þriðjudagur, 23. október 2007

Flatskjárinn!!!


Auðvitað keyptum við flatskjá!!! 32" á klink!!!
Svo kom cable guy og var frekar sorry yfir því að við værum í gömlu húsi þannig að við fengjum bara basic cable. Ég komst svo að því að það væru aðeins 63 stöðvar en eftir áramót verður tengingunni breytt í digital og þá getum við fengið endalaust af stöðvum!
Held samt bara að basic cable sé nóg fyrir okkur.
Síðasta helgi fór í að klára að koma okkur fyrir hérna. Fórum í matvörubúðina og keyptum allt í matinn og keyptum líka þetta fína sjónvarp.

Á sunnudaginn fórum við í gönguferð með gönguklúbb sem er starfræktur hérna í Philly. Vorum náttúrulega langyngst en þetta var mjög skemmtileg ganga og ótrúlegir haustlitir þar sem við vorum að ganga. Þetta var 18 km ganga og tók allan daginn. Við höfðum ekki undan að segja fólki frá Íslandi og fengum mikið af góðum ráðum um göngur og fleira í nágrenni við borgina. Fólkið var ótrúlega vinarlegt og hresst.
Fórum líka í Valley Forge um helgina en það er staður sem George Washington hershöðingi hafði vetrardvöl með The continental army. Ameríkanarnir eru mjög hrifnir af sögunni sinni og var gaman að sjá eitthvað af henni.

Skiluðum loksins bílnum sem við erum búin að hafa á leigu síðan við komum hingað. Er búið að vera frábært að hafa bíl til þess að skoða íbúðir og versla húsgögn og fleiri nauðsynjar en við vorum alveg að verða vitlaus á að finna bílastæði í kringum nýja staðinn. Og traffíkin hérna getur verið svakaleg. Gerði þau mistök einu sinni að vera á ferðinni á föstudagseftirmiðdegi og var fastur þar í hálftíma.
Fórum líka 2 mílur á hraðbraut um helgina á klukkutíma áður en hnúturinn leystist.

Ætlum að skrá okkur í samtök hérna í Philly þar sem við getum leigt bíla fyrir lítinn pening þegar við þurfum. Ef við myndum kaupa okkur bíl þá yrði það allt of dýrt vegna trygginga og bílastæða. Annars er bensínið hérna grátlega ódýrt, gallonið (3,7 l) kostar tæpa 3 dollara!!!

Annars líður okkur mjög vel hérna í University City. Erna gengur í vinnuna og ég er byrjaður í gymminu. Annars er bara að bíða eftir umsókninni minni og vona það besta.

Setti inn nokkrar myndir frá helginni á flickr síðuna okkar, endilega skoða.

Ciao

Hlynur og Erna Sif

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, og til hamingju með nýja flatskjáinn! Og vá hvað bensínið er ódýrt þarna :O annað en hjá okkur hihihi.

Sakna' ykkar :(

-ÓlöfSvala

Asdis sagði...

Það eru samt ekki mörg ár síðan gallonið var á rétt um 1 dollar! Og kanarnir kvarta í gríð og erg og endalaust yfir háu bensínverði. Erðanú..
Til hamingju með nýja sjónvarpð :) Við verðum að öfundast út í ykkur í bili með gamla hlunkinn okkar.

Nafnlaus sagði...

Nú getið þið horft á sjónvarpið allan sólarhringinn, hehe!