fimmtudagur, 9. ágúst 2007

MS kind:)

Smá örpóstur til að segja

VEI VEI VEI VEI VEI
Mastersritgerðin er loksins tilbúin, Hlynur greyið eyddi gærkvöldinu í að gera lokayfirlestur og leita að lokakjánavillum, fann notabene nokkrar. Takk ástin mín:)

Atli sem vinnur með mér í svefninum tók að sér sama verk í dag fyrir hádegi, algjör snillingur að nenna þessu og svo fer ritgerðin í prentun eftir hádegi. Bara gleði að klára þetta!

Svo var ég að fá staðfestingu á því að visaumsóknin sem við Hlynur erum búin að bíða óþreyjufull eftir er loksins samþykkt. Getum því drifið okkur í viðtal hjá Ameríska sendiráðinu á Íslandi strax og við komum til baka úr ferðalaginu. Mikill léttir að þetta sé komið en pínkuböggur að ná ekki að fara í viðtalið fyrir ferðalagið...

Svo er bara áframhaldandi gleði hérna á spítalanum fyrir mig næstu daga: fyrirlesturinn fyrir Cairns engan veginn tilbúin og eftir að undirbúa MS vörnina. Semsé stuð og fjör eins og venjulega!

Var að setja inn teljara á síðuna svo getum fylgst með hvort fólk sé nú eitthvað að lesa þetta...

2 ummæli:

Halldór sagði...

vei til lykke

skál!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar og takk fyrir síðast, rosa gaman að hitta ykkur :) Til hamingju með ritgerðina Erna og með vísa-ð, það reddast alltaf allt að lokum :) Gangi þér vel Erna með fyrirlestrana og undirbúning fyrir ferðalagið mikla...Kv.Begga G