mánudagur, 10. desember 2007

Smá kindakvörtunarblogg

Jæja löngu kominn tími á blogg frá kindinni...

Erum notabene að koma heim eftir örfáa daga, bara 5 dagar í okkur Erum voðaspennt að koma heim og hitta ykkur öllsömul...

Vildi segja ykkur frá síðustu vikum hérna í lífi frú Ernu:

Við hjónin fórum semsé til New York um Thanksgiving helgina, sem var alveg frábær ferð eins og Hlynur var búinn að skrifa um. Því miður endaði helgin samt á því að minns var kominn með flensu.
Var semsé heima í mikilli gleði mánudag og þriðjudag með hausinn fullan af hor og tilheyrandi skemmtilegumheitum. En á miðvikudaginn var friðurinn úti, var svosem orðin aðeins betri en kannski ekki beint til í að eyða 15 tímum í flug og tilheyrandi til að fara á ráðstefnu í Þýskalandi...

Fór snemma út á völl til að fá almennilegt sæti í vélinni, þ.e. við neyðarútgang svo maður geti aðeins teygt úr fótunum, ekki best í heimi að vera hávaxinn þegar maður þarf að fljúga! Allavegna, gaurinn sem var að tékka mig inn var voða ljúfur og sagðist láta mig fá neyðarútgang. Svo þegar ég kem inn í flugvélina þá er ég bara alls ekki með neinn neyðarútgang heldur sit við ganginn í því allra minnsta plássi sem ég hef setið í flugvél. Með hnéin boruð inn í sætið fyrir framan.
EKKI BÓKA LUFTHANSA!!!

Svo minns er nett pirraður (vægast sagt) og til að bæta ofan á þetta þá sit ég við hliðina á úkraínskum sjómanni í mikilli yfirvigt. Hallaði semsagt út á ganginn svo flugfreyjurnar voru í því að rekast í mig því úkraínski sjómaðurinn ekki bara tók allan sameiginlega arminn okkar heldur líka svona hálft sætið mitt. Svo talaði greyið maðurinn óskiljanlega ensku og var samt alltaf að reyna að halda uppi samræðum við hinu veiku, nett pirruðu mig.

Svona til að halda áfram með hryllingssöguna (já þig megið vorkenna mér takk:) þá var þetta flug 8 tímar og var til ca 2 um nóttina á US tíma. Svo átti að vera 2 tíma bið eftir klst innanlandsflugi innan Þýskalands sem var auðvitað seint. Semsé 3 tíma bið og 1klst flug. Loksins klst lestarferð til að komast á hótelið. Minns lagði semsé af stað að heiman um kl 2 um daginn og var komin á hótelið um 7 næsta morgun algjörlega svefnlaus.
Og þið sem þekkið mig vel vitið hvað svefn er mér mikilvægur...

Allavegna, gerði mér ekki grein fyrir því hvað ameríku-evrópuflug geta verið skemmtileg fyrir þessa mjög svo hressandi reynslu. Passaði mjög vel að ég og Hlynur finndum beint flug til Edinborgar í mars þegar förum í brúðkaup Beggu og Chris. Ætla ekki að lenda í þessarri gleði aftur...

Annars búið að vera nett brjálað að gera í vinnunni, mikið fjör og allt í gangi en svoldið stressandi á sama tíma. Svo voru allar jólagjafirnar keyptar um helgina í maraþon sessioni í King of Prussia. Eyddum 6 tímum í mollinu en náðum samt bara að rölta um circa helming. Mollið er tvískipt og ég hef aldrei farið í hinn helminginn, reyni að byrja þar næst!!!

En við sjáumst mjög svo bráðlega
Knús og kossar
Erna Sif (og Hlynur auðvitað)

2 ummæli:

Asdis sagði...

Hólí krapp! Þú færð fullt af vorkennistigum frá mér. Þetta ferðalag var greinilega ferðalag dauðans bara.
Hvenær í mars eruð þið að fara til Edinborgar??
Hlakka ekkert smá mikið til að sjá ykkur eftir örfáa daga.

Nafnlaus sagði...

Förum 28.feb til 4.mars, bara rétt yfir brúðkaupið.

Mikið fjör í mars semsagt því Ásdís og fjölskylda koma 13.mars til 28.mars í heimsókn:)

Svo kemur litla systir í 2 vikur í maí, allt að gerast í Philly!

Knús Erna