Hæ allir
Loksins blogg fra Ameríkukindinni. Búin að vinna núna í 3 daga hérna og líst mjög vel á allt saman. Fyrsti dagurinn fór svosem aðallega í pappírsvesen og það mun taka næstu vikurnar að komast inn í kerfið hérna. En ég er komin með voðafína tölvu og aðstöðu og strax búin að fara á nokkra fundi. Þannig að boltinn er farinn að rúlla...
Svo er Hlynur búinn að vera þvílíkt duglegur, ekkert frí hjá honum þó hann sé ekki í formlegri vinnu. Er búinn að vera sveittur að redda okkur gsm símum, senda inn umsókn um vinnuleyfi, skoða íbúðir, húsgögn og endalaust fleira.
Draslsíminn minn virkaði ekki einu sinni hérna, orðinn of gamall greyið. Þannig að ef einhver reyndi að senda mér sms, þá nota bene fékk ég það ekki... Er núna kominn með nýjan fínan rauðan Nokia síma sem kostaði heila 40 dollara eða um 2400 kr!
Hlynur skoðaði eina íbúð áðan sem honum leist vel á, 1 herbergja íbúð staðsett á háskólasvæðinu, er um 1 km í vinnuna mína, bíó og súpermarkaður nálægt, fullt af veitingastöðum, Starbucks, gymmið og bara allt sem þú vilt í göngufæri.
Förum að skoða aftur á morgun saman og vonandi gengur það allt saman upp.
Vorum búin að skoða nokkrar saman og hann fleiri einn og allt var annaðhvort flott og allt of dýrt eða ömurlegt á verði sem sleppur. Svo vorum orðin pínkusvartsýn á þetta en vonandi er þessi íbúð sem hann sá áðan bara málin. Erum líka með fleiri sem eigum eftir að skoða á morgun og um helgina
Fórum svo í Ikea áðan, allt helmingi ódýrara en heima og hugsa að við verslum bara alla búslóðina þar. Amk allt nema rúm, veit ekki alveg með Ikea rúmin, á einhver svoleiðis og getur mælt með ákveðinni týpu???
Þannig að lífið í augnablikinu er svoldil steik, ef ekki að vinna, þá skoða íbúðir og húsgögn eða sofandi. Verður gott þegar erum orðin meira settluð og getum farið að njóta staðarins betur og kynnast skemmtilegu fólki og svona...
Knús frá Philly
Erna Sif og Hlynur
miðvikudagur, 10. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Eins gott að það sé pláss fyrir stóra flatsæng á gólfinu í eins herbergis íbúðinni ;-) Það er náttúrulega mjög hentug staðsetning fyrir ykkur, að vera með allt svona bara við þröskuldinn, næstum því! Vona að það gangi upp.
Knús frá alle sammen. Við söknum ykkar strax.
Skodum bara ibudir sem leyfa gestum ad gista og eitt stykki stor flatsaeng kemst fyrir i stofunni!!!
Knus Erna
Hæhæ Erna og Hlynur, gaman að lesa fréttir af ykkur :) Gott að ykkur líst vel á þetta allt saman og já alltaf óþægilegt að vera svona í lausu lofti og redda hlutum..en þið verðið búin að koma ykkur fyrir áður en þið vitið af...
Hafið það gott
Kveðja frá Beggu G
Skrifa ummæli