þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Grasekkillinn skrifar



Já kallinn er einn heima þessa dagana meðan Erna spókar sig um á Íslandi. Ég hef það nú bara fínt, tók mér frí í dag í vinnunni og fór á kanó á Pine Barrens svæðinu í New Jersey. Það var magnað hvað var hægt að komast langt frá allri byggð þarna og njóta náttúrunnar í þéttbýlasta fylki Bandaríkjanna. Ég sá nokkur dádýr, skjaldbökur og svo sá ég nokkra fugla sem ég hafði ekki séð áður. Þar var American Redstart flottastur en svo voru nokkrir aðrir flottir eins og Common Yellowthroat en hann er eins og með grímu yfir andlitinu.
Kíkið á myndir hér: http://en.wikipedia.org/wiki/American_Redstart
http://en.wikipedia.org/wiki/Common_Yellowthroat



Annars var þetta frábær ferð, ótrúleg kyrrð og náttúran mjög falleg þarna.
Það var bara í kaldara lagi í dag, undir 30 gráðunum sem er víst bara treat hérna í ágúst.



Jæja hef ekki mikið meira að segja í bili

Kveðja

Hlynur

3 ummæli:

Árni Theodór Long sagði...

Erna þín fær fylgd Árnans til New York. Ég gæti hennar vel, þessar flugvélar eru svo hættulegar.

Árni Theodór Long sagði...

Reyndar fer ég með vini mínum sem er flugþjónn og stoppa yfir eina nótt en hin sagan er samt skemmtileg. Ég verð að minnsta kosti samferða Ernu.

Hlynur og Erna Sif sagði...

Mikið ertu góður mágur. Ég treysti á þig að koma henni til NY, engin pressa!

Njóttu stóra eplisins vel og gerðu ekki eitthvað sem ég myndi ekki gera...