Nú er bara verið að pakka niður og þrífa íbúðina, ganga frá öllum málum og undirbúa sig fyrir heimkomu.
Gærdagurinn fór semsagt mestallur í þrif, gríðarlega skemmtilegt!
EFtir mikla vinnu ákváðum við að enda á steikhúsi, Capital Grill, og fegnum okkur síðustu steikina hér í Ameríkunni, alveg eðalgóð steik (er einhver að blóta mér hljóðlega núna...)
Í dag er ég búinn að hanga í símanum að segja upp hinum ýmsu hlutum eins og símanum, cable tv og rafmagninu. Það tók mig klukkutíma að segja upp símanum en í byrjun lenti ég á sjálfvirkum símsvara sem maður þarf að tala við. Símsvarinn vildi endilega vita af hverju við værum að segja upp þjónustunni. Ég sagði náttúrulega að við værum að flytja og þá vildi hann vita í hvaða fylki við værum að flytja. Ég sagði bara Ísland og þá hélt símsvarinn að við værum að flytja til Utah. Á endanum var ég settur á bið í hálftíma til þess að tala við alvöru manneskju og þá fóru hjólin að rúlla.
Við erum að vinna í að senda dótið okkar heim og svo er bara New York yfir Thanksgiving.
Hlökkum svo til að koma heim á laugardaginn og hitta ykkur öll...
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
mánudagur, 24. nóvember 2008
mánudagur, 17. nóvember 2008
Fréttir frá Philly!
Hæ
Jæja þá er farið að líða að lokum dvalarinnar okkar hérna í Philadelphiu.
Á miðvikudaginn síðasta var haldið kveðjupartý fyrir mig í vinnunni og hefur ekki verið haldið partý í fyrirtækinu fyrir starfsmann í mörg ár.
Það var boðið upp á bjór og hoagies (phillysub) og skemmtum við okkur vel fram á kvöld. Hér er ég með Joe, eiganda fyrirtækisins.
Það er búin að vera aðeins meiri rigning undanfarna daga heldur en við eigum að venjast hérna og svo er farið að kólna svoldið. En það er bara ágætisundirbúningur fyrir íslenskt veðurfar sem er framundan hjá okkur eftir aðeins 12 daga! Já niðurtalningin er hafin, byrjuð að fara í gegnum dótið okkar og komin með kassa heim fyrir það sem ætlum að senda (ótrúlegt hvað maður safnar miklu dóti á einu ári...)
En já, allt að gerast í Philly semsagt, Erna fer á Madonnutónleika á fimmtudaginn, svo er bara að pakka og þrífa um helgina og skilum íbúðinni af okkur á miðvikudagsmorgun í næstu viku. Svo New York í 2 nætur og halló Ísland:)
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Jæja þá er farið að líða að lokum dvalarinnar okkar hérna í Philadelphiu.
Á miðvikudaginn síðasta var haldið kveðjupartý fyrir mig í vinnunni og hefur ekki verið haldið partý í fyrirtækinu fyrir starfsmann í mörg ár.
Það var boðið upp á bjór og hoagies (phillysub) og skemmtum við okkur vel fram á kvöld. Hér er ég með Joe, eiganda fyrirtækisins.
Það er búin að vera aðeins meiri rigning undanfarna daga heldur en við eigum að venjast hérna og svo er farið að kólna svoldið. En það er bara ágætisundirbúningur fyrir íslenskt veðurfar sem er framundan hjá okkur eftir aðeins 12 daga! Já niðurtalningin er hafin, byrjuð að fara í gegnum dótið okkar og komin með kassa heim fyrir það sem ætlum að senda (ótrúlegt hvað maður safnar miklu dóti á einu ári...)
En já, allt að gerast í Philly semsagt, Erna fer á Madonnutónleika á fimmtudaginn, svo er bara að pakka og þrífa um helgina og skilum íbúðinni af okkur á miðvikudagsmorgun í næstu viku. Svo New York í 2 nætur og halló Ísland:)
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
mánudagur, 10. nóvember 2008
Hæ allir saman!
Hér er allt í góðu standi og helgin var skemmtileg hjá okkur.
Á föstudaginn fórum við með Þórarni og Þór á New Deck Tavern og fengum okkur góðan mat og bjór.
Á laugardaginn var rigning og við skelltum okkur í mollið og gerðum jólainnkaup. Kláruðum ekki allt en komumst ansi langt með jólagjafir ofl.
Á sunnudaginn fórum við svo í sunnudagsbíltúr með Útlögunum eins og við köllum okkur (við, Þórarinn og Þór). Skelltum okkur í Tinicum í fugla- og náttúruskoðun. Fórum svo í Bartram´s Garden sem er einn elsti grasagarður í Bandaríkjunum.
Enduðum svo á Reading Terminal Market þar sem við fengum alvöru kalkúnamáltíð.
Í gærkvöldi komu svo Geir og Valla frá Princeton í mat og spjall svo sunnudagurinn var ansi fjörugur.
Annars gengur bara vinnan fyrir sig eins og venjulega en það er mikið að gera hjá Ernu þessa dagana enda er hún að skila inn nokkrum greinum til birtinga á næstunni og klára hluti fyrir heimkomu.
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Hér er allt í góðu standi og helgin var skemmtileg hjá okkur.
Á föstudaginn fórum við með Þórarni og Þór á New Deck Tavern og fengum okkur góðan mat og bjór.
Á laugardaginn var rigning og við skelltum okkur í mollið og gerðum jólainnkaup. Kláruðum ekki allt en komumst ansi langt með jólagjafir ofl.
Á sunnudaginn fórum við svo í sunnudagsbíltúr með Útlögunum eins og við köllum okkur (við, Þórarinn og Þór). Skelltum okkur í Tinicum í fugla- og náttúruskoðun. Fórum svo í Bartram´s Garden sem er einn elsti grasagarður í Bandaríkjunum.
Enduðum svo á Reading Terminal Market þar sem við fengum alvöru kalkúnamáltíð.
Í gærkvöldi komu svo Geir og Valla frá Princeton í mat og spjall svo sunnudagurinn var ansi fjörugur.
Annars gengur bara vinnan fyrir sig eins og venjulega en það er mikið að gera hjá Ernu þessa dagana enda er hún að skila inn nokkrum greinum til birtinga á næstunni og klára hluti fyrir heimkomu.
Biðjum að heilsa í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
mánudagur, 3. nóvember 2008
Phillies, Delaware Water Gap og kosningar..
Góðan daginn gott fólk!
Já Phillies hafnarboltalið borgarinnar vann meistaratitil í síðustu viku og borgin gekk af göflunum í kjölfarið. Það var skrúðganga á föstudaginn þar sem mættu 2,5 milljón manna og hylltu liðið. Því miður komumst við ekki enda hefði þetta verið einum of mikið af fólki fyrir okkur.
Við skruppum til Chestnut Hill með Þórarni og Þór á laugardaginn, gengum í Wissahickon Creek og fengum okkur að borða. Eftir það kíktum við heim til Þórarins, hofðum á Spaugstofuna og spjölluðum fram á kvöld.
Í gær fórum við með útivistarklúbbi úr háskólanum í gönguferð í Delaware Water Gap. Þetta er ótrúlega fallegur staður en svolítið sorglegt að þarna fer hraðbraut, I-80, beint í gegn um skarðið. Við keyrðum frá hraðbrautinni og gengum í ótrúlega fallegri náttúru upp að vatni á toppi fjallsins.
Hér erum við með Rainu við Sunfish Pond
Fallegir haustlitir við Sunfish Pond
Á morgun eru svo loksins kosningar hér í landi. Ég get varla beðið eftir að þetta verði búið en það er allt að verða vitlaust hér yfir þessu og spennan mikil. Við ætlum að skreppa til vina okkar og horfa á kosningasjónvarp, stuð og fjör.
Jæja nóg í bili
Kveðja
Hlynur og Erna sif
Já Phillies hafnarboltalið borgarinnar vann meistaratitil í síðustu viku og borgin gekk af göflunum í kjölfarið. Það var skrúðganga á föstudaginn þar sem mættu 2,5 milljón manna og hylltu liðið. Því miður komumst við ekki enda hefði þetta verið einum of mikið af fólki fyrir okkur.
Við skruppum til Chestnut Hill með Þórarni og Þór á laugardaginn, gengum í Wissahickon Creek og fengum okkur að borða. Eftir það kíktum við heim til Þórarins, hofðum á Spaugstofuna og spjölluðum fram á kvöld.
Í gær fórum við með útivistarklúbbi úr háskólanum í gönguferð í Delaware Water Gap. Þetta er ótrúlega fallegur staður en svolítið sorglegt að þarna fer hraðbraut, I-80, beint í gegn um skarðið. Við keyrðum frá hraðbrautinni og gengum í ótrúlega fallegri náttúru upp að vatni á toppi fjallsins.
Hér erum við með Rainu við Sunfish Pond
Fallegir haustlitir við Sunfish Pond
Á morgun eru svo loksins kosningar hér í landi. Ég get varla beðið eftir að þetta verði búið en það er allt að verða vitlaust hér yfir þessu og spennan mikil. Við ætlum að skreppa til vina okkar og horfa á kosningasjónvarp, stuð og fjör.
Jæja nóg í bili
Kveðja
Hlynur og Erna sif
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)