sunnudagur, 7. september 2008

Raggi í heimsókn



Raggi er í heimsókn þessa dagana og Erna er á námskeiði upp í Maine þannig að það er allt í gangi hér eins og venjulega.

Við félagarnir vorum í NY í nokkra daga og gerðum margt skemmtilegt. Á miðvikudaginn fórum við á Village Vanguard jazzklúbbinn sem er einn af þeim frægari í heiminum. Sáum Joe Lovano og einhverja dúdda spila sem var mjög skemmtilegt. Okkur fannst þetta þó óþarflega súrt á köflum en upplifunin var frábær!
Á fimmtudaginn fórum við svo í Staten Island Ferry og sáum útsýni yfir Manhattan og hverfin í kring og svo auðvitað Frelsisstyttuna. Svo röltum við bara um borgina, skoðuðum hin ýmsu hverfi og tókum því rólega.

Fórum svo á Comedy Cellar um kvöldið og vorum gjörsamlega teknir í gegn af grínurunum enda sátum við á fremsta borði! Var mikið grín gert að Íslandi, hversu hvítir við vorum og hvort við hefðum aldrei séð aðra kynþætti áður... Svo reyndi einn að segja nafnið mitt og notaði það í svona fimm mínútur og salurinn lá í krampa og ég gat varla andað fyrir hlátri.
Þegar síðasti grínarinn fór upp á svið þá var hann með mjög grófan húmor sem ekki er hægt að hafa eftir hérna og það var einhver sem henti skeið í hann. Við héldum að það ætlaði allt að sjóða upp úr en gæjanum var kastað út og showið hélt áfram.

Föstudagurinn var að mestu leiti bara chill og svo tókum við lestina til Philly.
Í gær ætluðum við að skoða borgina en það varð ekki mikið úr því vegna Hönnu sem var að fara yfir svæðið. Skruppum aðeins í mollið og keyrðum um Main Line hverfið og chilluðum svo heima meðan óveðrið gekk yfir.
Við vorum svo að horfa á sjónvarpið þegar útsendingin var allt í einu rofin og gefin út aðvörun um hugsanlegan hvirfilbyl (tornado) í nokkrum sýslum þ.á.m í Philadelphia. Við vorum náttúrulega frekar skelkaðir en svo leið tíminn og ekkert gerðist og svo var veðrið farið yfir. Við fórum svo aðeins út um kvöldið og sáum að það var eitt tré sem hafði fallið á götu hérna rétt hjá okkur.

En í dag er stefnan tekin á Atlantic City með boardwalki og spilavítum.

Bið að heilsa í bili

Kveðja

Hlynur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilldin ein !!

Væri til í að fara á svona Stand-Up !! hehe