miðvikudagur, 2. júlí 2008

Stutt vinnuvika og gleði framundan

Jæja þá er stutt vinnuvika búin og á morgun fljúgum við til Columbus, Ohio í fjögurra daga brúðkaup hjá Darshan og Rainu. Þetta verður ábyggilega mikil upplifun og við vitum eiginlega ekkert við hverju við eigum að búast. Það sem við vitum er að það verður hvítur hestur fyrir brúðgumann, Henna málning, indverskur dans og svo er væntanlega nóg af indverskum mat.

Svo getum við varla beðið eftir Unu Björk, Þresti og Þorra sem koma hingað næsta þriðjudag. Það verður kátt í litlu Ikea íbúðinni okkar næstu vikurnar.

Annars er lítið að frétta svo sem. Vinnan gengur sinn vanagang nema að við höfum varla undan að vökva í þurrkinum hérna. Það er varla búið að rigna hérna nema smá skúrir öðru hverju í nokkrar vikur og svo er hitastigið frekar stöðugt um 30°C. Sumir garðarnir eru með sjálfvirkri vökvun en við erum með mikið af kerjum með sumarblómum í og það þarf að vökva þau mikið.

Það verður áhugavert að upplifa 4.júlí hérna í Bandaríkjunum. Auðvitað verðum við ekki hérna í Philly þar sem þetta allt byrjaði hérna seytjánhundruðogsúrkál en við sjáum væntanlega einhvern gleðskap og flugelda í Columbus.

Biðjum svo að heilsa Úlfi Ægi sem verður tveggja ára þann 4 júlí.
Til hamingju með afmælið Úlfur:)

Kveðja

Hlynski og Ernski

2 ummæli:

Valla sagði...

Hæhæ, þetta er Valla úr lestinni :) Það gæti kannski verið gaman að hittast? Ég ætlaði að hafa samband fyrr en því miður þá týndi ég miðanum með emailinu ykkar. Þið megið endilega senda mér email á vallah [hjá] gmail.com eða hringja í 267 262 0113 ef ykkur langar að hittast og gera eitthvað skemmtilegt í sumar :)

Nafnlaus sagði...

Hey Hlynsó og Erna!
Mér var rænt og er haldið "nauðugri" og "dælt" í mig gosi án míns samþykkis... eða hvað? To drink or not to drink... is there a question????? hahahahhaha!

Erum hérna á fortíðarflippi að hlusta á 500miles með Proclaimers og varð hugsað til þín :)

Knús og meira knús,

THE Assa og Lills (the Robin)