þriðjudagur, 4. september 2007

Hlynsi ad chilla i Cairns

G’day mates!

Já, ekki grunaði mig að ég ætti eftir að koma aftur til Aussie svona fljótt aftur. Ótrúlegt hvað Ástralar eru vinarlegir og easy going. Að bera saman Egypta og Ástrala er bara ekki hægt held ég.
Við erum á mjög fínu hóteli hérna í Cairns og allt er í göngufæri. Erna hefur verið upptekin á ráðstefnunni frá því við komum og ég hef verið á fullu að skoða mig um. Komum hérna fyrir ca 3 árum síðan en vorum ekki svo mikið í borginni þá. Hér er ótrúlega mikið af japönskum og asískum túristum sem sést hvað best á því að við römbuðum inn í litla verslunarmiðstöð hérna rétt hjá og það var allt í asískum veitingastöðum og supermörkuðum og allt var skrifað með asískum táknum!
Fengum smá útrás í verslunum hérna fyrsta daginn og keyptum okkur aussie föt sem við höfðum aldrei efni á að gera þegar við vorum hérna seinast þannig að nú erum við algjörir surferar í billabong, ripcurl og quicksilver.....
Laugardagurinn var ansi erfiður fyrir okkur. Lentum snemma morguns og þurftum svo að vaka allan daginn til þess að komast á réttan tíma. Eftir það hefur gengið ágætlega en Erna hefur oft verið að vakna um 3 á nóttunni og haldið að væri kominn dagur.
Sunnudagurinn fór í chill hjá mér en það var fyrsti dagurinn hennar Ernu á ráðstefnunni. Um kvöldið fórum við svo á opnunarhátíð sem var mjög fjölmenn og skemmtileg. Fékk ég m.a. að hlusta á klukkutímafyrirlestur um svefn pokadýra og höfrunga sem var æsispennandi...
Í gær gekk ég svo í marga klukkutíma um grasagarðinn og aðra garða í kring. Sá m.a. skjaldbökur og fullt af fuglum.
Það er mikið fuglalíf hérna með fram strandgötunni og hef ég farið á hverjum degi að skoða pelikana, hegra, tjalda, einhvers konar kríur (miklu stærri en íslensku), svölur ofl ofl. Sá svo mjög skrítinn fisk skríðandi í drullunni þegar var fjara. Hann heitir held ég mudfish og getur verið ofansjávar í marga klukkutíma. Þetta er örugglega einhverskonar lungnafiskur en hef ekki skoðað það nógu vel.
Höfum ekki komist í að setja myndir ennþá inn á flickr síðuna en það stendur til bóta einhvern daginn.
Í dag er svo bara fiskitúr fyrir mig meðan Erna vinnur hörðum höndum...
Bið að heilsa
Hlynur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe.. þú hlýtur nú að þola klukkutíma "æsispennandi" fyrirlestur um svefn pokadýra, sé þig alveg í anda eins og Hómer með slefuna niður á háls (gargl) !! hahaha :)

sendið nú smá sól til okkar.. endalaus rigning hérna megin á hnettinum.

hafið það gott, gaman að góðum sögum :)

knús frá co-inu

Nafnlaus sagði...

Mig langar í sólina til Ástralíu! Bið sérstaklega að heilsa hressum pokadýrum - og auðvitað afmæliskveðja til Ernu.

Árni Theodór Long sagði...

Mer finnst frabaert hvad þid erud dugleg ad skrifa. Haldid thessu afram, rosa gaman ad lesa thetta.

Asdis sagði...

*fliss* já, ég sé þig alveg fyrir mér á þessum æsispennandi fyrirlestri! Þú hefur eflaust verið með fulla athygli allan tímann!!!
Bestu kveðjur úr Kópavoginum, en annars ég er að svindla aðeins á haustinu og skelli mér í 20 gráðurnar og sól í London í fyrramálið. Fer í leikhús að sjá The Lord of the Rings á laugardaginn og á tónleika með The Police (Sting og félögum) á sunnudaginn.
Knús og klem frá Borgó-genginu

Nafnlaus sagði...

Hæ! Ég sakna ykkar rosalega mikið... en já ég er sammála Lilju, sé þig alveg fyrir mér eins og Hómer haha. En þegar klukkan er 3 hjá ykkur í Ástralíu er þá klukkan 9 hjá okkur? Vona að þið skemmtið ykkur vel!
Knús frá Ólöfu Svölu