þriðjudagur, 2. september 2008
Þriðja sæti í ljósmyndakeppni!
Hæ snúllurnar okkar
Við getum ekki annað en montað okkur af hinu ótrúlega afreki að vinna verðlaun í ljósmyndasamkeppni í dag!!!!
Hin ótrúlega merkilega samkeppni var ljósmyndasamkeppni skiptinema við HÍ og við lentum í hinu ógurlega virðulega 3.sæti:)
En já bara gaman af þessu, hin risastóru 10 þúsund króna peningaverðlaun fara í út að borða fyrir ljósmyndasnillingana!
Myndin merkilega er semsé hérna fyrir ofan og ef þið viljið sjá bæklinginn sem myndin birtist í (heilsíðumynd nota bene:) þá má finna hann hér í pdf:
http://ask.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1013983/Skiptin%C3%A1m.pdf
Hér er tilkynningin um verðlaunin:
http://ask.hi.is/page/myndasamkeppni
Annars er bara allt gott að frétta af okkur héðan úr sumrinu í Philly, Hlynur fer og hittir Ragga í New York á morgun og minns fer á 8 daga námskeið í Acadia þjóðgarði í Maine...
Knús Erna og Hlynski
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Algjör snilld! Þetta er ótrúlega flott mynd og gaman að fá svona viðurkenningu :-) Skemmtið ykkur vel í ævintýrum næstu daga, bæði tvö.
Til hamingju - alltaf gaman að vinna verðlaun ;-)
Til hamingju, myndin er rosalega flott!
Flott mynd, til hamingju með verðlaunin. Knús
mamma-tengdó (AE)
hóhóhí ekkert smá glæst :) Vona að þið hafið drukkið eins og svín fyrir afganginn hehehe
Glæsó, til hamingju.
Skrifa ummæli