Jæja það er varla tími fyrir blogg þessa dagana enda mikið fjör í gangi í Philly.
Sigga er búin að vera hjá okkur síðustu vikuna og búið að vera frábært að hafa hana í heimsókn. Erna hitti hana í New York síðasta fimmtudag og þær voru í tvo daga að dandalast um borgina.
Svo tók ég lestina á laugardeginum og við fórum saman á Lion King show á Broadway. Það var alveg mögnuð upplifun!
Á sunnudaginn fórum við á ströndina í Cape May eins og venjulega. Sjórinn er loksins orðinn þolanlega volgur og við fórum alveg útí í fyrsta skipti í sumar.
Erna og Sigga hafa svo verið að skoða borgina og mollin síðustu daga.
Í gær hittum við Svan, sem er að stúdera í Rutgers University í New Jersey en hann átti leið um Philly og hafði frétt af okkur hérna. Við fórum auðvitað á uppáhaldsstaðinn okkar, New Deck Tavern. Hér erum við á góðri stund.
Sigga fer á morgun og framundan er löng helgi þar sem það er Labor Day á mánudaginn.
Svo já, allt í gangi en skulum vera duglegri að skrifa núna!
Knús
Hlynur og Erna
miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahaha.. þolanlega volg.. við sem að fengum fyrstu haustlægðina á laugardaginn síðasta iss piss !! híhíhí..
Skrifa ummæli