þriðjudagur, 10. júní 2008

Kindablogg

Halló snúllurnar mínar

Víst löngu komin tími til að kindin láti heyra í sér hérna...

Allt gott að frétta af okkur í bráðnandi hitanum. Fannst þetta nú aðeins of mikill hiti þegar er komið í líkamshita og slatta raki með. En það er að kólna núna og hinu fullkoma hitastigi 30°C spáð á morgun.

Var með rannsókn um helgina, rannsóknirnar mínar eru loksins að komast almennilega í gang hérna og ég notaði helgina í að kenna nýju starfsfólki svo þetta rúlli vel í sumar. Er svo langt komin með tvær greinar til birtingar, eina úr mastersnáminu og aðra yfirlitsgrein um kæfisvefn svo ég er bara ansi sátt með vinnuna þessa dagana:)

Minns var svo að kaupa sér miða á Madonnutónleika í nóvember:) Hlynur harðneitaði að fara á svona stelputónleika svo ég og Raina ætlum að skella okkur saman. Er þvílíkt spennt þar sem ég hef verið Madonnu aðdáandi frá því að ég var lítil. Átti nota bene allar plöturnar hennar og spólurnar og var bara með Madonnuplaköt upp á vegg. Öfundaði alltaf eldri systir einnar vinkonu minnar sem átti Madonnu rúmföt! Veit svosem ekkert hvernig nýji geisladiskurinn hennar er en held að það sé alltaf gott show að fara á tónleika með henni.

Mæli með Sex and the City myndinni, fór á hana á sunnudaginn með Rainu (annar hlutur sem Hlynur var ekki spenntur fyrir enda algjör stelpumynd). Algjör snilldarmynd, ná alveg að gera alvöru plot en ekki bara einn langan þátt eins og ég var pínku hrædd um áður. Svo já bara brilliant stelpumynd!

Annars bíðum við bara spennt eftir strandarferð næstu helgi!!!

Knús
Erna

Ps. Árni við misstum því miður af Eurovision, það hefði verið gaman að sjá Ísland komast upp úr undanúrslitunum loksins og fá að vera með í alvöru keppninni...

Hvað er annars í gangi heima, jarðskjálftar, ísbirnir og bensínverð á leiðinni í 200kallinn????

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þetta skuli vera farið að rúlla hjá þér í vinnunni !!

Hlynur er nú ekki eins góður og ég.. hrmpf.. Ég fór á Whitesnake tónleika í gær með Svani, Ásdísi og Kristínu..

Ókei.. þeir voru alveg þokkalegir ;) Eldgamlir júllar híhíhí

Núna er það bara strætóinn sem blívar.. ruglverð á þessari olíu.. ég held samt að það fari mest í vasann á olíurisunum.. hmmmm..

Knús og kreistur frá okkur öllum.

Asdis sagði...

Lilja mín verður nú að viðurkenna það að þegar "Here I go again" kom var kvöldinu bjargað fyrir hana! Hún stóð meira að segja upp, söng með og brosti út að eyrum!!!
Alltaf gaman að fara á tónleika. Öfunda þig af Madonnu tónleikum, það er víst alltaf svakalegt show hjá henni.

Kris sagði...

Já, þetta var nú bara gaman! Og verður örugglega ennþá meira stuð hjá þér Erna á Madonnu tónleikum :) Annars kemur þessi ísbjörn alltaf á 10 ára fresti en allir verða alltaf jafn hissa, hehe :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ

Er búin að panta ferð 21. ágúst jibbý :) lendi hálf eitt í new york

kv. Sigga

Nafnlaus sagði...

Geggjað:) Verður frábært að sjá þig í ágúst, skvís! Plönum svaðalega New York, strandar, verslunar viku:)

Knús Erna

Árni Theodór sagði...

Ha, sami ísbjörninn!!!???

Nafnlaus sagði...

Ísbjörninn gekk aftur... á land.. hehe