mánudagur, 24. nóvember 2008

Pökkun og þrif

Nú er bara verið að pakka niður og þrífa íbúðina, ganga frá öllum málum og undirbúa sig fyrir heimkomu.

Gærdagurinn fór semsagt mestallur í þrif, gríðarlega skemmtilegt!
EFtir mikla vinnu ákváðum við að enda á steikhúsi, Capital Grill, og fegnum okkur síðustu steikina hér í Ameríkunni, alveg eðalgóð steik (er einhver að blóta mér hljóðlega núna...)

Í dag er ég búinn að hanga í símanum að segja upp hinum ýmsu hlutum eins og símanum, cable tv og rafmagninu. Það tók mig klukkutíma að segja upp símanum en í byrjun lenti ég á sjálfvirkum símsvara sem maður þarf að tala við. Símsvarinn vildi endilega vita af hverju við værum að segja upp þjónustunni. Ég sagði náttúrulega að við værum að flytja og þá vildi hann vita í hvaða fylki við værum að flytja. Ég sagði bara Ísland og þá hélt símsvarinn að við værum að flytja til Utah. Á endanum var ég settur á bið í hálftíma til þess að tala við alvöru manneskju og þá fóru hjólin að rúlla.

Við erum að vinna í að senda dótið okkar heim og svo er bara New York yfir Thanksgiving.

Hlökkum svo til að koma heim á laugardaginn og hitta ykkur öll...

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að hitta ykkur.

En símsvarinn var ansi snjall að tengja Utah og Ísland. Það er pottþétt vegna Íslensku daganna sem haldnir voru í Utah í júní. Sjá hér að neðan.

Íslenskir dagar í Utah

Er það nokkuð of langsótt af mér haldið.... Snjall símsvari.