föstudagur, 26. október 2007

Daglegt líf í Powelton Village

Hæ!
Jæja nú er aðeins farið að kólna hérna í Philly. Það er víst búið að vera hitamet hérna í október og við höfum notað loftkælinguna svoldið síðan við komum hingað. Hitinn hefur verið um 20-30°C síðan við komum en í gær var hitinn held ég um 12°C sem var svipað og heima. Það er líka búið að rigna svoldið en ekkert mál að ganga um með regnhlíf hérna annað en heima í rokinu.

Við erum rosa ánægð með staðinn sem við búum á. Kerfið sem hitar/kælir íbúðina virðist líka vera mjög gott en það á eftir að reyna á það þegar fer að kólna hérna.

Svo er fínn líkamsræktarsalur niðri sem við notum, veit nú ekki hvort maður verði einhver Magnús Ver en maður heldur sér allaveganna í formi.

Ég er búinn að lenda í því nokkrum sinnum hérna að fólk heldur að ég sé 19 ára!!!
Okay ég veit að það er betra að vera unglegur heldur en hrukkóttur en 19....
Ég vissi ekki að ég væri svona mikið babyface!
Yfirleitt hefur fólk annað hvort séð giftingarhringinn minn og spurt mig hvað ég sé gamall eða að ég hef verið að segja þeim frá Ernu, konunni minni og þá taka allir andköf, :You are married!!!!

En hvað um það bara gaman að geta logið því að maður sé 19!!!

Hef nú ekki lent í því enn að vera spurður um skilríki þegar ég kaupi áfengi hérna en vorum á local pöbbnum síðustu helgi og þá var einni konu ekki hleypt inn út af því að vörðurinn treysti ekki skilríkinu hennar. Þeir eru semsagt frekar strangir á 21 árs aldurstakmarkinu.

Svo er eitt skrítið hérna í Pennsylvania fylki. Hér verður maður að fara í ríkisreknar áfengisbúðir til þess að kaupa léttvín og sterkt áfengi og þær eru ekki mjög margar. Fór og keypti eina Yellow tail (auðvitað South Australia) um daginn og það skrítna við þessa búð var að hún var pínulítil og bara hægt að kaupa léttvín, líkjöra og sterkt vín en engan bjór. Ég spurði svo vörðinn hérna niðri um hvar ég gæti eiginlega fengið bjór hérna og svarið var að labba 20 m neðar í götuna og kaupa á veitingastað yfir borðið. Á eftir að skoða það betur...

Annars líst mér vel á að geta keypt Euroshopper bjór eða krónubjór þegar við komum heim aftur og kannski rauðvín frá Penfolds í Bónus (er nú ekki búinn að fylgjast mikið með en er þetta farið í gegn eða ekki?).

Í kvöld erum við að fara út að borða með fólki sem við erum að komast í kynni við hérna í gegnum vinkonu hennar Jóhönnu. Verður gott að eignast smá félagslíf hérna og fara og kíkja á næturlífið.

Setti í gær inn nokkrar myndir frá Egyptalandi, endilega að kíkja á þær.
Svo koma á næstunni myndir frá Ástralíu og Japan. Svo reynum við að vera dugleg að setja myndir héðan.

Takk fyrir að fylgjast svona vel með og commenta

Skrifumst...

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

5 ummæli:

Kris sagði...

Rosalega gaman að sjá allar myndirnar, bæði úr helgarferðinni ykkar og frá Egyptalandi. Góða skemmtun útá lífinu í kvöld :)

Kveðja,
Kristín

Nafnlaus sagði...

Halló elsku frændi og Erna ,ég var að kíka á síðuna ykkar og myndirnar,meiriháttar að fá að fylgjast aðeins með ykkur og áframhaldandi ævintýrum !!hvort sem það er í Ikea eða á öðrum ,,framandi,, slóðum.Gangi ykkur vel ! Kærar kveðjur héðan úr Krosshömrum í sólskini og hvítri jörð á öðrum degi vetrar. Dagga

Bryndís og Haukur sagði...

Sæl

Þið verðið að vera búin að koma þessum bjórmálum á hreint áður en að við komum í heimsókn ;)

kv.
Bryndís og Haukur

Nafnlaus sagði...

Fynu fændi og Edna fænka fá spes kveðjur frá Þorra sem er búinn að skoða allar Egyptalandsmyndirnar með miklum áhuga og benda á ykkur þegar þið sjáist og spyrja hvar þið eruð ef þið eruð ekki á myndinni :-)

Asdis sagði...

Já, Hlynur. Þú ert svaðalegt beibífeis ;-) Er ekki alltaf verið að segja að við séum svo lík? Ég var allavega stoppuð í ríkinu heima þegar ég var 28 ára....
Gaman að fá að fylgjast með hjá ykkur :) verð að sýna stelpunum mínum Egyptalandsmyndirnar á morgun.