sunnudagur, 17. ágúst 2008

Princeton og ströndin

Þá er kominn tími á smá blogg.

Það var gott að endurheimta konuna í síðustu viku og fá íslenskt góðgæti eins og flatkökur, hangikjöt, pulsur, harðfisk og fullt af íslensku nammi!

Á föstudagskvöldið fórum við í bíó á Batman myndina. Við vorum ekkert mjög hrifin, allt í lagi mynd en óþarflega langdregin.

Í gær skelltum við okkur í heimsókn til Völlu og Geirs í Princeton í New Jersey. Við kynntumst þeim fyrir algjöra tilviljun þegar Valla sá tvo hávaxna ljóshærða með Cintamani bakpoka í lestinni og dró réttar ályktanir. Geir er semsagt í Princeton háskólanum og Valla er í Drexel sem er hérna rétt hjá okkur.
Princeton er mjög skemmtilegur bær, við fórum í göngu um bæinn, sáum campus, miðbæinn og canal sem rennur þarna í gegn. Hérna erum við upp í klukkuturni með gott útsýni yfir bæinn.



Princeton er mjög fallegur bær og gæti varla verið ólíkari Philly en í Princeton búa ekki nema 30.000 manns og allt er mjög lítið og vinalegt. Enduðum svo daginn á því að fara út að borða á mjög góðan ítalskan stað sem er í uppáhaldi hjá þeim.
Hér er svo mynd af kagganum sem var leigður fyrir daginn.



Í dag fórum við svo á ströndina í Cape May. Það er víst óvenju "svalt" þessa dagana en okkur fannst hitinn fullkominn í dag, um 28°C.
Það var fínt að chilla á ströndinni, lesa og njóta veðursins.
Framundan er svo næsta hrina af heimsóknum. Sigga systir Ernu kemur á fimmtudaginn í þessarri viku og svo kemur Raggi í byrjun september.

Þannig að það er áfram stuð og fjör í Philly:)

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

4 ummæli:

Asdis sagði...

Gaman að lesa um áframhaldandi ævintýri hjá ykkur. Frábært að kynnast íslendingi í lestinni, hann duglegur að draga svona góðar ályktanir ;-)

Nafnlaus sagði...

Nú er það stóra spurningin, hvor vinnu, BMW eða Cadilac?

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

hinn þokkalegasti fákur.. gaman að fá pikk í bakið.. hey.. ertu íslendingur ?? híhíhí

hafið það gott..

skólinn er að fara að byrja, sumarfríið að verða búið.. veturinn að skella á..
vú frikkin hú.. :(

knús og kreistur