Hæ allir saman
Það er mikið líf og fjör hér í Philly þessa dagana. Það er hver hátíðin á fætur annarri. Á föstudagskvöldið fórum við í Old city hverfið þar sem gallerý og búðir voru opnar fram eftir kvöldi. Fórum á veitingastað og loksins fékk ég mér þennan fræga Maine Lobster, algjör snilld.
Í gær fórum við í göngu út fyrir borgina. Keyrðum norður fyrir borgina og gengum um Skippack Creek. Þetta var mjög fallegur staður í litlum State Park sem varla nokkur maður veit hvar er, enda var frekar erfitt að finna hann.
Það var dásamlegt að ganga um laufskóginn og sjá haustlitina rétt að byrja. Hitastigið núna er líka alveg fullkomið fyrir göngu og veðrið mjög fallegt. Við sáum nokkra fugla og dádýr en það sem bar hæst var þegar ég sá fiskiörn, Osprey, fljúga þarna í þessu þrönga gili og krákurnar alveg brjálaðar að reyna að fæla hann í burtu.
Þegar við komum heim þá skelltum við okkur í bæinn á Midtown Festival. Það var margt um manninn, góður matur og allt í gangi.
Í dag fórum við á safn sem heitir Barnes Foundation. Þetta er safn í einkaeigu með miklu safni listaverka m.a. eftir Renoir, Cézanne, Matisse, Chirico, Gauguin, El Greco, Goya, Manet, Monet, Picasso, Van Gogh, Rousseau, Miro ofl.
Safnið er staðsett í fallegu úthverfi og garðurinn og húsið er mjög flott.
Skruppum svo í Whole Foods þar sem íslenskt lambakjöt var aðalmálið, en það fyrsta sem við sáum þegar við keyrðum að búðinni var stór auglýsing með íslensku Free Range lambakjöti.
Þegar ég var svo að skoða kjötið í búðinni þá kom einn kjötvinnslumaðurinn og sagði mér að íslenska lambakjötið væri mun vinsælla en nýsjálenska kjötið og seldist bara mjög vel. Það er skemmst frá því að segja að ég keypti mér nokkra bita og get varla beðið eftir að matreiða þá.
Vikurnar líða hratt núna og við erum eiginlega með plan fyrir allar helgar þangað til að við komum heim. Við eigum m.a. eftir að fara í Delaware Water Gap, ganga hluta Appalachian Trail ofl, ofl...
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
sunnudagur, 5. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég vona bara að ykkur eigi ekki eftir að leiðast þegar þið komið heim, hahaha!
Hehe engin hætta á því:) Allt of margir til að hitta og knúsa!
Erna
halló hlynur og Erna sif.hlynur mér fanst allar sögurnar þínar skemtilegar.mér fanst myndin af ernu í sandinum fyndin.hahahahaha. myndin af hlyni á kanóinum er flott
hlökkum til að sjá ykkur
kveðja lóa Sjöfn og smári þór
hæoifoæiesiexbncvdjghsgjgvsh
hlynur og erna þið eruð rosalega skemmtileg mynd og híhí. Allt gott. Og það er gott að stökkva á blómunum. ég er á íslandi. og lilja líka. og svanur og lóa sjöfn svansdóttir. Smári Þór Svansson.
bæ bæ hlynur og erna.
búið.
Engar smá klemmur á þessum krabba!
Skrifa ummæli