mánudagur, 10. nóvember 2008

Hæ allir saman!

Hér er allt í góðu standi og helgin var skemmtileg hjá okkur.
Á föstudaginn fórum við með Þórarni og Þór á New Deck Tavern og fengum okkur góðan mat og bjór.
Á laugardaginn var rigning og við skelltum okkur í mollið og gerðum jólainnkaup. Kláruðum ekki allt en komumst ansi langt með jólagjafir ofl.

Á sunnudaginn fórum við svo í sunnudagsbíltúr með Útlögunum eins og við köllum okkur (við, Þórarinn og Þór). Skelltum okkur í Tinicum í fugla- og náttúruskoðun. Fórum svo í Bartram´s Garden sem er einn elsti grasagarður í Bandaríkjunum.
Enduðum svo á Reading Terminal Market þar sem við fengum alvöru kalkúnamáltíð.

Í gærkvöldi komu svo Geir og Valla frá Princeton í mat og spjall svo sunnudagurinn var ansi fjörugur.

Annars gengur bara vinnan fyrir sig eins og venjulega en það er mikið að gera hjá Ernu þessa dagana enda er hún að skila inn nokkrum greinum til birtinga á næstunni og klára hluti fyrir heimkomu.

Biðjum að heilsa í bili

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

Engin ummæli: