fimmtudagur, 6. desember 2007

Veturinn er kominn

Jæja þá er veturinn kominn í Philly.
Það snjóaði hérna í fyrsta skipti í gær og svo kom aðeins meira í morgun. Þetta er nú bara smá föl og veðrið er búið að vera það gott í dag að snjórinn hefur að mestu bráðnað aftur.
Ég endurheimti Ernuna mína aftur eftir Þýskalandsdvöl í byrjun vikunnar og var það mikið gott. Ef hún hefði verið eitthvað mikið lengur þá hefði ég örugglega orðið veikur á öllum þessum skyndibita... Það er svo hrikalega ódýrt að fá sér nart hérna miðað við heima að það er varla fyndið!
Nú styttist í heimferð hjá okkur og erum við að verða ansi spennt. Þetta verður nú ansi strangt ferðalag því við fljúgum frá NY og þurfum fyrst að koma okkur þangað en hvað gerir maður ekki fyrir íslensk jól.
Komum heim 15.des og verðum alveg til 7.jan! Jibbý!!!
Ásdís systir sendi mér ansi skemmtilegan link og er þetta eitt besta jóladagatal sem ég hef séð. Bíð alltaf spenntur eftir nýjum degi eins og krakkar að opna súkkulaðidagatal. Mæli með þessu:

http://jonolafur.is/dagatal.html

Var að setja inn myndir frá svæðinu hérna í kring og svo nýju íbúðinni, loksins. Endilega að kíkja á það.

Bless í bili

Hlynski Karamba

Engin ummæli: