þriðjudagur, 14. október 2008

Haustlitir

Jæja þá er komið að vikulega blogginu okkar!
Það er allt gott að frétta héðan, við fylgjumst með ástandinu heima úr fjarlægð og reynum að láta það ekki á okkur fá.

Við fórum í mat til Rainu og Darshan á laugardagskvöldið í ekta indverskt með rosagóðum kjúkling í karrý, nan brauð, hrísgrjón og alles.

Á sunnudaginn skelltum við okkur til Hawk Mountain en við fórum í göngu þar fyrir tæpu ári síðan. Við fórum í mjög skemmtilega göngu og sáum m.a. Bald Eagle, Sharp-shinned Hawk og Red Tailed Hawk svífandi yfir. Ránfuglar eru semsagt á farflugi núna og svífa yfir svona staði þar sem uppstreymi er mikið. Þarna var mikið af fuglaskoðurum og fór kliður um hópinn þegar við sáum Skallaörninn fræga sem er þjóðartákn Bandaríkjanna.
Haustlitirnir voru mjög fallegir og veðrið frábært og varla hægt að njóta lífsins betur en úti í náttúrunni.
Hér er Erna í þessu fallega umhverfi:



Það er nóg að gera í vinnunni eins og venjulega. Nú er kominn tími á haustskreytingar í görðunum og höfum við m.a. sett upp nokkrar þannig með graskerjum ofl skemmtilegu. Hér er ein slík:



Já það er skrítið að skreyta svona að hausti til og planta stjúpum þegar það er kominn vetur heima...

Annars er bara allt í gúddí hérna, skrýtið að hugsa til þess að séum búin að vera í meira en ár hérna og að styttist í heimkomu en okkur hlakkar til að koma heim til ykkar!

Bestu kveðjur
Hlynur og Erna

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tíminn líður ekkert smá hratt. Þetta er skuggalegt. En hlakka til að sjá ykkur;)
Kv. Guðrún Anna og co.

Nafnlaus sagði...

Mikið eru þetta fallegar haustmyndir.
Þorri tilkynnti upp úr þurru um daginn þegar hann var að hlusta á Maxímús Músíkús: "Hlynur frændi minn, hann kann að spila á lúður!" Saknar greinilega frænda. Við hlökkum til að fá ykkur heim bráðum :-)

Nafnlaus sagði...

Jebb, jebb, Smári Þór talar ekki um annað en að Hlynur frændi og Erna frænka ÆTLI sko að koma í afmælið hans...

og þegar ég reyni að segja honum að passi ekki alveg þá lítur hann á mig og segir: Mamma, jú víst þau koma í afmælið MITT !!

Ætli ég verði ekki að seinka afmælisveislunni þangað til þið komið !! hahahah

knús og kreistur frá öllum.