Góðan daginn gott fólk!
Já Phillies hafnarboltalið borgarinnar vann meistaratitil í síðustu viku og borgin gekk af göflunum í kjölfarið. Það var skrúðganga á föstudaginn þar sem mættu 2,5 milljón manna og hylltu liðið. Því miður komumst við ekki enda hefði þetta verið einum of mikið af fólki fyrir okkur.
Við skruppum til Chestnut Hill með Þórarni og Þór á laugardaginn, gengum í Wissahickon Creek og fengum okkur að borða. Eftir það kíktum við heim til Þórarins, hofðum á Spaugstofuna og spjölluðum fram á kvöld.
Í gær fórum við með útivistarklúbbi úr háskólanum í gönguferð í Delaware Water Gap. Þetta er ótrúlega fallegur staður en svolítið sorglegt að þarna fer hraðbraut, I-80, beint í gegn um skarðið. Við keyrðum frá hraðbrautinni og gengum í ótrúlega fallegri náttúru upp að vatni á toppi fjallsins.
Hér erum við með Rainu við Sunfish Pond
Fallegir haustlitir við Sunfish Pond
Á morgun eru svo loksins kosningar hér í landi. Ég get varla beðið eftir að þetta verði búið en það er allt að verða vitlaust hér yfir þessu og spennan mikil. Við ætlum að skreppa til vina okkar og horfa á kosningasjónvarp, stuð og fjör.
Jæja nóg í bili
Kveðja
Hlynur og Erna sif
mánudagur, 3. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvort verðið þið í Obama eða McCain partýi ???
Skemmtið ykkur vel.
Skrifa ummæli