föstudagur, 11. júlí 2008

Loksins smá blogg

Hæ Ísland!

Þá kemur loksins smá blogg hérna frá okkur. Það er búið að vera mikið að gera síðustu viku eða svo.
Það var mikil upplifun í indverska brúðkaupinu sem við vorum í um síðustu helgi.
Við flugum til Columbus í Ohio á fimmtudaginn og fórum beint á glæsilegasta hótel staðarins, The Renaissance. Erna fór beint í svaka gleði með Rainu og fleiri stelpum þar sem var verið að mála Henna á brúðina og fleiri sem vildu, Erna fékk sér smá, voðaflott:) Ég rölti svo um bæinn og sá skrúðgöngu í tilefni 4.júlí þó það væri bara 3.júlí. Það var mikið um dýrðir í þessari skrúðgöngu eins og t.d. Félag pípara í Columbus og svo fræg Idol stjarna, Renaldo Lapuz (athugið Youtube) en mest gaman var að sjá tvær risastórar lúðrasveitir sem spiluðu poppaða útgáfu af þjóðsöngnum. Svo komu nokkrar orustuþotur í lágflugi yfir mannfjöldann sem var mjög gaman að sjá. Kvöldið endaði svo með flugeldasýningu sem við fórum saman á sem var alveg mögnuð, 25 mínútur og held ég bara betri en sumar íslensku sýningarnar vegna þess að það var meira í gangi á hverjum tíma. Frekar fyndið að einhver var með útvarp og þjóðsöngurinn var spilaður við mikil viðbrögð og svo chantaði hópurinn U S A heillengi. Sé ekki Íslendingana fyrir mér í þessum ham...

Á föstudaginn fór Erna svo í sitt fyrsta Bridal Shower og ég rölti með nokkrum brúðkaupsgestum í German Village þar sem við fengum okkur frábæran brunch. Um kvöldið var svo haldið á hótel rétt fyrir utan borgina í indverska Garba dansveislu. Þar var boðið upp á indverskan mat, missterkan og svo var dansað í þrjá klukkutíma í hringi og með prik undir dynjandi indverskri tónlist. Það var mikið um litríkan klæðnað (sarí) og allir tóku þátt í dansinum, ungir sem aldnir og Erna og Hlynur líka. Stóðum alveg út úr í hópnum en náðum bara að dansa ansi mikið.

Á laugardaginn bauð fjölskylda brúðarinnar í veislu á Buca di Beppo sem er ítalskur staður og eftir það fórum við í partý sem Darshan hélt fyrir vini sína.

Giftingin var svo á sunnudeginum í sveitaklúbbi utan við borgina. Hún byrjaði með klukkutíma af dansi og brúðguminn kom á hvítum hesti til að hitta foreldra brúðarinnar sem á að vera hefðbundið í Indlandi nema þar er fíll notaður. Þetta var allt saman mjög hefðbundið og svo var komið að athöfninni sem fór fram á sanskrít en var að mestu leiti þýdd á ensku. Athöfnin var mjög falleg og mikið af siðunum var öðruvísi fyrir okkur.
Eftir athöfnina var lunch og svo höfðum við smá tíma til að slappa af áður en veislan hófst en hún var haldin á hótelinu okkar. Veislan var mjög skemmtileg, góður matur og mikið dansað. Erum orðnir sérfræðingar í indverskum dansi eftir þetta!

Já mikil upplifun og frábært að fá að vera partur af þessu.

Annars hætti stuðið ekkert hjá okkur því Una Björk, Þröstur og Þorri komu á þriðjudaginn sem er frábært og svo gaman að hafa þau í heimsókn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið verðið endilega að kenna okkur nokkur spor í indverska dansinum þegar þið komið heim !!

Knús og kreistur,

Lilja og co.

Unknown sagði...

Hæ, svakalega hefur þetta verið rosaleg brúðkaupshelgi hjá ykkur! Alltaf jafn gaman að lesa bloggið hjá ykkur.

Heyrðu, langaði að benda ykkur og Þresti og Unu á einn nýjan ís: Fleur de sel caramel frá Haagen-Dazs! Hann er alveg ruglaður á bragðið, besti ís sem við Árni höfum smakkað! Nú er svooooo langt í næsta laugardag!

http://www.haagendazs.com/reserve/fds.aspx

Asdis sagði...

Það hlýtur að hafa verið gaman að upplifa svona "öðruvísi" brúðkaup. Maður getur rétt ímyndað sér að það hafi margt verið öðruvísi en íslendingar hafi vanist.
Hlökkum til að hitta Ernu um verslunarmannahelgina :) :) :)