þriðjudagur, 28. október 2008

Rigning og kuldi

Við erum bara búin að gleyma því að það getur verið kalt og rigning...
Haustið er greinilega komið en það er leiðindaveður að ganga yfir í dag. Það var mikil spenna í borginni í gær en Phillies eru að spila í úrslitum hafnarboltans gegn Tampa Rays. Það lið sem vinnur fjóra leiki af sjö vinnur "The World Series"! Já kaninn er ekki með neina minnimáttarkennd, þeir kalla úrslitakeppni innan Bandaríkjanna "World Series"! Anyways þá var leikur í gær og Phillies hefðu getað klárað þetta með fjórða sigrinum en það þurfti að aflýsa leiknum vegna rigningar. Þá er bara að vona að þeir klári þetta annað kvöld!

Hér er ein góð haustlitamynd frá Hawk Mountain:



Það er aðeins að breytast vinnan en nú erum við að klippa niður fjölæringa, skipta út í kerjum, setja niður lauka og planta stjúpum fyrir veturinn.

Við fórum í afmæli til Rainu á laugardagskvöldið en við fórum út að borða á kúbverskan veitingastað. Maturinn var nú ekkert sérstakur en við erum ekki miklir aðdáendur kúbverkskrar matarmenningar eftir að hafa verið þar um árið. Eftir það kíktum við aðeins út á lífið. Það er fyndið að við hittum Rainu og Darshan nákvæmlega fyrir ári síðan á afmælinu hennar og þau eru orðin mjög góðir vinir okkar.


Á sunnudeginum fórum við með Þórarni leiðbeinanda Ernu og Þór lífeðlisfræðingi sem er í sabbatical hérna hjá UPenn, í sunnudagsbíltúr til Gettysburg. Þar var mikill bardagi milli Suðurríkjanna og Norðurríkjanna 1-3 júlí 1863. Það var mjög dramatískt að sjá þennan stað þar sem tugþúsundir Ameríkana börðust. Þarna er allt hlaðið í minninmerkjum og maður sér völlinn ansi vel fyrir sér og hvernig herfræðin skipti miklu máli þarna.

Hér eru Erna, Þór og Þórarinn á röltinu innan um minnismerkin:



Við fengum mjög fallegt haustveður og þetta var bara mjög skemmtilegur sunnudagsbíltúr!

Hér eru Íslendingarnir sem eru staddir í Philly þessa dagana:




Á sunnudaginn næsta förum við svo til Delaware Water Gap í göngu með útivistarklúbbi háskólans. Vonandi verða haustlitirnir ennþá í gangi.

Jæja nóg í bili

Bestu kveðjur frá Philly

Hlynur og Erna Sif

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú frábært að njóta haustlitanna ennþá . Hér er bara snjór og búið að vera ansi svalt svo fer bráðum að rigna eins og venjulega. En sem sagt allir haustlitir búnir hér. Hafið það gott
knús
mamma/tengdó AE