Fyrsta bloggið mitt á þessarri nýju, fínu heimasíðu okkar...
Ég stakk nú upp á að við skírðum síðuna ferðahjónin, hjón á ferd á flugi eða eitthvað álíka hallærislegt en Hlyni fannst það ekki mjög skemmtileg hugmynd. En nafnið sem valið var er amk eitthvað sem hægt er að muna þó það sé ekki fyndið....
Jæja brjálað að gera hjá okkur hjónakornunum. Búin að selja fína, rauða bílinn okkar og fengum bara rosafínt verð fyrir hann. Mun nýtast vel í deposit til að leigja íbúð í Philly og kaupa einhver falleg húsgögn úti. Síðasta vika hefur farið í mikla gleði að pakka öllu draslinu okkar og taka til í geymslum foreldra okkar svo við fáum að geyma kassa hjá þeim. Ekki kannski skemmtilegasta vinnan sem maður gerir en erum mjög þakklát að fá að geyma dótið í staðinn. Kostar formúgu að geyma svona í leigðu plássi!
Ætlum svo að skella inn myndalink með myndum úr brúðkaupinu og fleiru og linkum á hina bloggarana sem maður þekkir en þetta kemur allt í rólegheitunum.
Endilega kvittið svo fyrir komuna með smá commenti svo maður viti hver kíki:)
föstudagur, 27. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jiii þið eruð of sæt:) börn og brúðkaup allstaðar í kringum mann hvaða hvaða. var æði að hitta ykkur í gær sæta, við borðum alltaf eins og við séum á leið í gröfina næsta dag heheh :) hlakka til að hitta ykkur næst og vá hvað mér líst vel á ferðina ykkar
knús í kremju
og til hamingju
kveðja Jóna Dögg
Æðislegar myndir, hlakka til að sjá fleiri:D Verðum svo að reyna að plana smá hitting ef tími gefst áður en þig leggið í hann! Þetta verður æðislegt hjá ykkur, bara muna að vera dugleg að blogga, algjört skylirði;)
Hæ Erna Sif og Hlynur,
Frábærar myndir, hlakka til að fá líka myndir og fréttir af framandi slóðum.
Kveðja af næturvakt
Bryndís
Skrifa ummæli