Hæ öllsömul.
Helgin var ansi skemmtileg hjá okkur. Við fórum í göngu á laugardeginum í White Clay Creek State Park í Delaware. Veðrið var alveg fullkomið fyrir göngutúr, þægilegt hitastig og sól. Loksins komið gönguveður aftur og nú er bara að fara í göngur um hverja helgi...
Hér erum við á POD í góðu stuði:
Á sunnudaginn komu Valla og Geir í heimsókn og við fórum á ansi sérstakt safn, Mütter museum, en það er læknisfræðilegt safn með líkamsleifum og sögu m.a af síamstvíburum. Það var mjög athyglisvert að lesa um nokkra fræga síamstvíbura eins og Chang og Eng. Annar var alltaf hress og í góðu skapi en hinn var þunglyndur og drykkfelldur. Svo feðraði annar 10 börn og hinn 11 en þeir giftust systrum, sem áttu heima hlið við hlið. Svo bjuggu þeir viku og viku á hvorum stað! Skrítið...
Enduðum svo daginn á bjór á Pod og mat á Pizza Rustica en það er uppáhaldsstaður Geirs og Völlu í Philly.
Svo fréttum við óvænt af því að Mugison yrði með tónleika hérna í borginni og við skelltum okkur í gær. Þar hittum við Davíð Þór píanista og músíker en hann er að spila með Mugison á þessum túr um Bandaríkin. Það var ansi skemmtilegt að hitta hann og spjalla um gamla tíma frá því í Big bandinu í gamle dage...
Tónleikarnir voru algjör snilld, þvílík spilamennska og stuð hjá drengjunum.
Hér eru þeir á útopnu
En já kominn tími á háttinn...
þriðjudagur, 23. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það hefur verið frábært að hitta á íslensku músíkantana. Davíð er orðinn all vígalegur með skeggið.
Góða skemmtun í göngustuði.
Knús
mamma/tengdóAE
Alltaf nóg að gera - svo verðið þið að fara að skella ykkur í Delaware Water Gap - bara fyrir okkur!! Hvernig var kaninn að fíla Mugison??
Knús og kossar frá okkur öllum.
Frábært að þið náðuð tónleikunum.. var ekki fullt út úr húsi ??
Knús og kreistur héðan úr dómsdagsrigningunni...
Skrifa ummæli