Við erum bara búin að gleyma því að það getur verið kalt og rigning...
Haustið er greinilega komið en það er leiðindaveður að ganga yfir í dag. Það var mikil spenna í borginni í gær en Phillies eru að spila í úrslitum hafnarboltans gegn Tampa Rays. Það lið sem vinnur fjóra leiki af sjö vinnur "The World Series"! Já kaninn er ekki með neina minnimáttarkennd, þeir kalla úrslitakeppni innan Bandaríkjanna "World Series"! Anyways þá var leikur í gær og Phillies hefðu getað klárað þetta með fjórða sigrinum en það þurfti að aflýsa leiknum vegna rigningar. Þá er bara að vona að þeir klári þetta annað kvöld!
Hér er ein góð haustlitamynd frá Hawk Mountain:
Það er aðeins að breytast vinnan en nú erum við að klippa niður fjölæringa, skipta út í kerjum, setja niður lauka og planta stjúpum fyrir veturinn.
Við fórum í afmæli til Rainu á laugardagskvöldið en við fórum út að borða á kúbverskan veitingastað. Maturinn var nú ekkert sérstakur en við erum ekki miklir aðdáendur kúbverkskrar matarmenningar eftir að hafa verið þar um árið. Eftir það kíktum við aðeins út á lífið. Það er fyndið að við hittum Rainu og Darshan nákvæmlega fyrir ári síðan á afmælinu hennar og þau eru orðin mjög góðir vinir okkar.
Á sunnudeginum fórum við með Þórarni leiðbeinanda Ernu og Þór lífeðlisfræðingi sem er í sabbatical hérna hjá UPenn, í sunnudagsbíltúr til Gettysburg. Þar var mikill bardagi milli Suðurríkjanna og Norðurríkjanna 1-3 júlí 1863. Það var mjög dramatískt að sjá þennan stað þar sem tugþúsundir Ameríkana börðust. Þarna er allt hlaðið í minninmerkjum og maður sér völlinn ansi vel fyrir sér og hvernig herfræðin skipti miklu máli þarna.
Hér eru Erna, Þór og Þórarinn á röltinu innan um minnismerkin:
Við fengum mjög fallegt haustveður og þetta var bara mjög skemmtilegur sunnudagsbíltúr!
Hér eru Íslendingarnir sem eru staddir í Philly þessa dagana:
Á sunnudaginn næsta förum við svo til Delaware Water Gap í göngu með útivistarklúbbi háskólans. Vonandi verða haustlitirnir ennþá í gangi.
Jæja nóg í bili
Bestu kveðjur frá Philly
Hlynur og Erna Sif
þriðjudagur, 28. október 2008
sunnudagur, 19. október 2008
Vikurnar fljúga hjá þessa dagana
Hæ allir saman!
Já tíminn líður hratt hjá okkur þessa dagana. Í gær skruppum við með Rainu og Darshan í göngu í Susquehanna State Park í Maryland. Veðrið var ótrúlega fallegt og haustlitirnir að ná hámarki. Gangan var skemmtileg blanda af skógi og stundum með fallegt útsýni yfir Susquehanna ánna rétt áður en hún endar í Chesapeak flóann. Frábær ganga í skemmtilegum félagsskap.
Dagurinn í dag var letidagur. Við vorum hálfan daginn á Penn bóksölunni að lesa bækur og svo fórum við í verslunarferð fyrir vikuna.
Ég var svo tilraunadýr hjá Ernu þegar hún var að æfa sig að mæla blóðþrýsting í ósæð eða sem næst hjartanu, spennandi...
Þórarinn, leiðbeinandinn hennar Ernu, kemur svo á morgun og verður í nokkrar vikur í Philly að vinna að rannsóknum. Svo það ætti að vera fjör næstu vikurnar hjá okkur:)
Annars er bara allt í góðu hérna, farið að kólna aðeins sérstaklega á kvöldin og snemma á morgnanna en það er kannski bara ágætis undirbúningur fyrir flutninginn heim!!!
Já tíminn líður hratt hjá okkur þessa dagana. Í gær skruppum við með Rainu og Darshan í göngu í Susquehanna State Park í Maryland. Veðrið var ótrúlega fallegt og haustlitirnir að ná hámarki. Gangan var skemmtileg blanda af skógi og stundum með fallegt útsýni yfir Susquehanna ánna rétt áður en hún endar í Chesapeak flóann. Frábær ganga í skemmtilegum félagsskap.
Dagurinn í dag var letidagur. Við vorum hálfan daginn á Penn bóksölunni að lesa bækur og svo fórum við í verslunarferð fyrir vikuna.
Ég var svo tilraunadýr hjá Ernu þegar hún var að æfa sig að mæla blóðþrýsting í ósæð eða sem næst hjartanu, spennandi...
Þórarinn, leiðbeinandinn hennar Ernu, kemur svo á morgun og verður í nokkrar vikur í Philly að vinna að rannsóknum. Svo það ætti að vera fjör næstu vikurnar hjá okkur:)
Annars er bara allt í góðu hérna, farið að kólna aðeins sérstaklega á kvöldin og snemma á morgnanna en það er kannski bara ágætis undirbúningur fyrir flutninginn heim!!!
þriðjudagur, 14. október 2008
Haustlitir
Jæja þá er komið að vikulega blogginu okkar!
Það er allt gott að frétta héðan, við fylgjumst með ástandinu heima úr fjarlægð og reynum að láta það ekki á okkur fá.
Við fórum í mat til Rainu og Darshan á laugardagskvöldið í ekta indverskt með rosagóðum kjúkling í karrý, nan brauð, hrísgrjón og alles.
Á sunnudaginn skelltum við okkur til Hawk Mountain en við fórum í göngu þar fyrir tæpu ári síðan. Við fórum í mjög skemmtilega göngu og sáum m.a. Bald Eagle, Sharp-shinned Hawk og Red Tailed Hawk svífandi yfir. Ránfuglar eru semsagt á farflugi núna og svífa yfir svona staði þar sem uppstreymi er mikið. Þarna var mikið af fuglaskoðurum og fór kliður um hópinn þegar við sáum Skallaörninn fræga sem er þjóðartákn Bandaríkjanna.
Haustlitirnir voru mjög fallegir og veðrið frábært og varla hægt að njóta lífsins betur en úti í náttúrunni.
Hér er Erna í þessu fallega umhverfi:
Það er nóg að gera í vinnunni eins og venjulega. Nú er kominn tími á haustskreytingar í görðunum og höfum við m.a. sett upp nokkrar þannig með graskerjum ofl skemmtilegu. Hér er ein slík:
Já það er skrítið að skreyta svona að hausti til og planta stjúpum þegar það er kominn vetur heima...
Annars er bara allt í gúddí hérna, skrýtið að hugsa til þess að séum búin að vera í meira en ár hérna og að styttist í heimkomu en okkur hlakkar til að koma heim til ykkar!
Bestu kveðjur
Hlynur og Erna
Það er allt gott að frétta héðan, við fylgjumst með ástandinu heima úr fjarlægð og reynum að láta það ekki á okkur fá.
Við fórum í mat til Rainu og Darshan á laugardagskvöldið í ekta indverskt með rosagóðum kjúkling í karrý, nan brauð, hrísgrjón og alles.
Á sunnudaginn skelltum við okkur til Hawk Mountain en við fórum í göngu þar fyrir tæpu ári síðan. Við fórum í mjög skemmtilega göngu og sáum m.a. Bald Eagle, Sharp-shinned Hawk og Red Tailed Hawk svífandi yfir. Ránfuglar eru semsagt á farflugi núna og svífa yfir svona staði þar sem uppstreymi er mikið. Þarna var mikið af fuglaskoðurum og fór kliður um hópinn þegar við sáum Skallaörninn fræga sem er þjóðartákn Bandaríkjanna.
Haustlitirnir voru mjög fallegir og veðrið frábært og varla hægt að njóta lífsins betur en úti í náttúrunni.
Hér er Erna í þessu fallega umhverfi:
Það er nóg að gera í vinnunni eins og venjulega. Nú er kominn tími á haustskreytingar í görðunum og höfum við m.a. sett upp nokkrar þannig með graskerjum ofl skemmtilegu. Hér er ein slík:
Já það er skrítið að skreyta svona að hausti til og planta stjúpum þegar það er kominn vetur heima...
Annars er bara allt í gúddí hérna, skrýtið að hugsa til þess að séum búin að vera í meira en ár hérna og að styttist í heimkomu en okkur hlakkar til að koma heim til ykkar!
Bestu kveðjur
Hlynur og Erna
föstudagur, 10. október 2008
Til hamingju Ísland!
sunnudagur, 5. október 2008
Gönguferðir og listasöfn
Hæ allir saman
Það er mikið líf og fjör hér í Philly þessa dagana. Það er hver hátíðin á fætur annarri. Á föstudagskvöldið fórum við í Old city hverfið þar sem gallerý og búðir voru opnar fram eftir kvöldi. Fórum á veitingastað og loksins fékk ég mér þennan fræga Maine Lobster, algjör snilld.
Í gær fórum við í göngu út fyrir borgina. Keyrðum norður fyrir borgina og gengum um Skippack Creek. Þetta var mjög fallegur staður í litlum State Park sem varla nokkur maður veit hvar er, enda var frekar erfitt að finna hann.
Það var dásamlegt að ganga um laufskóginn og sjá haustlitina rétt að byrja. Hitastigið núna er líka alveg fullkomið fyrir göngu og veðrið mjög fallegt. Við sáum nokkra fugla og dádýr en það sem bar hæst var þegar ég sá fiskiörn, Osprey, fljúga þarna í þessu þrönga gili og krákurnar alveg brjálaðar að reyna að fæla hann í burtu.
Þegar við komum heim þá skelltum við okkur í bæinn á Midtown Festival. Það var margt um manninn, góður matur og allt í gangi.
Í dag fórum við á safn sem heitir Barnes Foundation. Þetta er safn í einkaeigu með miklu safni listaverka m.a. eftir Renoir, Cézanne, Matisse, Chirico, Gauguin, El Greco, Goya, Manet, Monet, Picasso, Van Gogh, Rousseau, Miro ofl.
Safnið er staðsett í fallegu úthverfi og garðurinn og húsið er mjög flott.
Skruppum svo í Whole Foods þar sem íslenskt lambakjöt var aðalmálið, en það fyrsta sem við sáum þegar við keyrðum að búðinni var stór auglýsing með íslensku Free Range lambakjöti.
Þegar ég var svo að skoða kjötið í búðinni þá kom einn kjötvinnslumaðurinn og sagði mér að íslenska lambakjötið væri mun vinsælla en nýsjálenska kjötið og seldist bara mjög vel. Það er skemmst frá því að segja að ég keypti mér nokkra bita og get varla beðið eftir að matreiða þá.
Vikurnar líða hratt núna og við erum eiginlega með plan fyrir allar helgar þangað til að við komum heim. Við eigum m.a. eftir að fara í Delaware Water Gap, ganga hluta Appalachian Trail ofl, ofl...
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Það er mikið líf og fjör hér í Philly þessa dagana. Það er hver hátíðin á fætur annarri. Á föstudagskvöldið fórum við í Old city hverfið þar sem gallerý og búðir voru opnar fram eftir kvöldi. Fórum á veitingastað og loksins fékk ég mér þennan fræga Maine Lobster, algjör snilld.
Í gær fórum við í göngu út fyrir borgina. Keyrðum norður fyrir borgina og gengum um Skippack Creek. Þetta var mjög fallegur staður í litlum State Park sem varla nokkur maður veit hvar er, enda var frekar erfitt að finna hann.
Það var dásamlegt að ganga um laufskóginn og sjá haustlitina rétt að byrja. Hitastigið núna er líka alveg fullkomið fyrir göngu og veðrið mjög fallegt. Við sáum nokkra fugla og dádýr en það sem bar hæst var þegar ég sá fiskiörn, Osprey, fljúga þarna í þessu þrönga gili og krákurnar alveg brjálaðar að reyna að fæla hann í burtu.
Þegar við komum heim þá skelltum við okkur í bæinn á Midtown Festival. Það var margt um manninn, góður matur og allt í gangi.
Í dag fórum við á safn sem heitir Barnes Foundation. Þetta er safn í einkaeigu með miklu safni listaverka m.a. eftir Renoir, Cézanne, Matisse, Chirico, Gauguin, El Greco, Goya, Manet, Monet, Picasso, Van Gogh, Rousseau, Miro ofl.
Safnið er staðsett í fallegu úthverfi og garðurinn og húsið er mjög flott.
Skruppum svo í Whole Foods þar sem íslenskt lambakjöt var aðalmálið, en það fyrsta sem við sáum þegar við keyrðum að búðinni var stór auglýsing með íslensku Free Range lambakjöti.
Þegar ég var svo að skoða kjötið í búðinni þá kom einn kjötvinnslumaðurinn og sagði mér að íslenska lambakjötið væri mun vinsælla en nýsjálenska kjötið og seldist bara mjög vel. Það er skemmst frá því að segja að ég keypti mér nokkra bita og get varla beðið eftir að matreiða þá.
Vikurnar líða hratt núna og við erum eiginlega með plan fyrir allar helgar þangað til að við komum heim. Við eigum m.a. eftir að fara í Delaware Water Gap, ganga hluta Appalachian Trail ofl, ofl...
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)