miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Kominn tími á smá blogg

Jæja það er varla tími fyrir blogg þessa dagana enda mikið fjör í gangi í Philly.

Sigga er búin að vera hjá okkur síðustu vikuna og búið að vera frábært að hafa hana í heimsókn. Erna hitti hana í New York síðasta fimmtudag og þær voru í tvo daga að dandalast um borgina.



Svo tók ég lestina á laugardeginum og við fórum saman á Lion King show á Broadway. Það var alveg mögnuð upplifun!
Á sunnudaginn fórum við á ströndina í Cape May eins og venjulega. Sjórinn er loksins orðinn þolanlega volgur og við fórum alveg útí í fyrsta skipti í sumar.
Erna og Sigga hafa svo verið að skoða borgina og mollin síðustu daga.
Í gær hittum við Svan, sem er að stúdera í Rutgers University í New Jersey en hann átti leið um Philly og hafði frétt af okkur hérna. Við fórum auðvitað á uppáhaldsstaðinn okkar, New Deck Tavern. Hér erum við á góðri stund.



Sigga fer á morgun og framundan er löng helgi þar sem það er Labor Day á mánudaginn.

Svo já, allt í gangi en skulum vera duglegri að skrifa núna!

Knús
Hlynur og Erna

sunnudagur, 17. ágúst 2008

Princeton og ströndin

Þá er kominn tími á smá blogg.

Það var gott að endurheimta konuna í síðustu viku og fá íslenskt góðgæti eins og flatkökur, hangikjöt, pulsur, harðfisk og fullt af íslensku nammi!

Á föstudagskvöldið fórum við í bíó á Batman myndina. Við vorum ekkert mjög hrifin, allt í lagi mynd en óþarflega langdregin.

Í gær skelltum við okkur í heimsókn til Völlu og Geirs í Princeton í New Jersey. Við kynntumst þeim fyrir algjöra tilviljun þegar Valla sá tvo hávaxna ljóshærða með Cintamani bakpoka í lestinni og dró réttar ályktanir. Geir er semsagt í Princeton háskólanum og Valla er í Drexel sem er hérna rétt hjá okkur.
Princeton er mjög skemmtilegur bær, við fórum í göngu um bæinn, sáum campus, miðbæinn og canal sem rennur þarna í gegn. Hérna erum við upp í klukkuturni með gott útsýni yfir bæinn.



Princeton er mjög fallegur bær og gæti varla verið ólíkari Philly en í Princeton búa ekki nema 30.000 manns og allt er mjög lítið og vinalegt. Enduðum svo daginn á því að fara út að borða á mjög góðan ítalskan stað sem er í uppáhaldi hjá þeim.
Hér er svo mynd af kagganum sem var leigður fyrir daginn.



Í dag fórum við svo á ströndina í Cape May. Það er víst óvenju "svalt" þessa dagana en okkur fannst hitinn fullkominn í dag, um 28°C.
Það var fínt að chilla á ströndinni, lesa og njóta veðursins.
Framundan er svo næsta hrina af heimsóknum. Sigga systir Ernu kemur á fimmtudaginn í þessarri viku og svo kemur Raggi í byrjun september.

Þannig að það er áfram stuð og fjör í Philly:)

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Grasekkillinn skrifar



Já kallinn er einn heima þessa dagana meðan Erna spókar sig um á Íslandi. Ég hef það nú bara fínt, tók mér frí í dag í vinnunni og fór á kanó á Pine Barrens svæðinu í New Jersey. Það var magnað hvað var hægt að komast langt frá allri byggð þarna og njóta náttúrunnar í þéttbýlasta fylki Bandaríkjanna. Ég sá nokkur dádýr, skjaldbökur og svo sá ég nokkra fugla sem ég hafði ekki séð áður. Þar var American Redstart flottastur en svo voru nokkrir aðrir flottir eins og Common Yellowthroat en hann er eins og með grímu yfir andlitinu.
Kíkið á myndir hér: http://en.wikipedia.org/wiki/American_Redstart
http://en.wikipedia.org/wiki/Common_Yellowthroat



Annars var þetta frábær ferð, ótrúleg kyrrð og náttúran mjög falleg þarna.
Það var bara í kaldara lagi í dag, undir 30 gráðunum sem er víst bara treat hérna í ágúst.



Jæja hef ekki mikið meira að segja í bili

Kveðja

Hlynur