laugardagur, 7. júní 2008

Hitabylgja í Philly

Það er vel heitt í dag hjá okkur, fór yfir 35°C og frekar mikill raki. Erna er með rannsókn í gangi alla helgina (sleep deprivation)og þurfti að mæta snemma en ég leigði mér Prius og skrapp í Tinicum að skoða fugla. Ég sá nokkra warblera, Orchard Oriole og fullt af öðrum fuglum. Þegar var komið að hádegi þá var farið að hlýna ískyggilega en ég ákvað að kíkja í Bartram´s Garden http://en.wikipedia.org/wiki/Bartram%27s_Garden
sem er einn elsti grasagarður Bandaríkjanna. Þetta var mjög lítill og kósí garður sem var skemmtilegt að skoða.

Hitinn var hins vegar að ná hámarki og ég fór og náði í Ernu upp á spítala og við keyrðum upp í Main Line og höfðum það notarlegt á kaffihúsi, skruppum í nokkrar búðir og fengum okkur heimagerðan ís á Ardmore´s Farmers Market.

Enduðum svo á að fara í Target og kaupa strandargræjur fyrir sumarið. Keyptum m.a. strandarstóla, risahandklæði ofl. Í þessum hita þá er ekkert annað en ströndin sem virkar!

Veðurspáin næstu daga er frekar svakaleg en það á að verða heitara en í dag og við skulum sjá hvernig gengur að vinna í svona hita á mánudaginn. Maður byrgir sig upp af vatni og makar á sig sólarvörn, settur derhúfuna á hausinn og reynir svo að finna skuggsæla staði hjá Mclains til þess að vinna.

Bið að heilsa í bili

Kveðja

Hlynur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrlega bara bilun !!!

Lóa Sjöfn biður kærlega að heilsa, saknaði þess að heyra ekki í frænda sínum !!

Knús og kreistur frá öllum

Nafnlaus sagði...

Gaman, gaman! Best að muna eftir að pakka strandhandklæðunum.... ;-)

Nafnlaus sagði...

Og mér finnst 17°C vera alveg nóg!!
Vona að þið bráðnið ekki alveg.
Knús
Mamma/tengdó
AE