn í þetta og var bara áhugavert. Þarna voru 7 demókratar m.a. Hillary, Obama og Edwards en þau eiga víst að vera líklegust að fara í forsetaframboð.
Annars sáum við ansi skemmtilega búð hérna á campus sem er með "Hate Bush" section. Þar voru allskonar límmiðar, borðar, bækur, spil og margt fleira með misfallegum skilaboðum til Bush. Er greinilega ekki mjög vinsæll hérna...

Á morgun förum við í smá ferðalag. Erna er að fara á ráðstefnu í Hershey (já SÚKKULAÐI)á föstudaginn og eftir það ætlum við að fara í Hawk Mountain Sanctuary og vera þar um helgina. Þar ætlum við í göngur og vonandi sjáum við eitthvað af ránfuglum.
Kíkjið á www.hawkmountain.org (aðallega fyrir pabba...)
Haustið á að vera komið hérna og við erum búin að kveikja á hitaranum. Á morgnana er svoldið kalt um 5°C en yfir daginn hefur sólin skinið og hitinn verið fínn.

Um síðustu helgi fórum við í mjög fallegan trjágarð, Morris Arboretum, sem er svoldið fyrir utan borgina. Veðrið var gott og mjög fallegur garður.

Á föstudagskvöldið fórum við út að borða og á djammið með skemmtilegu fólki. Fórum á asni flottan stað og fengum okkur túnfisksteik og nautasteik og þetta kostaði örugglega helminginn af því sem það hefði kostað heima....
Eftir mat fórum við á djammið sem var svo sem ekki mikið öðruvísi en annars staðar en það var fyndið að sjá fólk í allskonar grímubúningum vegna hrekkjavöku.

Á morgun er það bara heimsókn í súkkulaðiverksmiðju Hershey...
Spurning hvort hún standist Nóa&Siríus...

Bæ í bili

Hlynur og Erna Sif

föstudagur, 26. október 2007

Daglegt líf í Powelton Village

Hæ!
Jæja nú er aðeins farið að kólna hérna í Philly. Það er víst búið að vera hitamet hérna í október og við höfum notað loftkælinguna svoldið síðan við komum hingað. Hitinn hefur verið um 20-30°C síðan við komum en í gær var hitinn held ég um 12°C sem var svipað og heima. Það er líka búið að rigna svoldið en ekkert mál að ganga um með regnhlíf hérna annað en heima í rokinu.

Við erum rosa ánægð með staðinn sem við búum á. Kerfið sem hitar/kælir íbúðina virðist líka vera mjög gott en það á eftir að reyna á það þegar fer að kólna hérna.

Svo er fínn líkamsræktarsalur niðri sem við notum, veit nú ekki hvort maður verði einhver Magnús Ver en maður heldur sér allaveganna í formi.

Ég er búinn að lenda í því nokkrum sinnum hérna að fólk heldur að ég sé 19 ára!!!
Okay ég veit að það er betra að vera unglegur heldur en hrukkóttur en 19....
Ég vissi ekki að ég væri svona mikið babyface!
Yfirleitt hefur fólk annað hvort séð giftingarhringinn minn og spurt mig hvað ég sé gamall eða að ég hef verið að segja þeim frá Ernu, konunni minni og þá taka allir andköf, :You are married!!!!

En hvað um það bara gaman að geta logið því að maður sé 19!!!

Hef nú ekki lent í því enn að vera spurður um skilríki þegar ég kaupi áfengi hérna en vorum á local pöbbnum síðustu helgi og þá var einni konu ekki hleypt inn út af því að vörðurinn treysti ekki skilríkinu hennar. Þeir eru semsagt frekar strangir á 21 árs aldurstakmarkinu.

Svo er eitt skrítið hérna í Pennsylvania fylki. Hér verður maður að fara í ríkisreknar áfengisbúðir til þess að kaupa léttvín og sterkt áfengi og þær eru ekki mjög margar. Fór og keypti eina Yellow tail (auðvitað South Australia) um daginn og það skrítna við þessa búð var að hún var pínulítil og bara hægt að kaupa léttvín, líkjöra og sterkt vín en engan bjór. Ég spurði svo vörðinn hérna niðri um hvar ég gæti eiginlega fengið bjór hérna og svarið var að labba 20 m neðar í götuna og kaupa á veitingastað yfir borðið. Á eftir að skoða það betur...

Annars líst mér vel á að geta keypt Euroshopper bjór eða krónubjór þegar við komum heim aftur og kannski rauðvín frá Penfolds í Bónus (er nú ekki búinn að fylgjast mikið með en er þetta farið í gegn eða ekki?).

Í kvöld erum við að fara út að borða með fólki sem við erum að komast í kynni við hérna í gegnum vinkonu hennar Jóhönnu. Verður gott að eignast smá félagslíf hérna og fara og kíkja á næturlífið.

Setti í gær inn nokkrar myndir frá Egyptalandi, endilega að kíkja á þær.
Svo koma á næstunni myndir frá Ástralíu og Japan. Svo reynum við að vera dugleg að setja myndir héðan.

Takk fyrir að fylgjast svona vel með og commenta

Skrifumst...

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

þriðjudagur, 23. október 2007

Flatskjárinn!!!


Auðvitað keyptum við flatskjá!!! 32" á klink!!!
Svo kom cable guy og var frekar sorry yfir því að við værum í gömlu húsi þannig að við fengjum bara basic cable. Ég komst svo að því að það væru aðeins 63 stöðvar en eftir áramót verður tengingunni breytt í digital og þá getum við fengið endalaust af stöðvum!
Held samt bara að basic cable sé nóg fyrir okkur.
Síðasta helgi fór í að klára að koma okkur fyrir hérna. Fórum í matvörubúðina og keyptum allt í matinn og keyptum líka þetta fína sjónvarp.

Á sunnudaginn fórum við í gönguferð með gönguklúbb sem er starfræktur hérna í Philly. Vorum náttúrulega langyngst en þetta var mjög skemmtileg ganga og ótrúlegir haustlitir þar sem við vorum að ganga. Þetta var 18 km ganga og tók allan daginn. Við höfðum ekki undan að segja fólki frá Íslandi og fengum mikið af góðum ráðum um göngur og fleira í nágrenni við borgina. Fólkið var ótrúlega vinarlegt og hresst.
Fórum líka í Valley Forge um helgina en það er staður sem George Washington hershöðingi hafði vetrardvöl með The continental army. Ameríkanarnir eru mjög hrifnir af sögunni sinni og var gaman að sjá eitthvað af henni.

Skiluðum loksins bílnum sem við erum búin að hafa á leigu síðan við komum hingað. Er búið að vera frábært að hafa bíl til þess að skoða íbúðir og versla húsgögn og fleiri nauðsynjar en við vorum alveg að verða vitlaus á að finna bílastæði í kringum nýja staðinn. Og traffíkin hérna getur verið svakaleg. Gerði þau mistök einu sinni að vera á ferðinni á föstudagseftirmiðdegi og var fastur þar í hálftíma.
Fórum líka 2 mílur á hraðbraut um helgina á klukkutíma áður en hnúturinn leystist.

Ætlum að skrá okkur í samtök hérna í Philly þar sem við getum leigt bíla fyrir lítinn pening þegar við þurfum. Ef við myndum kaupa okkur bíl þá yrði það allt of dýrt vegna trygginga og bílastæða. Annars er bensínið hérna grátlega ódýrt, gallonið (3,7 l) kostar tæpa 3 dollara!!!

Annars líður okkur mjög vel hérna í University City. Erna gengur í vinnuna og ég er byrjaður í gymminu. Annars er bara að bíða eftir umsókninni minni og vona það besta.

Setti inn nokkrar myndir frá helginni á flickr síðuna okkar, endilega skoða.

Ciao

Hlynur og Erna Sif

föstudagur, 19. október 2007

Nokkrar myndir komnar inn

Sæl öllsömul

Erum búin að vera heilar tvær vikur hérna í Philly núna. Og eins og svo oft áður líður tíminn bæði hratt og hægt. Mér finnst óendanlega langt síðan við vorum heima á Íslandi og hálf öld síðan ég varði þessa blessuðu mastersritgerð. Samt trúi ég varla að við séum búin að vera hérna heilar tveir vikur, finnst við líka bara nýkomin...
En nóg af heimspekilegum vangaveltum frá kindinni

Settum inn nokkrar myndir af nýju, fínu IKEA íbúðinni okkar og umhverfinu hérna í Philly. Ættum að bjóða IKEA að taka myndir hérna og fá fólk í svona real life IKEA tour. Held að eina sem er hérna inni sem er ekki frá IKEA er ristavélin sem keyptum á þvílíkum kostakjörum á 300kr! (Vona að hún virki)

Tökum fleiri myndir á næstu dögum og setjum inn!

Fórum í enn einn verslunarleiðangurinn áðan. Farin að rata blindandi um IKEA eftir allar þessar ferðir! En þetta var nú vonandi síðasta ferðin áðan, held að við séum bara komin með allt sem okkur vantar og vantar ekki...

En það sem olli ferðinni áðan var vöntun okkar á eitt stykki kassa sem mikið er glápt á á flestum heimulum. Annar fjölskyldumeðlimurinn (algjör óþarfi að nefna nein nöfn hérna) fannst það hrein og ber nauðsyn að slíkur gripur yrði af miklum háklassa og neitaði að skoða nokkuð en ný og fín svokölluð flöt sjónvörp. Slíkur gripur færi þá bara með heim eftir árið (þarf víst bara straumbreyti og búið).
Hinn fjölskyldumeðlimurinn reyndi að tala fyrir hönd stærri og fyrirferðameiri eldri sjónvarpa. Kaupa bara eitt stykki notað gamalt sjónvarp á klink og láta duga í ár og selja bara áður en komum heim aftur...
.... enduðum semsé á að kaupa hið glæsilegasta, hvað haldiði flatskjá eða kassa???

Er annars rosagaman í vinnunni, er komin á fullt að vinna í hinum ýmsu verkefnum. Allt mjög spennandi, gott samstarfsfólk (þó auðvitað ekki eins og snillarnir uppi á Landsa) og vel tekið á móti manni!

Svo ætlum við Hlynur að byrja í ræktinni í næstu viku, er loksins að detta inn í kerfið hérna (tekur allt óendanlega langan tíma og svona sjöþúsund form þar sem skrifa sama hlutinn aftur og aftur og aftur). Fæ þá svokallað PennID og getum þá sótt um að byrja í ræktinni sem háskólinn rekur. Risagym á 5 hæðum, fullt af tækjum og tímum og 50 metra innisundlaug. Er í 10 mínútna göngufjarlægð að heiman.
Algjör snilld!

Nota bene, Andrea og Una Björk. Það er donkin donuts út um allt hérna og auglýsingarnar í útvarpinu heyrast á hverjum klukkutíma "America runs on Donkin Donuts". Ég get svarið það að þetta virðist bara nokkuð rétt, allir með kaffi frá þeim alls staðar. Höfum sjálf bara fengið okkur einu sinni DD og eftir að prófa svona sem sykursjokk í morgunmat...
Hef hins vegar ekki séð Krispy Kreme en munum kíkja eftir því!

Mesta snilldin er svo auðvitað að fá að hitta ykkur öll um jólin. Verðum heima alveg frá 14.des til 7.jan svo höfum góðan tíma til að hitta alla og jafnvel vera með í laufabrauðsgerð, trjáskreytingum, smákökugerð og alles:)
Flugin voru orðin nett dýr ef maður ætlaði að stoppa styttra svo ég samdi við yfirmennina mína um að vinna bara frá Landsanum vikuna fyrir og eftir jól, ýmislegt hægt á gervihnattaöld. Enn og aftur algjör snilld:)

Knús og kossar frá Philly
Erna og Hlynur

fimmtudagur, 18. október 2007

Mikilvæg tilkynning til Íslands!!!

Það er nú orðið ljóst og staðfestist hér með að höfundar þessarar bloggsíðu hafa nú rétt í þessu gert mikilvægan samning við stórt fyrirtæki á Íslandi um að kaupa þjónustu frá téðu fyrirtæki sem felst í því að farið er upp í stórt tæki sem er knúið af stórum þotu..................................

OK skal hætta þessu bulli......en það sem ég ætlaði að segja er:

!!!!!!!!!VIÐ KOMUM HEIM UM JÓLIN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!



Já kæru landar, þið hélduð að þið mynduð losna við okkur svona auðveldlega en neeeeiiiiiiiiiiii!!! HAHAHAHHAHAHAHAHAHA
(Held að IKEA geðveikin sé að segja til sín...)


Já svona frá öðru en þessari mikilvægu tilkynningu þá erum við búin að koma okkur ansi vel hérna fyrir og líður mun betur í þessu hverfi en því sem við vorum í.
Fórum í risabúðarferð áðan og keyptum í matinn þannig að nú fer Hlynsinn að sýna listir sínar í eldhúsinu.
Erum alveg að klára allt pappírsdót og eigum bara eftir að opna bankareikning sem við gerum vonandi á morgun.
Svo ætla ég að fara í sjónvarpsleiðangur á morgun og kaupa vonandi FLATSKJÁ....
Svo er bara að panta cable tv og þá er maður í góðum málum eins og Hómer vinur minn.

Þá er bara að segja góða nótt

Kveðja

Hlynur

Erna biður að sjálfsögðu að heilsa ykkur öllum....

P.S. Vonum að við eigum ekki yfir höfði okkar málsókn vegna ótímabærs jólamatar sem við fengum á Laugabóli og á Hagamel...

þriðjudagur, 16. október 2007

Islenskt lyklabord

HJALP

Veit einhver hvernig eg get sett inn islenskt lyklabord a nyju finu tolvuna mina???


Er ad verda vitlaus a ad copera islenska stafi ur odrum skjolum thegar tharf ad skrifa virduleg islensk bref... Lika audveldara ad skilja finu bloggin og msn samtolin ef minns faer ad skrifa islenska stafi...

Lofa ad skrifa alvoru blogg mjog bradlega. Allt ad gerast, faum hrugu af Ikea doti sent heim i nyju finu studioibudina i kvold. Svo hlynur verdur i thvi ad skrufa saman allan morgundaginn og svo erum vid bara flutt veivei

Erum svo tilbuin i gesti fra 15.nov thegar faum eins svefnherbergja ibudina sem er med litlu aukaherbergi fyrir gesti:) er ekki hurd a thvi en amk betra en ad crasha i stofunni...

laugardagur, 13. október 2007

IKEA rules!!!

Jæja þá erum við komin með íbúð sem okkur líst bara vel á. Eftir nokkrar skoðanir á vægast sagt shabby stöðum og svo líka mjög dýrum stöðum þá fundum við góða íbúð og vorum reyndar mjög heppin að fá hana því hún hafði ekki verið auglýst ennþá.

Þetta er semsagt í íbúðarcomplexi með dyravörslu og gymmi (frekar lítill salur...) en besti parturinn er að þetta er mjög nálægt vinnunni hennar Ernu og svo er þetta líka í University City sem er miklu vinalegra hverfi en við erum í núna. Verðum reyndar að fara í litla stúdíóíbúð fyrstu vikurnar vegna þess að íbúðin losnar ekki fyrr en í nóvember en það er ekkert mál.

Fórum í Ikea í dag í annað skipti og versluðum bara allt heila klabbið þarna, ekkert smá skrítið að eyða deginum í Ikea og versla heila búslóð á heilu bretti allt frá ostaskera, rúmi, sófa og upptakara...
Ég er ekki að grínast en við vorum þarna inni í MARGA klukkutíma og á einum tímapunkti sagði ég við Ernu fleyg orð sem ég heyrði einu sinni útí bæ : "Ég held að ég sé að deyja inní mér....."
En eftir smá pittstopp í kaffiteríunni þá hélt leikurinn áfram og við náðum að kaupa allt að ég held.

Í gær fórum við í bíó og fundum engin almennileg, stór bíó í nágrenni við okkur og við erum í miðbænum hérna!!! Fann loksins eitt á netinu sem var með fjórum litlum sölum. Ég er að meina svona Keflavíkurlitla sali.... (sorry Óli hennar Guðrúnar...)
Bíóið hét The RITZ EAST og við sáum mynd með Gogga trúð sem heitir Michael Clayton.
Mjög góð mynd og mæli með henni.
Í þessu bíói er selt popp og kók eins og í öllum venjulegum bíóhúsum og við vorum að maula þetta í notalegheitum og ég tók eftir fínni frú sem sat við hliðina á mér og var alltaf að gjóa augunum á okkur. Svo þegar myndin var búin þá stóð hún upp og skammaði mig fyrir að borða popp, þetta væri sko THE RITZ en ekki eins og hvert annað bíó.....
Mér fannst þetta bara svo fyndið að ég brosti bara að þessu enda verið að selja popp og kók þarna. Þessi kona var semsagt eitthvað upp með sér að horfa á bíómynd at the RITZ! Snobb, hef bara aldrei skilið það...

Á morgun ætlum við að fara í dagsferð í Lancaster County og sjá hvernig Amish og mennónítar hafa það. Erum búin að vera mjög dugleg þessa fyrstu viku og erum komin með ansi góðan púls á borginni og það verður gaman að sjá eitthvað annað en borgarlífið hérna.

Ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili...

Hlynur og Erna

miðvikudagur, 10. október 2007

Fyrstu dagarnir i Philly

Hæ allir

Loksins blogg fra Ameríkukindinni. Búin að vinna núna í 3 daga hérna og líst mjög vel á allt saman. Fyrsti dagurinn fór svosem aðallega í pappírsvesen og það mun taka næstu vikurnar að komast inn í kerfið hérna. En ég er komin með voðafína tölvu og aðstöðu og strax búin að fara á nokkra fundi. Þannig að boltinn er farinn að rúlla...

Svo er Hlynur búinn að vera þvílíkt duglegur, ekkert frí hjá honum þó hann sé ekki í formlegri vinnu. Er búinn að vera sveittur að redda okkur gsm símum, senda inn umsókn um vinnuleyfi, skoða íbúðir, húsgögn og endalaust fleira.
Draslsíminn minn virkaði ekki einu sinni hérna, orðinn of gamall greyið. Þannig að ef einhver reyndi að senda mér sms, þá nota bene fékk ég það ekki... Er núna kominn með nýjan fínan rauðan Nokia síma sem kostaði heila 40 dollara eða um 2400 kr!

Hlynur skoðaði eina íbúð áðan sem honum leist vel á, 1 herbergja íbúð staðsett á háskólasvæðinu, er um 1 km í vinnuna mína, bíó og súpermarkaður nálægt, fullt af veitingastöðum, Starbucks, gymmið og bara allt sem þú vilt í göngufæri.
Förum að skoða aftur á morgun saman og vonandi gengur það allt saman upp.

Vorum búin að skoða nokkrar saman og hann fleiri einn og allt var annaðhvort flott og allt of dýrt eða ömurlegt á verði sem sleppur. Svo vorum orðin pínkusvartsýn á þetta en vonandi er þessi íbúð sem hann sá áðan bara málin. Erum líka með fleiri sem eigum eftir að skoða á morgun og um helgina

Fórum svo í Ikea áðan, allt helmingi ódýrara en heima og hugsa að við verslum bara alla búslóðina þar. Amk allt nema rúm, veit ekki alveg með Ikea rúmin, á einhver svoleiðis og getur mælt með ákveðinni týpu???

Þannig að lífið í augnablikinu er svoldil steik, ef ekki að vinna, þá skoða íbúðir og húsgögn eða sofandi. Verður gott þegar erum orðin meira settluð og getum farið að njóta staðarins betur og kynnast skemmtilegu fólki og svona...

Knús frá Philly
Erna Sif og Hlynur

sunnudagur, 7. október 2007

Philly!!!

Hæ allir saman!
Erum búin að sofa eina nótt í íbúðinni sem við höfum hérna í Philly í einn mánuð. Okkur líst mjög vel á borgina svoldið stórt og mikið allt saman en spennandi og virðist vera mikið líf og mikið að gerast.

Flugið gekk vel erum orðin svo vön að þetta leið mjög hratt. Lentum í mikilli þoku í New York og sáum því miður ekki neitt af borginni. JFK er risastór flugvöllur og vegna þoku var mikil umferð m.a. 30 flugvélar að bíða eftir því að fara á loft. Svo kom að því að fara í gegnum immigration, biðum í röð í ca. hálftíma og þegar kom að okkur gekk allt hratt og ótrúlega vel, engar spurningar og allt voða easy going.
Gistum svo á Comfort Inn rétt hjá flugvellinum. Fengum complimentary donuts frá Dunkin Donuts þegar við komum og pöntuðum svo risapizzu upp á herbergi í kvöldmat. Allt voðalega bandarískt! Ætlum nú ekki að hafa næstu mánuði með svona mataræði, þá kæmum við heim ansi mörgum kílóum þyngri...

Í gær fengum við svo bílaleigubíl og keyrðum til Philly. Ferðin gekk vel og hefðum við ekki getað þetta án hjálpar "Where 2" navigation kerfisins. Keyrðum yfir margar brýr og borguðum marga dollara í vegatolla en komumst heilu og höldnu á gististað. Gengum aðeins um borgina í gær, versluðum í matinn en búðir eru í göngufæri og fengum okkur svo að snæða um kvöldið. Allir staðirnir sem við vildum fara inn á voru greinilega mest hip og kúl staðirnir með klukkutíma bið eftir borði þannig að við fórum á einhvern healty stað þar sem ég klikkaði á matseðlinum og pantaði mér óvart salat! Var svo sem allt í lagi enda höfðum við stoppað á leiðinni til Philly og borðað amerískan skyndibita sem var ekki mjög hollur!!!

Erum semsagt í góðum gír hérna, veðrið ótrúlega gott miðað við árstíma en hitinn er núna um 30°C og sól. Búin að sjá ansi mikið af amerískum stereótýpum og líður svoldið eins og við séum dottin inn í eitt stykki bandaríska bíómynd...

Knús og kossar frá Philly

Hlynur og Erna

fimmtudagur, 4. október 2007

Nu er að koma að þvi...

Hæ allir saman!

Erum búin að vera fyrir norðan síðan á þriðjudag að kveðja litlu fjölskylduna á króknum.
Verðum heima í Nökkvavoginum frá 17 í dag ef þið viljid sjá okkur áður en við förum til Ameríku!
Miðakerfi verður komið upp við innganginn og komast örugglega fleiri að en vilja....
Vonumst til að sjá ykkur...

Ciao
Hlynur og Erna Sif.

föstudagur, 28. september 2007

Hæ hæ elskurnar mínar

Minns er bara endalaust glaður, búin með MS vörnina og allt gekk vel:)
Takk allir fyrir góðar kveðjur og stuðninginn í þessu öllu saman...

Erum svo að reyna að hitta ykkur öllsömul sem mest áður en við yfirgefum klakann næsta föstudag!

Vildi bara skella inn einni brillamynd hérna úr ferðinni okkar.
Þessi er tekin af mér og kindunum mínum í köfun í Rauða hafinu...
(Finnst hárið á mér alveg sérstaklega flott á myndinni, svona Tinnahár)

þriðjudagur, 25. september 2007

Meistari Erna (á morgun...)

Hæ allir

Erum komin heim í stutt stopp áður en förum til Philly.
Komin með visa og allt klárt fyrir Bandaríkin:)

Bloggum svo meira þegar erum komin út og opnum þessa blessuðu myndasíðu sem við erum alltaf að lofa....

En bara smá tilkynning. Minns er víst að klára þennan blessaða master á morgun.
Svo ef þið viljið koma og hlusta eruð þið auðvitað velkomin!

Hér er tilkynning Læknadeildar um prófið með stað og stund...


Meistarapróf

Miðvikudaginn 26. september 2007, kl. 15:30 mun Erna Sif Arnardóttir
gangast undir meistarapróf við Læknadeild Háskóla Íslands og halda
fyrirlestur um verkefni sitt:

“Tengsl svitnunar, hitastigsstjórnunar og vanstarfsemi æðaþels hjá
kæfisvefnssjúklingum”.
(Sleep-related sweating, thermoregulation and endothelial function in
sleep apnea patients)

Umsjónarkennarar: Björg Þorleifsdóttir, lektor og Þórarinn Gíslason,
prófessor
Þriðji maður í MS nefnd: Eva Svanborg, prófessor

Prófarar:
Karl Andersen, dósent og Ólafur Baldursson, sérfræðingur

Prófstjóri: Þórarinn Sveinsson, dósent

Prófið verður í Blásölum LSH í Fossvogi og er öllum opið (uppi á 7.hæð fremst í gangi sem heitir E7)

þriðjudagur, 18. september 2007

Japonsku alparnir!

Konbanwa (goda kvoldid)

Erum semsagt komin fra Kyoto og upp i japonsku alpana eins og their eru kalladir. Thetta svaedi er otrulega fallegt. Gistum a litlum stad sem heitir Kamikochi en thar mega bara rutur koma med folka einn akvedinn stad og svo roltir madur ad hotelinu sinu, engir bilar leyfdir. Algjor snilld!

Gistingin herna er frabaer med otrulegu utsyni a tindana i kring. Vid erum i 1500m haed en tindarnir i kring eru a 2500 - 3000m. A morgun er planid ad ganga a 2900m haan tind og sja yfir svaedid. Vedurspain er god og svo er lika gott kerfi herna ad madur kvittar sig inn og ur gongum. Her er ekkert nema nokkur litil hotel og held eg einn veitingastadur og erum vid med morgunmat og kvoldmat innifalinn. Vorum ad koma ur kvoldmat sem var ein stor ovissuferd. Vid maettum bara og tha var buid ad leggja a bord fyrir okkur um 15 retti sem voru hver odrum skritnari. Engar leidbeiningar fylgdu og thjonarnir tala enga ensku. Thannig ad vid logdum bara i hvern rett fyrir sig og meirparturinn var mjog godur. Thad verdur spennandi ad sja hvernig morgunmaturinn verdur...

Hotelin sem vid hofum gist a sidustu vikuna hafa oll verid i japonskum stil. Thad vill segja (sma donskusletta....) ad vid hofum fengid eitt herbergi med litlu bordi og stolum sem eru fotalausir. Ekkert rum er sjaanlegt og bara serstakar tatami mottur a golfum. Thad er stranglega bannad ad stiga a thaer i skom. Thegar madur kemur inn a thessi hotel tha faer madur innisko, japanska innisko yfirleitt numer 37 eda minni og i thessu hofum vid gengid um hotelid. Svo eru klosettin alltaf sameiginleg fram a gangi og thegar madur fer a thau tha tharf madur ad skipta ur venjulegu inniskonum yfir i serstaka klosettinnisko. Svo ma madur alls ekki fara a inniskonum inn a herbergi. Eg gerdi thad naestum thvi adan med hotelmanagerinn a eftir mer og hann tok thilik andkof thegar ad hann sa i hvad stefndi en eg mundi eftir thvi i taeka tid. A kvoldin er svo buid um mann med dynum a golfinu sem eru ekkert serstaklega mjukar en eru kalladar futon a japonsku.

Ryokanid (nafnid a thessum hotelum a japonsku) i Kyoto var mjog litid og saett. Thad er rekid af 150 ara gamalli konu og syni hennar. Thau voru svo vinarleg og sonurinn var held eg eitthvad gaga en eiginlega vandraedalega nice. Gamla konan nadi Ernu rett fyrir ofan mitti og var bara furdugod i ensku. Sonurinn vildi ad eg skrifadi nidur nokkrar setningar nidur fyrir sig a islensku svo hann gaeti laert ad tala vid okkur. Thetta voru svona basic setningar eins og godan daginn, bless, velkomin aftur, sturtan er tilbuin ofl. Thegar vid komum svo heim um kvoldid og pontudum sturtuna (ein sturta a stadnum) tha hringdi hann voda katur og tilkynnti okkur a godri islensku :Sturtan er tilbuin...og sagdi svo thusund sinnum takk a japonsku....

Ja mikid fjor og aevintyri her en erum farin ad sakna ykkar a klakanum.

Sjaumst eftir nokkra daga....

Kv Hlynur og Erna Sif

sunnudagur, 16. september 2007

Helgin i Kyoto

Hae hae

Hofum att frabaera helgi herna i Kyoto med Kensuke vini minum fra Salamanca og Kyoko konunni hans.

Erum buin ad buna a thau endalausum uppsofnudum spurningum um Japan og sidina her, fara med theim a rosagoda veitingastadi sem hefdum aldrei getad farid a ein thvi allt er a japonsku og stadsetningin thannig ad vid turistarnir hefdum aldrei fattad ad fara thangad. Forum lika ut fyrir borgina med theim a bil upp i fjollin og til staersta vatnsins her i Japan. Kensuke var med miklar ahyggjur ad vid stora folkid possudum ekki i bilinn hans, sendi mer serstakt email thar sem hann spurdi hvad eiginmadurinn minn vaeri har adur en vid hittu thau til ad vera viss ad vid possudum nu i bilinn. Svo var bara nog plass i Toyotunni theirra:)

Forum i gaerkvoldi a klikkadasta sushistad sem hofum nokkurn timann farid a.
Fengum all you can eat sushi og all you can drink bjor og sake og fleiri drykki fyrir heilar 2000kr a mann. Bordudum grilladan al, smokkfisk, paste gert ur igulkerahrognum (hlynur smakkadi), fullt af gedveikum tunfisk og lax i sashami og sushi og endalaust af allskonar millirettum, supum, skrytnu eggjadoti o.s.frv.

Svo i kvold forum vid og fengum "japanska pizzu" sem er algjor steik. Botninn er ur eggjum og kali, thad er enginn ostur ofan a og einhver skrytin raud sosa ofan a botninum. Svo getur madur valid um nudlur, kal, majones, svinakjot og fleira ahugavert ofan a. Var nu alveg gott tho vaeri ekkert likt pizzu.

Svo er meiri Kyoto skodun a morgun, endalaust mikid haegt ad skoda herna af fallegum hofum og gordum og  aetlum ad reyna ad sja geishur i geishuhverfinu herna.
A thridjudaginn aetlum vid svo i Japonsku alpana og vonandi sjaum vid meira af theim en Mt Fuji. Vedurspain er amk miklu betri nuna fyrir fjollin...

Spurning dagsins: Hvad tharftu ad kunna morg takn i kanji (letrinu sem japanir nota) til ad teljast laes a japonsku???

Knus Erna

Ps: Mastersvornin min verdur midvikudaginn 26.sept i eftirmiddaginn svo ef ykkur bradlangar ad heyra um svitnun, hitastigsstjornun og vanstarfsemi aedathels hja kaefisvefnssjuklingum erud thid velkomin ad maeta og hlusta!!!

fimmtudagur, 13. september 2007

Ohaio kosai mas!

Jaeja hvad segist er bara rigning a klakanum.....
Fengum nu sma skerf af rigningu herna thegar vid reyndum ad sja heilaga fjallid. Mt. Fuji er semsagt notoriosly shy eins og stod i einum baeklingnum. Thegar vid vorum komin ad votnunum fimm eda Fuji go ko sem eru vid raetur Fuji tha var bara allt skyjad og fjallid hvergi sjaanlegt. Vorum svoldid vonsvikin en thad er erfitt ad stjorna vedrinu. Gistum samt a mjog fallegum stad med utsyni yfir vatnid. Akvadum ad breyta ferdaplaninu og drifa okkur til Nara naesta dag. Thetta gekk otrulega vel. Skroltum i thorpsstraeto i tvo tima upp og nidur fjoll og firnindi og komum loks ad litlum bae thar sem superexpress lestin stoppar. Hoppudum um bord og ferdudumst a ca 300 km/klst til Kyoto. Thadan var svo stutt ferd til Nara.
Nara er semsagt gomul hofudborg Japan med mikid af fallegum temples og shrines. Gegnum i 8 tima i dag og saum allt thad helsta i borginni. Her eru dadyr ut um allt i gordunum og mikid af fallegum gordum. Forum i magnadan gard i dag thar sem vid saum i fyrsta sinn i ferdinni alvoru Feng shui gard. Saum lika 15 m haa styttu af Buddha og klikkada japani ad reyna ad troda ser i gegnum holu a einum stolpa i temple til thess ad odlast mikla hamingju.
Vedrid var mjog gott i dag um 30 stig en rakinn er mikill herna sem gerir hitann svoldid erfidari.
Reynum yfirleitt ad borda japanskan mat herna en maturinn herna er otrulega sur. Oft er enginn matsedill a ensku og svo eru rettirnir yfirleitt til synis ut i glugga i plastutgafu. Tha tharf madur ad geta ser til um hvad er oni hverri supu og deigi. Sushi er samt mjog gott herna en ekki i hvert mal... Is med graenu te bragdi er mjog vinsaell, meira ad segja til Haagendazs med thessu bragdi herna! Erna var hugrokk ad smakka en fannst ekki beint gott...
Mjog fair tala ensku herna en allir eru svo vingjarnlegir en oft svo feimnir ad their thora ekki ad tala vid mann eda horfa a mann. Svo rombudum vid inn a litinn bar thar sem vid vorum adalathyglin. Toludum vid barthjoninn og vidskiptavini sem gatu rett svo babblad eitthvad a ensku. Samt hafdi barthonninn buid 3 ar i Californiu!
I dag stoppudu svo nokkrir unglingar okkur sem voru med tha verkefni i skolanum ad tala vid utlendinga og aefa sig i ensku. Fengum blad fra theim um verkefnid og svo voru teknar myndir og allt voda gaman.
A morgun forum vid til Kyoto en thar verdum vid med local guide um helgina en vinur hennar Ernu fra thi i Salamanca byr her og hann og konan hans aetla ad syna okkur thad helsta og fara med okkur a sushi stad ofl. Verdur orugglega frabaert ad fa local view a stadinn.
En nog i bili......
Sjaumst thegar vid naumst
KV H & E

mánudagur, 10. september 2007

Tokyo yeah baby yeah!

Hae allir saman
Erum stodd i Tokyo nuna. Alveg hreint otruleg upplifun ad vera herna. Hefur gengid mjog vel og hofum skodad otrulega mikid herna a tveimur dogum.
I gaer skodudum vid helstu hverfin herna med tvi ad taka undergroundid i allar attir. Mesta furda hvad thad gekk vel og thegar vid vorum alveg attavillt tha stoppadi alltaf einhver vinalegur japani og hjalpadi okkur. Forum m.a. til Shibuya thar sem vid saum fjolfornustu gatnamot i heima en um 2 milljonir manna fara thar um a hverjum degi. Fengum okkur sushi thar sem kokkurinn byr til matinn beint fyrir framan thig og forum upp a 52 haed i utsynisturni og skodudum naeturljosin i borginni.
I dag forum vid a fiskmarkad eldsnemma og saum alls konar kvikindi a bodstolum. Japanir vilja eta allt og thad tharf helst ad vera feitt, hratt og skritid...
Vorum ad enda vid ad koma af sumo glimu moti, en erum mjog heppin ad na thvi (byrjadi i gaer). Magnad ad sja thessar bollur allt upp i 200 kg hlussast a hvor adra...
Miklar seremoniur i kringum bardagana og erfitt ad skilja allar eins og thegar their rassskella sig o.fl...
A morgun forum vid svo til Mt. Fuji og planid er ad ganga a fjallid og svaedid i kring naestu daga.
Gemsinn okkar virkar ekki herna, their eru komnir med speisad kerfi og islenski gsm er bara drasl herna.
Ef thad er eitthvad tha er thad bara email eda blogg commentin
Fra Ernu...
Gudrun min, vid erum oll ein stor fjolskylda :)

Kvedja Hlynur og Erna Sif

föstudagur, 7. september 2007

Erna i Astraliu

Hae allir

Vildum byrja a ad thakka ollum fyrir skemmtileg comment a bloggid:)
Thad skiptir ollu mali ad vita ad einhver er ad lesa thetta, svo madur haldi afram ad skrifa!

Held ad Hlyns fjolskylda se nu mest dugleg, hvad er thetta min fjolskylda, enginn ad lesa???

Svo vid svorum nu Olofu Svolu, tha er 10 klst timamismunur a milli Cairns i Astraliu og Islands.
Svo nuna thegar klukkan er 10 um morgun hja okkur, tha er hun midnaetti hja ykkur a deginum a undan. Semse astaedan fyrir thvi ad eg missti 10 tima ur afmaelisdeginum!

Svo er Japan 9 klst a undan en vid erum a leidinni thangad a eftir!

Hofum att frabaera viku herna i Astraliu. Alltof stuttur timi audvitad en mikil nostalgia i gangi.
Forum strax i Woolies, uppahalds supermarkadinn okkar herna og keyptum okkur uppahalds morgunmatinn okkar (algjor synd ad se ekki til heima), uppahaldsnammid okkar herna, sura orma og gedveikar karamellur sem kosta heilar 50 kr pokinn.

Vorum i rauninni haestanaegd thegar morgunmaturinn var ekki innifalinn i hotelkostnadinum, attum ad borga 1500 kall a mann fyrir morgunmat a dag og mamma mia timdum thvi engan veginn. Keyptum thvi bara allar graejur i Woolies, mjolk, plastdiska og skeidar og bordudum upp a herbergi bestasta morgunmat i heimi!

Fyrirlesturinn og veggspjaldasyningin hja mer gekk bara vonum framar. Vorum enntha ad vesenast i fyrirlestrinum og breyta thvilikt innihaldinu alveg thar til daginn adur en helt hann.
Algjor steik, fundum eina villu i gognunum nefnilega sem rustadi ollu daeminu.
Allavegna, thetta reddadist og eg er bara fegin ad vera buin ad thessu!

Svo forum vid ad turistast i gaer, rosa gaman. Forum i the Atherton Tablelands sem er svaedi nalaegt Cairns med fullt af regnskogi sem er hluti af World Heritage Area. Var alveg frabaert ad vera uti ad labba i skoginum og litlar pokarottur, bush turkey og fleiri dyr ad tolta i kringum mann. Setjum inn einhverjar myndir enn ekki fyrr en komum heim held eg, sorry.

Allavegna, knus og kossar fra Astraliu!
Hlokkum til ad sja alla eftir 2 vikur heima...

Erna og Hlynur

þriðjudagur, 4. september 2007

Hlynsi ad chilla i Cairns

G’day mates!

Já, ekki grunaði mig að ég ætti eftir að koma aftur til Aussie svona fljótt aftur. Ótrúlegt hvað Ástralar eru vinarlegir og easy going. Að bera saman Egypta og Ástrala er bara ekki hægt held ég.
Við erum á mjög fínu hóteli hérna í Cairns og allt er í göngufæri. Erna hefur verið upptekin á ráðstefnunni frá því við komum og ég hef verið á fullu að skoða mig um. Komum hérna fyrir ca 3 árum síðan en vorum ekki svo mikið í borginni þá. Hér er ótrúlega mikið af japönskum og asískum túristum sem sést hvað best á því að við römbuðum inn í litla verslunarmiðstöð hérna rétt hjá og það var allt í asískum veitingastöðum og supermörkuðum og allt var skrifað með asískum táknum!
Fengum smá útrás í verslunum hérna fyrsta daginn og keyptum okkur aussie föt sem við höfðum aldrei efni á að gera þegar við vorum hérna seinast þannig að nú erum við algjörir surferar í billabong, ripcurl og quicksilver.....
Laugardagurinn var ansi erfiður fyrir okkur. Lentum snemma morguns og þurftum svo að vaka allan daginn til þess að komast á réttan tíma. Eftir það hefur gengið ágætlega en Erna hefur oft verið að vakna um 3 á nóttunni og haldið að væri kominn dagur.
Sunnudagurinn fór í chill hjá mér en það var fyrsti dagurinn hennar Ernu á ráðstefnunni. Um kvöldið fórum við svo á opnunarhátíð sem var mjög fjölmenn og skemmtileg. Fékk ég m.a. að hlusta á klukkutímafyrirlestur um svefn pokadýra og höfrunga sem var æsispennandi...
Í gær gekk ég svo í marga klukkutíma um grasagarðinn og aðra garða í kring. Sá m.a. skjaldbökur og fullt af fuglum.
Það er mikið fuglalíf hérna með fram strandgötunni og hef ég farið á hverjum degi að skoða pelikana, hegra, tjalda, einhvers konar kríur (miklu stærri en íslensku), svölur ofl ofl. Sá svo mjög skrítinn fisk skríðandi í drullunni þegar var fjara. Hann heitir held ég mudfish og getur verið ofansjávar í marga klukkutíma. Þetta er örugglega einhverskonar lungnafiskur en hef ekki skoðað það nógu vel.
Höfum ekki komist í að setja myndir ennþá inn á flickr síðuna en það stendur til bóta einhvern daginn.
Í dag er svo bara fiskitúr fyrir mig meðan Erna vinnur hörðum höndum...
Bið að heilsa
Hlynur

laugardagur, 1. september 2007

Aussies again:)

Hae allir

Eftir rumlega solarhringsferdalag fra London erum vid loksins komin i annad heimalandid, Astraliu:) Gatum varla haett ad brosa thegar vid saum Farmers Union iskaffi a flugvellinum i Darwin og vorum fljot ad kaupa okkur fernu af thessum edaldrykk sudur astrala!

Vorum svo ansi hress i morgun, lentum semse klukkan 8 eftir ad hafa ferdast i naerri 30 klst og skelltum okkur bara a baejarrolt. Fekk afmaelisgjof og alles a markadinum herna i Cairns.

Nu er klukkan um 3 a Astrolskum tima og vid erum baedi ordin ansi luin enda mid nott heima og i Bretlandi thar sem vid vorum sidast. Aetlum ad halda okkur vakandi til amk 9 samt svo thad er bara countdown!

Heimsottum Johonnu og Jimmy i Cambridge a milli allra flugferdagedveikinnar. Rosagaman ad koma loksins og heimsaekja thau. Cambrigde er algjort aedi, rosalega kruttlegur og vinalegur baer. Algjor andstaeda vid hina nett gedveiku London, amk thad sem vid kynntumst helst af henni i thessari ferd, thad er lestarkerfid og undergroundid. Alltaf stutfullt og stress i loftinu.

Hittum svo Beggu og Chris a kaffihusi i 2 tima i London adur en forum i flugid okkar og thad var lika rosagaman.

Minns atti svo afmaeli i gaer, algjor steik thvi afmaelisdagurinn var i heildina bara svona 14 timar, saxadist a hann i fluginu. Thurfti meira ad segja ad minna Hlyn a afmaelisdaginn thvi forum bara nyvoknud i fluginu a leid til Singapore og klukkan strax ordin 3 um eftirmiddag a afmaelisdaginn... Hmm nu skil eg hvernig theim sem eiga afmaeli a hlaupari lidur!

Mesta snilldin a afmaelisdaginn var transit i Singapore i 4 tima. Fyrst 3 kulur af gedveikt godum is, svo private jacuzzi fyrir okkur hjonin i serstoku Ferdacenter sem er a flugvellinum og svo aftur Milkshake thar sem keyptum isinn. Rosa gott ad hressa sig vid a milli thessa longu fluga med jacuzzi og sturtu:)

Takk fyrir allar afmaeliskvedjurnar!

Knus Erna (loksins ad blogga i ferdinni) og audvitad Hlynur ( sem langar bara ad flytja aftur i heimalandid sitt Astraliu)

mánudagur, 27. ágúst 2007

Luxor

Lifid i Luxor. Erum buin ad sja mikid af flottum hlutum herna og forum i loftbelg i morgun og saum solarupprasina sem var mjog falleg. Erum a agaetishoteli herna og adalatridid er rooftop pool med utsyni yfir Nil. Tetta var naudsynlegt vegna tess ad hitinn hefur farid uppfyrir 40 gradur herna. Vorum i skodunarferd i Valley of the Kings og Queens i gaer og hitinn for i 43 gradur. Crazy...
Fljugum hedan a morgun og forum til gamla goda Englands. Hittum Johonnu og Jimmy tar i tveggja daga stopover fyrir flugferdina til Cairns i Astraliu.
Allt gott ad fretta annars en erum ad verda ansi treytt a egypska matnum og svo er madur ekki latinn i fridi her i Luxor af solumonnum og leigubilstjorum.
Tessi menning er svo otrulega olik okkur og m.a. er otrulegt ad hlusta a baenakollin sem hljoma um alla borgina nokkru sinnum a dag.
Verd ad fara nuna. Erna er alltaf upptekin i tolvupostunum sinum tegar vid loksins komumst i internet tannig ad tid turfid ad thola roflid i mer i bili...
Bid ad heilsa heim
Kv Hlynur

laugardagur, 25. ágúst 2007

Luxor

Hae allir!!!

Erum stodd i Luxor en sidustu dagar hafa verid otrulega magnadir. Cairo var brjalud storborg eins og eg sagdi en Pyramidarnir og Egypska safnid var magnad ad sja. Flugum svo til Aswan i fyrradag og forum svo um nottina i logreglufylgd ad skoda Abu Simbel. Tar eru Temple of Ramses II og Temple of Nefertiti. Mognud temple og skritid ad vita til tess ad um 1960 voru tessi eldgomlu temple faerd ofar vegna tess ad tad var byggd stor stifla til tess ad staekka Lake Nasser sem n.b. er mjog stort! Keyrdum svo aftur til Aswan um eftirmiddag, saum Temple of Isis og chilludum svo um kvoldid. Lentum reyndar i aevintyri ad kaupa okkur lestarmida hingad, brjalud rod og allir ad trodast en Erna komst a endanum ad. Forum svo i siglingu a Nil i Felucca en tad var ekkert spes enda enginn vindur en gaman ad sja solsetrid. Maturinn herna er ad verda ansi leidigjarn og svo eru otrulega mikil laeti i umferdinni allan solarhringinn. Hitinn hefur verid yfir 35 stig alla daga en hofum Aircon i ollum herbergjum sem vid sofum i. Naestu dagar fara svo i ad skoda Luxor en her a vist ad vera mikid ad sja s.s. Valley of the Kings and Queens og temple of Luxor og Karnak.
Verdum ad segja til hamingju med afmaelid vid Sunnu Kristinu og gangi ter vel i skolanum!!!
Svo atti nu tengdamamma afmaeli 21. Til hamingju lika:)
Svo bidum vid spennt eftir nafni a litla fraenda hennar Ernu en skirnin er i dag.
Leidinlegt ad missa af tessu ollu en erum med ykkur i anda.
Bless i bili
Kv Hlynur og Erna

sunnudagur, 19. ágúst 2007

Egyptaland!!!!

Shalam alaikum...
Jaeja loksins finnum vid tima fyrir blogg. Erum buin ad vera busy fra tvi vid komum hingad a manudaginn. Kofunin hefur verid frabaer, mikid ad sja og allt mjog professional, guidarnir vinarlegir og med oryggid framar ollu odru. Erum buin ad kafa 10 kafanir og nanast enginn timi fyrir neitt annad en ad sofa og borda. Kofudum nidur ad flaki af skipi, Thistelgorme, sem var skotid nidur um 1920. Frabaer kofun. Hinar kafanirnar hafa verid frabaerar m.a. kofudum vid a einn besta kofunarstad i heimi i thodgardi sem heitir Ras Muhamad National Park a rif sem heitir Shark Reef og Yolanda Reef. Thar sokk skip um 1980 og vid saum klosett og vaska ut um allt a botninum. Thar var eitt mesta sjavarlif sem eg hef sed! Maeli med ad folk googli tetta og skodi!!!
Hotelid sem vid erum a er mjog flott og med aircon sem er algjort must herna enda vel heitt allan solarhringinn. Annars er Dahab mjog afsloppud borg og allir mjog chilladir enda hofum vid laert ad reikna med klukkutima auka ef einhver segist aetla ad gera eitthvad fyrir okkur.
Lagum i leti i dag vid sundlaugina og soludum okkur. Okkur datt svo i hug ad snorkla adeins i sjonum fyrir framan hotelid og saum bara fullt af fiskum og koral eins og vid vaerum i kofun.
A morgun er svo afslappelsi thangad til seinnipartinn ad vid forum til Sharm el Sheik og fljugum thadan til Cairo.
Cairo er vist mjog mikil storborg og einn kofunarguidinn okkar sagdi: Cairo is crazy man......
Svo vid erum vid ollu buin...
Bidjum ad heilsa ollum

Kv Hlynur og Erna Sif

laugardagur, 11. ágúst 2007

sætust!


Sjáið þið þessi hrikalegu krútt, Hlynur ekkert smá góður "frændi" og í miklu uppáhaldi hjá bæði Elísabetu Úu og Úlfi.

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

MS kind:)

Smá örpóstur til að segja

VEI VEI VEI VEI VEI
Mastersritgerðin er loksins tilbúin, Hlynur greyið eyddi gærkvöldinu í að gera lokayfirlestur og leita að lokakjánavillum, fann notabene nokkrar. Takk ástin mín:)

Atli sem vinnur með mér í svefninum tók að sér sama verk í dag fyrir hádegi, algjör snillingur að nenna þessu og svo fer ritgerðin í prentun eftir hádegi. Bara gleði að klára þetta!

Svo var ég að fá staðfestingu á því að visaumsóknin sem við Hlynur erum búin að bíða óþreyjufull eftir er loksins samþykkt. Getum því drifið okkur í viðtal hjá Ameríska sendiráðinu á Íslandi strax og við komum til baka úr ferðalaginu. Mikill léttir að þetta sé komið en pínkuböggur að ná ekki að fara í viðtalið fyrir ferðalagið...

Svo er bara áframhaldandi gleði hérna á spítalanum fyrir mig næstu daga: fyrirlesturinn fyrir Cairns engan veginn tilbúin og eftir að undirbúa MS vörnina. Semsé stuð og fjör eins og venjulega!

Var að setja inn teljara á síðuna svo getum fylgst með hvort fólk sé nú eitthvað að lesa þetta...

þriðjudagur, 31. júlí 2007

Heimsókn norður

Sjáið hvað minn er pabbalegur...
Fórum á Krókinn um helgina að heimsækja systur mína og sístækkandi fjölskylduna hennar.
Litli strákurinn hennar var orðinn 10 daga gamall í heimsókninni og algjört yndi. Stóri bróðir var líka voða góður og strax byrjaður að ýta litla bróður í vagninum sínum!

Við bíðum svo bara eftir nafngiftinni, vonandi verður snúllinn skírður bráðum. Ýmis falleg nöfn heyrðust um helgina; Geirmundur var auðvitað vinsælt (skíra eftir hinum fræga Skagstrandamanni), Erlendur Karl skoraði hátt og fleiri góð nöfn!!!

Annað af okkur að erum officially flutt í Garðabæinn og eigum 2 kisur!
Amk næstu 2 vikurnar...

Búin að fara með hrúgur af drasli í Sorpu og restina í hinar ýmsu geymslur foreldra okkar. Stuð og fjör í gær frá 8 um morguninn til 11 um kvöldið að flytja og þrífa. Mín ætlaði sjálf að bera sófann og rúmin út í kerru en komst að því að er meiri aumingi en hélt svo Þröstur var drifinn á fætur til hjálpar. Mæður okkar eru svo mikil kjarnakvendi svo að þær bara þrifu Sogaveginn hátt og lágt á 2 tímum á meðan við drösluðumst með restina af dótinu úr íbúðinni.
Algjörir snillar öll þrjú, takk æðislega fyrir hjálpina!


Knús Erna

föstudagur, 27. júlí 2007

Og ein af Hlyni með systrum sínum


Og nokkrar enn...






Aðeins fleiri myndir






Pabbi leiddi mig inn gólfið


Mömmur okkar voru svaramenn


Litla sæta sveitakirkjan


Fyrsta bloggið mitt á þessarri nýju, fínu heimasíðu okkar...

Ég stakk nú upp á að við skírðum síðuna ferðahjónin, hjón á ferd á flugi eða eitthvað álíka hallærislegt en Hlyni fannst það ekki mjög skemmtileg hugmynd. En nafnið sem valið var er amk eitthvað sem hægt er að muna þó það sé ekki fyndið....

Jæja brjálað að gera hjá okkur hjónakornunum. Búin að selja fína, rauða bílinn okkar og fengum bara rosafínt verð fyrir hann. Mun nýtast vel í deposit til að leigja íbúð í Philly og kaupa einhver falleg húsgögn úti. Síðasta vika hefur farið í mikla gleði að pakka öllu draslinu okkar og taka til í geymslum foreldra okkar svo við fáum að geyma kassa hjá þeim. Ekki kannski skemmtilegasta vinnan sem maður gerir en erum mjög þakklát að fá að geyma dótið í staðinn. Kostar formúgu að geyma svona í leigðu plássi!

Ætlum svo að skella inn myndalink með myndum úr brúðkaupinu og fleiru og linkum á hina bloggarana sem maður þekkir en þetta kemur allt í rólegheitunum.
Endilega kvittið svo fyrir komuna með smá commenti svo maður viti hver kíki:)

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Jæja nú er komið nýtt blogg um okkur hjónakornin!

Ætlum að hafa þetta sem ferðablogg og blogg fyrir dvölina okkar í Bandaríkjunum.
Framundan eru mikil ævintýri hjá okkur, tvær vikur í Egyptalandi, vika í Ástralíu og tvær vikur í Japan ásamt nokkurra daga viðkomu í Bretlandi á milli heimsálfa...
Sumir myndu segja að þetta væri nett geðveiki en við erum mjög spennt.
Við ætlum semsagt að kafa í nokkra daga í Rauða hafinu og ganga á Mt. Sinai. Svo ætlum við að reyna að sjá aðalatriðin svo sem Pýramídana í Giza, Valley of the Kings og Temple of Karnak í Luxor og að endingu að sjá Temple of Ramses II. Svo förum við til Bretlands og hittum þar Jóhönnu og Jimmy í tvo daga.
Svo er komið að Ástralíu. Hlakka mikið til að heimsækja heimaland nr. 2 aftur. Erna svefnsnilli er semsagt að halda erindi á ráðstefnu og ég verð bara í chillinu. Ráðstefnan er haldin í Cairns en við heimsóttum þessa borg fyrir ca. 3 árum. Ætlum þó að skoða eitthvað meira núna ef það er frí hjá Ernu inn á milli.
Svo er komið að Japan. Mikil tilhlökkun fyrir þennan hlut ferðarinnar. Japan er svoldið óskrifað blað fyrir okkur og verður gaman að upplifa það. Ætlum að skoða Tokyo og Kyoto og allt þar í kring, ganga á Mt. Fuji (verður ábyggilega frábært!!!) og svo ætlum við að skoða afskekktari hluta Japan sem kallast The Japan Alps. Þar ætlum við í göngur og liggja í onsen (heitum hverum) og slaka á.

Semsagt mikið framundan. Förum út 13. ágúst og komum aftur heim 22. september.
Verðum þá heima í ca. 2 - 3 vikur og svo er komið að Bandaríkjunum 5. október.

Ciao Hlynur og Erna Sif