Jæja þá er veðrið aðeins farið að breytast hérna hjá okkur. Það er búið að rigna svoldið síðustu daga en það er ennþá rúmlega 20°C hiti.
Í gær skruppum við á Sædýrasafnið í Baltimore en það er víst það flottasta hér í landi.
Það var alveg frábært en það var mikið af fólki á köflum. Við sáum endalaust af sjávardýrum, sérstaka froskasýningu og svo var ótrúleg endurgerð á árgljúfri frá norður Ástralíu en við höfum einmitt farið kajakferð um þannig svæði.
Annars höfum við bara verið í chilli í dag og notið þess að vera rólegheitunum. Tíminn flýgur ótrúlega hratt áfram og við trúum því varla að það séu bara 2 mánuðir í heimkomu!
Knús Hlynur og Erna
sunnudagur, 28. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hey, þið voruð búin að lofa að skrifa að sædýrasafnið væri ömurlegt!!
Ups sorry!!! Safnid er alveg hraedilegt, algjor tima og peningasoun!!!! Maeli med thvi ad thid farid aldrei thangad...
Hehe Erna
Einar frændi fór einu sinni þangað. "Skítapleis", svo ég vitni í hann.
Á meðan forsætisráðherra vældi stefnuræðu sína yfir þjóðinni í kvöld, fór að snjóa. Það var kolniðamyrkur kl. 20:00 en núna þegar klukkan er 22:39 er bara ansi bjart. Minnir á gróðurhúsabirtuna í Mosfellsdal á veturna...
Og ég ætla að úða í mig humarhölum annað kvöld á Stokkseyrarbakka. Nja nja ní ní ní ní
Skrifa ummæli