sunnudagur, 18. nóvember 2007

Nýja íbúðin!

Jæja þá erum við komin í nýju íbúðina.

Flutningurinn gekk bara vel en tók þó meirihlutann af deginum. Sem betur fer þá fluttum við milli hæða í sömu byggingunni og ég þurfti að fara ansi oft með lyftunni upp og niður. Ætlaði svo að bíða með stóru hlutina þangað til Erna kæmi heim úr vinnunni en fékk á endanum hann Tasso vin okkar til að hjálpa mér að bera stóru hlutina upp Ernu til mikillar gleði. Tasso er semsagt grískur strákur sem býr hérna í byggingunni og hann var bara ánægður að hjálpa "fellow european"!

Nýja íbúðin er bara frábær. Hún er miklu bjartari og er á fjórðu hæð með fínu útsýni. Svo er fínt aukaherbergi og svefnherbergið er rosa stórt.

Erum búin að vera róleg um helgina. Fórum á risasafn í dag sem var eiginlega svona alhliðafræðslu og vísindasafn. Gengum í gegnum risahjarta, fórum í IMAX bíó og sáum mynd um forsöguleg sjávardýr, fórum í Planetarium og lærðum aðeins meira um stjörnuhimininn. Held að við verðum að fara aftur með þær systur Ólöfu Svölu og Sunnu Kristínu þegar þær koma í heimsókn! Algjör krakkaparadís...

Svo er það bara New York næstu helgi og svo skilur Erna mig aleinan eftir hérna helgina eftir það þegar hún skreppur á ráðstefnu í Þýskalandi...

Bestu kveðjur

Hlynur og Erna

2 ummæli:

Asdis sagði...

Til hamingju með flutninginn :) Mér líst mjög vel á þetta safn. Var einmitt að spá í hvort maður ætti ekki að skella sér með fjölskylduna á safnatúr í DC líka!!

Nafnlaus sagði...

Þið verðið svo að setja inn myndir af nýju íbúðinni á flickr-ið :)