fimmtudagur, 13. desember 2007

Á heimleið

Hæ allir saman.

Nú styttist í að við komum heim. Töskurnar eru komnar á rúmið og pökkun hafin.
Vonandi er nóg fyrir okkur að taka bara sitthvora töskuna en lestarferðalagið á morgun til JFK flugvallar verður án efa mjög skemmtilegt... Lendum svo snemma á laugardagsmorgun á Íslandinu góða.

Hér er búið að vera fínasta veður en í dag er rigning og kuldi, held ég bara kaldara en á Ísland, svei mér þá!
Það kom jólasnjór hérna í tvo daga eða svo og svo hefur ekki sést meira af honum. Það verður áhugavert að sjá hversu mikill veturinn verður þegar við komum til baka í janúar.
Það er nú ekki mikið búið að vera í gangi hjá okkur nema jólastúss. Síðustu helgi fórum við í risamallið og náðum ekki einu sinni að klára að skoða það og á sunnudeginum fórum við hérna niðrí bæ og versluðum eitthvað. Hittum svo Rainu og Dursjan í brunch. Þetta er semsagt fólk sem við erum búin að kynnast í gegnum Bo, vinkonu hennar Jóhönnu, sem býr í NY.

Okkur finnst jólastemningin hérna ekkert vera svo mikil, en á ákveðnum stöðum er skreytt mikið en við höfum því miður ekki haft tækifæri að fara í úthverfin og skoða skreytingarnar þar. Jólahúsið í Ártúnsholti verður bara að vera nóg fyrir okkur þegar við komum heim.
Í vikunni skráðum við okkur í samtök sem heita Phillycarshare, www.phillycarshare.org. Þetta gerir okkur kleift að leigja bíla á vægu verði þegar við þurfum á því að halda hér í borginni. Þeir eru m.a. með blæjubjöllu sem er uppáhaldsbíllinn hennar Ernu!

Það sem er framundan eru svo jól á Íslandi, veiveivei og svo komum við aftur hérna 7.jan. Þá ætti ég að vera kominn með atvinnuleyfi og þá tekur við leit að vinnu og annað sem við kemur því eins og að sækja um social security number!
Erum svo búin að kaupa miða á amerískan fótboltaleik á risaleikvangi borgarinnar 9.jan og svo koma Bryndís og Haukur í heimsókn helgina 12.jan held ég. Þeim hlotnast sá heiður að heimsækja okkur fyrst allra!!!

En það verður gaman að hitta ykkur öll mjög fljótlega...

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

Engin ummæli: