þriðjudagur, 25. september 2007

Meistari Erna (á morgun...)

Hæ allir

Erum komin heim í stutt stopp áður en förum til Philly.
Komin með visa og allt klárt fyrir Bandaríkin:)

Bloggum svo meira þegar erum komin út og opnum þessa blessuðu myndasíðu sem við erum alltaf að lofa....

En bara smá tilkynning. Minns er víst að klára þennan blessaða master á morgun.
Svo ef þið viljið koma og hlusta eruð þið auðvitað velkomin!

Hér er tilkynning Læknadeildar um prófið með stað og stund...


Meistarapróf

Miðvikudaginn 26. september 2007, kl. 15:30 mun Erna Sif Arnardóttir
gangast undir meistarapróf við Læknadeild Háskóla Íslands og halda
fyrirlestur um verkefni sitt:

“Tengsl svitnunar, hitastigsstjórnunar og vanstarfsemi æðaþels hjá
kæfisvefnssjúklingum”.
(Sleep-related sweating, thermoregulation and endothelial function in
sleep apnea patients)

Umsjónarkennarar: Björg Þorleifsdóttir, lektor og Þórarinn Gíslason,
prófessor
Þriðji maður í MS nefnd: Eva Svanborg, prófessor

Prófarar:
Karl Andersen, dósent og Ólafur Baldursson, sérfræðingur

Prófstjóri: Þórarinn Sveinsson, dósent

Prófið verður í Blásölum LSH í Fossvogi og er öllum opið (uppi á 7.hæð fremst í gangi sem heitir E7)

3 ummæli:

Asdis sagði...

Innilega til hamingju með árangurinn, snillingur :-) Þú stóðst þig rosalega vel! Og meira að segja ég skildi þetta svona mest megnis ;-)

Ólöf Svala sagði...

Hæ og til hamingju með hæstu einkunn! Mér heirist á mömmu að þú hafir staðið þig ótrúlega vel :D
Sjáumst um helgina.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prófið sæta, var roslalega gaman að fá að koma og fylgjast með þér, stóðst þig eins og hetja. Er ekkert lítið stolt af þér. Vonast til að fá að sjá meira af ykkur áður en þið farið aftur. Verum í bandi skvís