þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Kindablogg

Smá blogg frá kindinni loksins!

Höfum það mjög gott hérna í Philly, tókum því rólega um helgina til tilbreytingar.
Vorum voðamenningarleg og heilsuhraust á föstudaginn þegar við röltum í listasafnið (30 mín ganga) og hlustuðum á jazztónleika og skoðuðum aðeins safnið. Þurfum samt að fara aftur því safnið er risastórt og við náðum bara að skoða smá brot áður en lokaði. En tónleikarnir voru skemmtilegir...

Svo hætti ég mér til bandarískrar hárgreiðslukonu á laugardaginn, var skíthrædd um að koma út appelsínugulhærð eftir slæma reynslu af áströlskum klippurum en circa 4 tímum seinna var ég bara nokkuð sátt. Ok svoldið lengi að þessu en gerði þetta bara nokkuð vel. Jafnast auðvitað ekkert á við Ísland og frú Ágústu sem hefur klippt hárið mitt í 10 ár eða svo en allavegna...

Svo fórum við í búðarrölt á sunnudeginum og versluðum vetrarjakka og húfu á Hlyn því það er orðið ansi kalt hérna, sérstaklega á morgnana. Hefur ekki farið niður fyrir frostmark ennþá en á víst að vera kaldara um helgina. Veðrið hérna er nú samt furðu þægilegt. Þó það sé kalt þá vantar yndislegu úrkomuna (það er rigning, slydda, snjór, él etc) og hið sískemmtilega rok sem einkennir klakann góða. Því er bara fínt að klæða sig vel og arka af stað.

Er annars orðinn algjör ameríkani. Arka í vinnuna á hverjum degi og stoppa alltaf við á kaffistaðnum "okkar" og fæ mér take-away kaffi sem ég drekk í vinnunni. Stelpan sem afgreiðir á morgnanna er orðin ansi vinaleg við bæði mig og Hlyn sem er svo góður að rölta stundum með mér á morgnana.
Svo er Starbucks hérna algjör snilld, ekki bara kaffið heldur Strawberry and Cream Frappucino, segi ekki meir en að þetta er himnesk uppfinning.
Ef þið komið í heimsókn, skal ég splæsa svona á ykkur...

Svo er flutningadagur á fimmtudaginn, Hlynur fær semsé að eyða deginum í að flytja allt draslið okkar upp um 2 hæðir (það er lyfta sem betur fer) og ég hjálpa honum eftir vinnu.
Verður gott að vera komin í íbúðina sem við verðum í út árið hérna, meira skápapláss, fleiri gluggar, með einu svefnherbergi (ekki studíó eins og núna) og svo aðaltouchið lítið aukaherbergi sem gestir geta gist í!
Önnur gleði við að flytja verður að þá getum við loksins fengið okkur heimasíma. Prófuðum skype headset og hringdum þannig heim en minns vill bara alvöru síma sem hægt er að hringja í og úr án skruðs! Setjum heimasímann á síðuna þegar hann er kominn inn!

Erum svo mjög spennt fyrir Thanksgiving helginni sem er eftir eina og hálfa viku. Þá er 4 daga frí í vinnunni og við ætlum upp til New York:)
Ætlum að heilsa upp á Thelmu vinkonu sem býr þar og svo auðvitað öll major attractionin; Frelsisstytta, Empire State Building, Times Square, Soho etc og svo auðvitað versla.... Föstudagurinn eftir Thanksgiving Day er kallaður Black Friday hérna og þýðir basically að allar búðir hafa crazy afslætti og allir verða bilaðir. Veit ekki hvort maður endi bara á að standa og horfa á geðveikina eða hendi sér út í þetta, kemur í ljós...

En nóg í bili, takk fyrir öll kommentin, gaman að vita að þið eruð að fylgjast með:)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman í Philly... Fylgist alltaf spennt með fréttum að Westan. Passið ykkur elskurnar mínar á útsöluóðum Könum.
Knús AE

Asdis sagði...

Þú virðist vera að aðlagast lífinu vel þarna, Erna. Gaman að heyra það. Gangi ykkur vel með flutningana í dag! Frábærar myndir frá Japan inni í flickr! Geggjað að sjá þær svona snemma morguns í vinnunni :)