Já það er mikið búið að brasa síðustu vikurnar og höfum við varla haft tíma í blogg eða að setja inn myndir á flickrið en það kemur allt saman.
Við fórum á frábæra tónleika með Coldplay í gær og erum varla komin á jörðina ennþá! Það var brjáluð stemming en Wachovia Center var pökkuð þúsundum manna.
Þeir spiluðu nýju plötuna sem við erum búin að hlusta á síðasta mánuðinn og er alveg frábær plata. Svo komu nokkur gömul og hef ég aldrei heyrt jafn miklar undirtekir hjá áhorfendum þegar þeir tóku Fix you en gjörsamlega allir sungu með og höllin titraði!
Chris Martin var algjörlega magnaður, þvílík orka í manninum, hljóp, dansaði (ef dans mætti kalla) og trylltist á píanóinu inn á milli allan tímann.
Svo var mjög flott þegar öll hljómsveitin hljóp í gegnum áhorfendur og fór alveg aftast í salinn þar sem var míkrafónn og tóku eitt lag þar innan um áhorfendur sem ætluðu alveg að ganga af göflunum.
Já þetta var þvílík upplifun og þið getið upplifað smá með því að kíkja á þennan link:
http://www.coldplay.com/newsdetail.php?id=83
En þar er brot af einu lagi þar sem allir sungu hástöfum með.
Hér er svo myndband af Fix You, nær ekki alveg söngnum hjá áhorfendunum en það er brill að sjá Chris Martins dansa!
Jæja nóg í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
laugardagur, 26. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vááááááááá
Smá afbrýðisemi hérna. Chris Martin er brill og mér finnst danstjáningin hans fitta bara mjög vel við lagið. Það er ekkert hægt að dansa eitthvað fallega við þetta, maður verður bara að hrista sig og hoppa eins og maður mögulega getur!
Skrifa ummæli