sunnudagur, 7. október 2007

Philly!!!

Hæ allir saman!
Erum búin að sofa eina nótt í íbúðinni sem við höfum hérna í Philly í einn mánuð. Okkur líst mjög vel á borgina svoldið stórt og mikið allt saman en spennandi og virðist vera mikið líf og mikið að gerast.

Flugið gekk vel erum orðin svo vön að þetta leið mjög hratt. Lentum í mikilli þoku í New York og sáum því miður ekki neitt af borginni. JFK er risastór flugvöllur og vegna þoku var mikil umferð m.a. 30 flugvélar að bíða eftir því að fara á loft. Svo kom að því að fara í gegnum immigration, biðum í röð í ca. hálftíma og þegar kom að okkur gekk allt hratt og ótrúlega vel, engar spurningar og allt voða easy going.
Gistum svo á Comfort Inn rétt hjá flugvellinum. Fengum complimentary donuts frá Dunkin Donuts þegar við komum og pöntuðum svo risapizzu upp á herbergi í kvöldmat. Allt voðalega bandarískt! Ætlum nú ekki að hafa næstu mánuði með svona mataræði, þá kæmum við heim ansi mörgum kílóum þyngri...

Í gær fengum við svo bílaleigubíl og keyrðum til Philly. Ferðin gekk vel og hefðum við ekki getað þetta án hjálpar "Where 2" navigation kerfisins. Keyrðum yfir margar brýr og borguðum marga dollara í vegatolla en komumst heilu og höldnu á gististað. Gengum aðeins um borgina í gær, versluðum í matinn en búðir eru í göngufæri og fengum okkur svo að snæða um kvöldið. Allir staðirnir sem við vildum fara inn á voru greinilega mest hip og kúl staðirnir með klukkutíma bið eftir borði þannig að við fórum á einhvern healty stað þar sem ég klikkaði á matseðlinum og pantaði mér óvart salat! Var svo sem allt í lagi enda höfðum við stoppað á leiðinni til Philly og borðað amerískan skyndibita sem var ekki mjög hollur!!!

Erum semsagt í góðum gír hérna, veðrið ótrúlega gott miðað við árstíma en hitinn er núna um 30°C og sól. Búin að sjá ansi mikið af amerískum stereótýpum og líður svoldið eins og við séum dottin inn í eitt stykki bandaríska bíómynd...

Knús og kossar frá Philly

Hlynur og Erna

6 ummæli:

Asdis sagði...

Gott að heyra frá ykkur og að það gangi allt vel. Er þetta ekki svolítið menningarsjokk? með öllum stereótýpunum og svona? Það verður gaman að heyra hvernig þér líkar svo á nýja vinnustaðnum í dag, Erna. Þú verður að setja strax inn skýrslu í kvöld!!

Knús og klem
Ásdís og co

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allt gengur vel, hlakka til að heyra meira!

Knús, Una Björk

Nafnlaus sagði...

HÆ hæ, gott að þið komust heil út :), ekkert vesen. Hlökkum til að heyra meira og sjá svo myndir svona aðeins seinna. Öfundum ykkur að veðrinu, það snjóaði smá hérna á sunnudaginn fyrir norðan, varð allt hvítt, er sem betur fer farið núna, bara hvítt upp til fjalla. Biðjum voða vel að heilsa ykkur.

Kv. Fjölskyldan fyrir norðan

Halldór sagði...

Howdí kleinuhringjaæturnar mínar!!!
Þetta verður án efa mjög áhugaverð ferð hjá ykkur - fersk, falleg og fljótandi í fitu :)

knús frá fróni, söknum ykkar!
agnarögn og co...

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar!

Dunkin donuts rúla!Hvernig er í vinnunni Erna?

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, gaman að heyra að allt gengur vel! Geri samt ráð fyrir að salatskammturinn hafi verið huge. Hlynur pantaði sér salat í forrétt þegar við vorum í Boston og fékk bókstaflega hálfan kálhaus, örugglega 5 tómata auk alls hins! Þá sá varla á disknum þegar hann var búinn!

Kv. Jenný