þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Stoltir Íslendingar!!!

Komumst að því fyrir tilviljun að það ætti að sýna "Heima" heimildar/tónlistarmynd með Sigurrós hérna í International House sem er rétt hjá okkur. Vorum að koma heim af sýningunni og erum alveg dolfallin! Þetta var algjörlega frábær mynd. Við ætluðum að vera ansi tímanlega í því og mættum 20 mín í sýningu og vissum ekkert hvernig salur þetta væri. Svo þegar á hólminn var komið var allt gjörsamlega pakkað í ansi stórum bíósal. Við náðum að redda okkur sætum í sitthvoru lagi meðan salurinn fylltist algjörlega. Fólk sat út um allt m.a. á gólfinu fyrir framan tjaldið. Áður en myndin byrjaði þá sagði sýningarstjórinn að hann hefði aldrei séð svona marga inní þessum sal. Ef ég ætti að giska þá voru 300-400 manns þarna.
Svo byrjaði myndin og maður var eitthvað svo stoltur af því að vera frá skerinu. Hef bara aldrei áttað mig almennilega á því hvað Sigurrós er orðin þekkt hljómsveit um allan heim.

Já það var gaman að reyna að setja sig í spor fólksins sem var í kringum mann og reyna að skilja þetta land, þessa tónlist, litlu þorpin, lopapeysurnar, jöklana, skrítnu enskuna sem hljómsveitin talar og marg fleira....
En á endanum var maður bara hálf dáleiddur af því hvað landið okkar er sérstakt!

Þegar myndin var búin þá var mikið klappað og ég hlustaði eftir því hvað fólk var að segja í kringum mig. Heyrði t.d. eina stelpu segja eitthvað á þessa leið: I never say this about movies but this movies was soooo beautiful!

Held að þessi mynd hafi farið vel í alla sem á horfðu og hafi líka verið eins góð landkynning eins og hægt er að hugsa sér.

Svo var frábært að sjá aðeins í pabba í Kvæðamannakórnum og svo Beggu og Hlyn á tónleikunum í Minni borg!

Á morgun förum við svo til New York. Vonandi komumst við í öllum ferðamannastraumnum sem er yfir Thanksgiving helgina.

Bestu kveðjur til eldgömlu ísafoldar

Hlynur og Erna Sif

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður bara skammast sín fyrir að hafa ekki séð myndina!

Nafnlaus sagði...

Ég á líka eftir að sjá hana *blush*

Hafið það rosalega gott í Njú Jork..

knús frá öllum... Smári Þór er 4 í dag.. :)

Nafnlaus sagði...

Hæ! Já ég var einmitt búin að frétta að ég væri í myndinni og ég á enn eftir að sjá hana! Þarf greinilega að drífa mig :)
Knús til ykkar...kveðja frá Beggu G