Sjáið hvað minn er pabbalegur...
Fórum á Krókinn um helgina að heimsækja systur mína og sístækkandi fjölskylduna hennar.
Litli strákurinn hennar var orðinn 10 daga gamall í heimsókninni og algjört yndi. Stóri bróðir var líka voða góður og strax byrjaður að ýta litla bróður í vagninum sínum!
Við bíðum svo bara eftir nafngiftinni, vonandi verður snúllinn skírður bráðum. Ýmis falleg nöfn heyrðust um helgina; Geirmundur var auðvitað vinsælt (skíra eftir hinum fræga Skagstrandamanni), Erlendur Karl skoraði hátt og fleiri góð nöfn!!!
Annað af okkur að erum officially flutt í Garðabæinn og eigum 2 kisur!
Amk næstu 2 vikurnar...
Búin að fara með hrúgur af drasli í Sorpu og restina í hinar ýmsu geymslur foreldra okkar. Stuð og fjör í gær frá 8 um morguninn til 11 um kvöldið að flytja og þrífa. Mín ætlaði sjálf að bera sófann og rúmin út í kerru en komst að því að er meiri aumingi en hélt svo Þröstur var drifinn á fætur til hjálpar. Mæður okkar eru svo mikil kjarnakvendi svo að þær bara þrifu Sogaveginn hátt og lágt á 2 tímum á meðan við drösluðumst með restina af dótinu úr íbúðinni.
Algjörir snillar öll þrjú, takk æðislega fyrir hjálpina!
Knús Erna
þriðjudagur, 31. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
biddu eru allir ad flytja ut a land? Fyrst Jenny og Hlynur og nu tid...
Já, hann tekur sig vel út og á eflaust eftir að verða eðal-pabbi einhvern tíman á næstu árum ;-)
Til hamingju með litla frændann aftur, hann er voða sætur :-)
Skrifa ummæli