Hæ
Þá erum við komin aftur til Philly eftir frábæra ferð til stórborgarinnar New York.
Það gekk bara fínt að komast á milli en það var ansi mikið af fólki að ferðast yfir þessa helgi.
Fengum að gista í frábærri íbúð hjá Thelmu og útsýnið var ekki af verri endanum, Frelsisstyttan blasti við út um gluggann!
Svo eyddum við dögunum í að baða okkur í stórborgarbrjálæði og sáum margt og mikið en samt ekki nærri því allt sem við vildum. Gengum yfir Brooklyn Bridge, fórum í Central Park, fórum í rútuferð um Harlem, fórum í brjálæðið á Times Squire, sáum útsýnið frá Empire State, röltum um Soho, hittum Snorra líffræðing í kaffi, sáum FM Belfast á tónleikum, djömmuðum með Thelmu, borðuðum Sushi, hammara, new york pulsu (vond!), hittum Bo í brunch, gengum um Battery Park, borðuðum í Chinatown, versluðum í brjálæðinu á Black Friday......og endalaust meira!
Komumst því miður ekki á Broadway sýningu vegna verkfalls handritshöfunda en New York fær örugglega að sjá okkur aftur meðan við dveljum hérna og þá vonandi komumst við á Lion King sýninguna á Broadway.
Erna fer til Deautchland á miðvikudaginn á ráðstefnu og ég verð í stuðinu hérna í Philly á meðan.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 25. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að heyra að New York helgin hafi verið skemmtileg! Þið hafið ekki rekist á "Turducken" á einhverjum veitingastaðnum? Mér skilst það sé nýjasta tíska í USA. Sem sagt kalkúni sem er fylltur með úrbeinaðri önd sem er fyllt með úrbeinuðum kjúkling! Lots of meat, man! Fáum við að sjá myndir úr tískuborginni á flickr?
bleee....
væri til í að sjá Turducken.. kannski maður fari í tilraunagírinn fyrir gamlárskvöld !!! hahaha
Skrifa ummæli