sunnudagur, 29. júní 2008

Þá koma smá fréttir frá okkur hérna í Philly.
Tíminn líður ansi hratt hérna þessa dagana. Í gær fórum við til Cape May í strandargleði. Þetta er kósí lítill bær og ströndin er mun rólegri en í Wildwood þar sem við fórum síðast. Það er skemmtileg tilbreyting að fara á ströndina og gott að komast frá hitanum í borginni.



Í dag skelltum við okkur í Manayunk sem er úthverfi hérna í Philly. Við ætluðum bara að skoða hverfið og fá okkur brunch en svo var bara risastór markaður í tengslum við einhverja listahátíð í hverfinu. Við keyptum okkur ansi skemmtilega boli og skoðuðum endalausa bása með alls konar listmunum. Þessi markaður var mjög skemmtilegur og gaman að ramba svona á þetta. Hér er ég að smakka grillað svínakjöt eða eins og herferðin heitir: The other white meat.



Nú er bara stutt vinnuvika framundan, á fimmtudaginn fljúgum við til Columbus, Ohio í brúðkaup vina okkar hérna, Darshan og Rainu. Það verður mikið fjör, enda fjögurra daga veisluhöld að indverskum hætti.
Svo er náttúrulega 4. júlí framundan og það verður áhugavert að sjá hvernig kaninn heldur upp á það.

Er að setja nokkrar myndir úr vinnunni inn á flickrið, tjékkið á þessum villum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá myndirnar af villunum, meira svona! :-)