sunnudagur, 20. júlí 2008

Stuð og fjör í Philly

Hæ allir saman.

Hér er búið að vera mikið stuð og fjör síðustu daga. Þorri hefur leikið á alls oddi og segir reglulega við mann: Ertu að meina þetta! og hlær!
Það er búið að skoða mikið hér í kring og t.d. í gær fórum við í sveitina að hitta Amish fólkið sem var mjög skemmtilegt. Fórum í hestakerruferð, versluðum á skemmtilegum markaði í Intercourse PA, skoðuðum yfirbyggða brú og keyrðum svo um litla sveitavegi þar sem maður sá fólkið vinnandi á ökrunum með múlasna á plógi. Svo var ótrúlega mikið af maískorni á ökrunum en þeir ná víst að uppskera 5 sinnum á ári.

Hér er Þorri á ströndinni í Cape May í New Jersey


Annars höfum við haft nóg að gera, farið á brasilískt steikhús, skoðað Chanticleer (uppáhalds garðinn okkar), farið í King of Prussia (risamoll), keyrt um Chestnut Hill (hverfið sem ég vinn í), farið á ströndina og skoðað borgina vel.


Í dag fórum við í Wissahickon Creek í smá gönguferð í hitanum og svo kíktum við aðeins í vinnuna til mín.



Svo hefur verið voða kósí að hafa Þorra hjá okkur en hér eru Erna og Þorri að lesa fyrir háttinn.



Kveðja í bili

Hlynur og Erna Sif og litla fjölskyldan

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er loksins komin í sumarfrí og voilá... frikkin úrhellisgrenjandirigningarsturl... vippí jei..

Þannig að ég ylja mér við að horfa á sumarmyndir frá ykkur :)

knús og kreistur frá öllum.

P.s. Lóa Sjöfn var að spekúlera að hún ætti ekki eftir að þekkja ykkur aftur þegar þið komið heim í nóvember af því að þið eruð búin að vera svoooo roooosalega lengi í burtu :)

Unknown sagði...

En skemmtilegt hvað það er búið að vera gaman hjá ykkur! Góðar myndir af Þorra, hann er svo mikið krútt:) Voruð þið í hestakerru með Amish fólkinu?