Jæja þá erum við komin með íbúð sem okkur líst bara vel á. Eftir nokkrar skoðanir á vægast sagt shabby stöðum og svo líka mjög dýrum stöðum þá fundum við góða íbúð og vorum reyndar mjög heppin að fá hana því hún hafði ekki verið auglýst ennþá.
Þetta er semsagt í íbúðarcomplexi með dyravörslu og gymmi (frekar lítill salur...) en besti parturinn er að þetta er mjög nálægt vinnunni hennar Ernu og svo er þetta líka í University City sem er miklu vinalegra hverfi en við erum í núna. Verðum reyndar að fara í litla stúdíóíbúð fyrstu vikurnar vegna þess að íbúðin losnar ekki fyrr en í nóvember en það er ekkert mál.
Fórum í Ikea í dag í annað skipti og versluðum bara allt heila klabbið þarna, ekkert smá skrítið að eyða deginum í Ikea og versla heila búslóð á heilu bretti allt frá ostaskera, rúmi, sófa og upptakara...
Ég er ekki að grínast en við vorum þarna inni í MARGA klukkutíma og á einum tímapunkti sagði ég við Ernu fleyg orð sem ég heyrði einu sinni útí bæ : "Ég held að ég sé að deyja inní mér....."
En eftir smá pittstopp í kaffiteríunni þá hélt leikurinn áfram og við náðum að kaupa allt að ég held.
Í gær fórum við í bíó og fundum engin almennileg, stór bíó í nágrenni við okkur og við erum í miðbænum hérna!!! Fann loksins eitt á netinu sem var með fjórum litlum sölum. Ég er að meina svona Keflavíkurlitla sali.... (sorry Óli hennar Guðrúnar...)
Bíóið hét The RITZ EAST og við sáum mynd með Gogga trúð sem heitir Michael Clayton.
Mjög góð mynd og mæli með henni.
Í þessu bíói er selt popp og kók eins og í öllum venjulegum bíóhúsum og við vorum að maula þetta í notalegheitum og ég tók eftir fínni frú sem sat við hliðina á mér og var alltaf að gjóa augunum á okkur. Svo þegar myndin var búin þá stóð hún upp og skammaði mig fyrir að borða popp, þetta væri sko THE RITZ en ekki eins og hvert annað bíó.....
Mér fannst þetta bara svo fyndið að ég brosti bara að þessu enda verið að selja popp og kók þarna. Þessi kona var semsagt eitthvað upp með sér að horfa á bíómynd at the RITZ! Snobb, hef bara aldrei skilið það...
Á morgun ætlum við að fara í dagsferð í Lancaster County og sjá hvernig Amish og mennónítar hafa það. Erum búin að vera mjög dugleg þessa fyrstu viku og erum komin með ansi góðan púls á borginni og það verður gaman að sjá eitthvað annað en borgarlífið hérna.
Ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili...
Hlynur og Erna
laugardagur, 13. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Til hamingju með íbúðina - þetta hljómar vel! Knús frá okkur öllum.
Ahahahahahahahaha hvað ég skil þig vel með IKEA... snilldarfrasi, lýsir þessu mjög vel :)
Mikið er gott að þið hafið fengið góða íbúð.
Kreistur frá öllum.
Hvenær komið þið heim ??
Ég sakna ykkar svo mikið.
Hjálp.. (smá að stríða)
Ég og Smári Þór fengum úr um daginn. Ég fékk svona HelloKitty úr og Smári Þór fékk Spiderman úr.
Mér gengur vel í skólanum, mér finnst mest gaman að vera í sundi.
Ég er búin að læra fullt af dönsum og ég ætla að verða eins dugleg og þið.
Bestu kveðjur, Lóa Sjöfn
Til hamingju með að vera búin að finna góða íbúð :-) Þið eruð góð að meika það heilan dag í Ikea til að kaupa *allt*. Hjá mér er hámarkið 1 1/2 klst. Þá bara fer maður að ganga aðeins af göflunum.
*knús* frá öllum á Borgó.
Hlökkum til að koma í heimsókn í janúar og sjá allt fallega IKEA dótið. Vissu þið að í virtu neytendablaði í Svíþjóð var IKEA ostaskerinn valin sá besti í heimi, ekki amalegt að eiga svoleiðis ;)
Kveðja
Bryndís og Haukur
Til hamingju með íbúðina! Gott að allt gengur vel hjá ykkur.
Ólöf og Siggi
Nákvæmlega Hlynur, prófaði að fara í Ikea um daginn í um klukkutíma og dó næstum því en heill dagur er alveg til að ganga frá manni :) En hvað um það, gaman að eyða peningum. Eruð þið annars búin að fá ykkur dunkin donuts í morgunmat? Maður verður jú að vera alvöru kani ef maður ætlar að vera þarna á annað borð...
Gleymiði dunkin (sorrý Andrea!), Krispy Kreme er málið! www.krispykreme.com Þegar kveikt er á skiltinu Hot Now fær maður þá nýbakaða og heita beint úr ofninum. Þorri tapaði sér og hefði farið langt með heilt dúsín ef foreldrarnir hefðu ekki verið staðfastir ;-).
innlega til hamingju med buslodina! splaistu nu a mig smsi svo eg fai us numerid thitt..xx..telma
ps. eg flyt i stairri ibud eftir manud..:)
Ég dey inní mér eftir 20 mín. Í IKEA. Til hamingju með íbúðina.
Knús og kossar...
Árni Th. Long
Skrifa ummæli