Gleði alla tíð...
Gleðisöngur MH-inga á vel við núna því að kameldýrið tók óvæntan sprett þegar Agga tók til sinna mála. Ég fékk semsagt atvinnuleyfið í póstinum í dag og þá get ég farið að sækja um social security number og þá loksins ætti maður að verða orðinn fullgildur meðlimur í amerísku samfélagi.
Nú er bara að halda áfram í atvinnuleit.
Kveðja Hlynur
Ernukindin er svo loksins hætt í vinnubrjálæðinu sínu. Ég var að vinna að risaverkefni sem á að fara fram hér við Penn og á Íslandi næstu 5 árin ef við fáum styrkinn, þar á meðal vinna og laun fyrir mína.
En góðan daginn, hvað þetta var mikil vinna, var eiginlega bara flutt niður á sleep center síðustu dagana, var að vinna á fimmtudeginum frá 9 um morguninn til 2 um nóttina (orðin ansi steikt) og fór svo aftur næsta morgun svefnlaus og ennþá steiktari...
Núna get ég semsé farið að einbeita mér að nærtækari verkefnum og farið að vinna eðlilegan vinnutíma aftur. Erum loksins komin með öll leyfi til að byrja á rannsóknunum tveimur sem ég ætla að gera hérna. Svo vonandi byrjar þetta bara á næstu vikum á fullu, er að fara yfir allt núna og vera viss um að við séum að gera allt rétt og svona...
Ég og Hlynur erum orðin örlítið meiri félagsverur en á liðnu ári hér í Philly og skelltum okkur á snjóbretti síðustu helgi (með tilheyrandi verkjum eftir að vera á hausnum allan tímann, fannst þetta ansi djarft af varkárri minni), fórum svo í golfkennslu í gær sem var mjög gaman. Ég hef aldrei snert golfkylfu áður og náði bara að hitta boltann í fyrstu tilraununum svo ég tel þetta bara góðan árangur. Og mun áhættuminni íþrótt en blessaða snjóbrettið. Held að ég sé gömul sál, vil helst áhættulitlar íþróttir eins og göngur, sund, dans og nú golf....
Annars er félagsdagskrá Ernu og Hlyns bara að fara að líkjast hefðbundinni Íslandsdagskrá (semsé busy!) því við erum að fara á salsanámskeið á fimmtudaginn, matarboð til yfirmanns míns á laugardaginn, hitta fólk yfir Superbowl og bjór á sunnudaginn, stefnum á að hitta Þröst, Guðbjörtu og Árna helgina eftir það í New York (og aðra New York búa sem við þekkjum ef þeir eru á svæðinu, Thelma???). Svo er golf og salsa tvisvar í viku næstu vikurnar, skíðaferð seinni part febrúar þar sem mín ætlar í öllu hættuminni skíðakennslu og ég veit ekki hvað og hvað.
Því næst tekur við ansi fjörugur marsmánuður: Fyrst skellum við okkur til Edinborgar í brúðkaup Berglindar og Chris, svo fer mín eiginlega beint til Californiu á mjög spennandi ráðstefnu, er á einhverju voðafínu skíðasvæði sem heitir Lake Tahoe, svo ekki beint klassísk sólar California. Spurning hvort Hlynsinn fái að skella sér með og skíða bara alla daga á meðan minns situr inni á ráðstefnunni, sjáum til eftir vinnumálum hjá honum. Svo bara nokkrum dögum seinna koma Ásdís og fjölskylda í heimsókn og eru út mánuðinn!!!
Fleiri spennandi heimsóknir eru svo foreldrar Hlyns í apríl og Arndís systir mín í maí....
Semsé allt í gangi hjá Phillybúunum.
En nóg blaður í bili
Knús Erna
þriðjudagur, 29. janúar 2008
sunnudagur, 27. janúar 2008
Snjóbretti og önnur gleði
Hæ
Í gær fórum við í skíðaferð með íþróttamiðstöðinni okkar. Vorum 13 sem fórum í ferðina með farar/bílstjóra og aðstoðarmanni. Við vorum mætt fyrir sjö í gærmorgun og svo var lagt af stað í Blue Mountain en það er skíðasvæði ca 1 1/2 tíma akstur norður af borginni. Hópurinn var nánast eingöngu erlendir námsmenn þannig að það var mikið spjallað. Aðildarlönd að þessari ferð voru m.a. Spánn, Líbanon, Þýskaland, Danmörk, Frakkland og auðvitað ÍSLAND og nokkrir USA búar fengu að fljóta með.
Á leiðinni uppeftir þá vorum við alltaf að bíða eftir þessum svokölluðu fjöllum og sáum þau aldrei. Við sáum heldur engan eða mjög lítinn snjó en allt í einu vorum við komin upp á ágætishæð og það reyndist vera fjallið!
www.skibluemt.com
Reyndar var ansi djúpur dalur hinu megin við þar sem skíðað var niður og var þetta bara ansi flott. Allt í einu sáum við snjó en hann var greinilega að einhverju leiti búinn til en það voru snjógerðarvélar út um allt.
Við byrjuðum á að fara í snjóbrettakennslu og vorum bara nokkuð sperrt. En svo fór að síga á ógæfuhliðina. Við fórum í algjöra byrjendabrekku með varla nokkurn halla og við flugum á hausinn hvað eftir annað. Vorum í kennslunni í einn og hálfan tíma og á endanum gáfumst við upp...
Mig hefur alltaf langað að prófa bretti en ég komst að því í gær að skíðin eru svo miklu skemmtilegri. Kannski er það líka vegna þess að ég kann á skíði en það er bara virkilega flókið að læra á snjóbretti.
Við settumst niður og fengum okkur lunch í blíðunni og ákváðum að skipta yfir á skíði.
Það voru bara tveir tímar eftir þangað til að við áttum að leggja af stað heim þannig að ég náði að fara nokkrar ferðir og Erna hvíldi sig á meðan.
Og þvílík snilld! Ég renndi mér niður flestar brekkurnar eins og ekkert væri, þó eru sjö ár síðan ég fór á skíði síðast út á Ítalíu. Ég held að ég verði að reyna að fara oftar á skíði, það er svo skemmtilegt!
Vonandi komumst við í næstu ferð sem fer á sama stað í lok febrúar. Þá þarf Erna bara að fara í skíðakennslu hjá kappanum.
Þetta var ansi góður dagur og við vorum ansi þreytt þegar við komum heim. En okkur var boðið að hitta fólk úr skíðaferðinni niðrí bæ um kvöldið og við skelltum okkur út á lífið.
Byrjuðum að fá okkur bjór á flottum stað og svo fórum við á Cuba Libre sem er salsa staður. Þar var svo dansað salsa fram á nótt og komumst við m.a. að því að einn gaurinn úr skíðaferðinni sem var með okkur þarna um kvöldið er kennari á salsanámskeiði sem við erum búin að skrá okkur á.
Á morgun förum við svo í golfkennslu í golfherminum í íþróttamiðstöðinni, gaman gaman.
Framundan er svo hugsanleg New York ferð 8-10 febrúar. Höfum heyrt af hugsanlegu ættarmóti þar (Þröstur, Guðbjört og Árni).
Annars er allt í góðum málum nema það að atvinnuleyfið mitt er á leiðinni frá Alaska með kameldýri, Síberíuleiðina...
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Í gær fórum við í skíðaferð með íþróttamiðstöðinni okkar. Vorum 13 sem fórum í ferðina með farar/bílstjóra og aðstoðarmanni. Við vorum mætt fyrir sjö í gærmorgun og svo var lagt af stað í Blue Mountain en það er skíðasvæði ca 1 1/2 tíma akstur norður af borginni. Hópurinn var nánast eingöngu erlendir námsmenn þannig að það var mikið spjallað. Aðildarlönd að þessari ferð voru m.a. Spánn, Líbanon, Þýskaland, Danmörk, Frakkland og auðvitað ÍSLAND og nokkrir USA búar fengu að fljóta með.
Á leiðinni uppeftir þá vorum við alltaf að bíða eftir þessum svokölluðu fjöllum og sáum þau aldrei. Við sáum heldur engan eða mjög lítinn snjó en allt í einu vorum við komin upp á ágætishæð og það reyndist vera fjallið!
www.skibluemt.com
Reyndar var ansi djúpur dalur hinu megin við þar sem skíðað var niður og var þetta bara ansi flott. Allt í einu sáum við snjó en hann var greinilega að einhverju leiti búinn til en það voru snjógerðarvélar út um allt.
Við byrjuðum á að fara í snjóbrettakennslu og vorum bara nokkuð sperrt. En svo fór að síga á ógæfuhliðina. Við fórum í algjöra byrjendabrekku með varla nokkurn halla og við flugum á hausinn hvað eftir annað. Vorum í kennslunni í einn og hálfan tíma og á endanum gáfumst við upp...
Mig hefur alltaf langað að prófa bretti en ég komst að því í gær að skíðin eru svo miklu skemmtilegri. Kannski er það líka vegna þess að ég kann á skíði en það er bara virkilega flókið að læra á snjóbretti.
Við settumst niður og fengum okkur lunch í blíðunni og ákváðum að skipta yfir á skíði.
Það voru bara tveir tímar eftir þangað til að við áttum að leggja af stað heim þannig að ég náði að fara nokkrar ferðir og Erna hvíldi sig á meðan.
Og þvílík snilld! Ég renndi mér niður flestar brekkurnar eins og ekkert væri, þó eru sjö ár síðan ég fór á skíði síðast út á Ítalíu. Ég held að ég verði að reyna að fara oftar á skíði, það er svo skemmtilegt!
Vonandi komumst við í næstu ferð sem fer á sama stað í lok febrúar. Þá þarf Erna bara að fara í skíðakennslu hjá kappanum.
Þetta var ansi góður dagur og við vorum ansi þreytt þegar við komum heim. En okkur var boðið að hitta fólk úr skíðaferðinni niðrí bæ um kvöldið og við skelltum okkur út á lífið.
Byrjuðum að fá okkur bjór á flottum stað og svo fórum við á Cuba Libre sem er salsa staður. Þar var svo dansað salsa fram á nótt og komumst við m.a. að því að einn gaurinn úr skíðaferðinni sem var með okkur þarna um kvöldið er kennari á salsanámskeiði sem við erum búin að skrá okkur á.
Á morgun förum við svo í golfkennslu í golfherminum í íþróttamiðstöðinni, gaman gaman.
Framundan er svo hugsanleg New York ferð 8-10 febrúar. Höfum heyrt af hugsanlegu ættarmóti þar (Þröstur, Guðbjört og Árni).
Annars er allt í góðum málum nema það að atvinnuleyfið mitt er á leiðinni frá Alaska með kameldýri, Síberíuleiðina...
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
miðvikudagur, 23. janúar 2008
Martin Luther King Jr. Dagurinn
Ég gerði góðverk á mánudaginn!
Fyrirtækið sem Raina vinkona okkar vinnur hjá tók þátt í góðgerðarsamkomu hérna í Philly á mánudaginn til heiðurs MLK. Ég fór með en Erna var því miður að vinna.
Við mættum í eitt úthverfi um hálf níu um morguninn eftir skemmtilega leigubílaferð þar sem ég leiðbeindi leigubílnum hvert hann ætti að fara. En við komumst á endanum á réttan stað.
Svo skráðum við okkur til leiks og verkefni dagsins hjá okkur var að baka 'Old-Fashioned Sweet Potato Pie'.
Þetta var ansi skondið, við höfðum ekki hugmynd um hvernig ætti að gera þetta og engin af okkur hafði gert böku áður. En við vorum sett í 10 manna lið þar sem einn var team leader en hún vinnur hjá matvælafyrirtæki og vissi hvað átti að gera. Hófst svo baksturinn og heppnaðist bara ágætlega.
Við fengum aðeins að smakka en svo þegar bökurnar voru tilbúnar þá settum við þær í litla kassa og þær voru svo sendar til fólks sem þarf á aðstoð að halda.
Eftir allt þetta erfiði, þá fengum við svo að borða, lunchbox með samloku, epli, kexi og snakkpoka!
Mér fannst það nú hálf skrítið, við vorum búin að vera þarna í kannski þrjá klukkutíma að búa til mat fyrir heimilislaust og þurfandi fólk og svo fengum við að gúffa í okkur líka! En ég held að maturinn hafi nú allur verið gefinn einhvers staðar frá en ég hugsaði með mér, af hverju ekki að gefa allan þennan mat líka!
Allt fólkið sem kom þarna hafði örugglega efni á að kaupa sér smá í svanginn.
Það var ansi mikið af fólki mætt á svæðið m.a. nýji borgarstjórinn, Nutter (já það er nafnið hans...) og við vorum bara í einu prógrammi af mörgum. Sumir voru að flokka bækur og leikföng sem fengust gefin. Aðrir flokkuðu föt og sumir máluðu myndir á veggina í skólanum.
En þetta var bara ágætisdagur og bara fínt að gera smá sjálfboðavinnu.
Hér kemur uppskriftin að bökunni ef einhver hefur áhuga:
Old-Fashioned Sweet Potato Pie
Pie Crust Ingredients:
100g ósaltað smjör, ágætt að hafa mjúkt (ekki brætt)
1 1/4 bolli hveiti
1/2 teskeið salt
1 teskeið hvítur sykur
1/4 bolli KALT vatn (ice water)
Sweet Potato Filling Ingredients:
700g Sætar Kartöflur
100g ósaltað smjör, brætt
1/4 bolli + tvær matskeiðar ljós púðurskykur (skítin mæling en stendur í uppskriftinni)
2 matskeiðar Hlynsýróp (að sjálfsögðu HLYN sýróp!)
1 teskeið vanilla extract (veit ekki, kannski vanillusykur)
1/8 teskeið kanill
1/8 teskeið múskat
örlítið salt (pinch)
1 egg
1 egg bara eggjahvítan
Leiðbeiningar-Pie Dough
*Myljið smjörið í litla bita og blandið saman við hveiti, salt og sykur þangað til bitarnir eru á stærð við litlar baunir.
*Dreifið köldu vatni yfir hveitiblönduna hristið skálina til að dreifa vatninu jafnt.
*Hnoðið deigið þangað til að það myndar kúlu og fletjið það út í flata 'pönnuköku'
*Setjið í plast og kælið í 30 mínútur.
Leiðbeiningar-Sweet Potato Filling
*Bakið sætar kartöflur í 175°C ofni í ca. 30 mínútur (eða þangað til þær eru mjúkar)
*Skerið í helmingar og skafið innan úr hýðinu í skál.
*Bætið restinni af innihaldsefnunum og blandið.
Leiðbeiningar-Bökun
*Smyrjið formið (þeir kalla þetta pie tin, sérstaklega æltað undir bökur)
*Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið í 14" þvermál
*Setjið deigið í 9" bökuform (álform eða eitthvað annað) og brúnir efst á formin (erfitt að þýða þetta...)
*Notið gaffal til þess að lofta deigið
*Setjið annað form (má vera bökunarpappír) ofan á deigið og setjið einhvers konar þurrar baunir ofan í það.
*Bakið í 20-25 mínútur í forhituðum ofni á 200°C, þar til gullinbrúnt.
*Lækkið hitann í 175°C og fjarlægið baunirnar og formið ofan af. Látið í ofninn aftur í 5 mínútur í viðbót.
*Látið deigið kólna.
*Hellið fyllingunni ofan á deigið og bakið í 175°C þangað til fyllingin er tilbúin ca. 30 mínútur.
Vá, þetta er ekkert smá!
Þið fyrirgefið ef þetta er ekki nógu skýrt, ég þýddi þessa uppskrift og notaði svo metric converter á netinu til þess að breyta pundum í grömm o.s.frv.
Tekið skal fram að engin ábyrgð er tekin á þessari uppskrift, þannig að ef þetta er hræðilegt þá gerið þið ekki farið í mál við mig!
Ef einhver er svo hugrakkur að prófa þetta látið mig þá vita...
Kveðja
Hlynur 'Sweet Potatoe' Ómarsson
Fyrirtækið sem Raina vinkona okkar vinnur hjá tók þátt í góðgerðarsamkomu hérna í Philly á mánudaginn til heiðurs MLK. Ég fór með en Erna var því miður að vinna.
Við mættum í eitt úthverfi um hálf níu um morguninn eftir skemmtilega leigubílaferð þar sem ég leiðbeindi leigubílnum hvert hann ætti að fara. En við komumst á endanum á réttan stað.
Svo skráðum við okkur til leiks og verkefni dagsins hjá okkur var að baka 'Old-Fashioned Sweet Potato Pie'.
Þetta var ansi skondið, við höfðum ekki hugmynd um hvernig ætti að gera þetta og engin af okkur hafði gert böku áður. En við vorum sett í 10 manna lið þar sem einn var team leader en hún vinnur hjá matvælafyrirtæki og vissi hvað átti að gera. Hófst svo baksturinn og heppnaðist bara ágætlega.
Við fengum aðeins að smakka en svo þegar bökurnar voru tilbúnar þá settum við þær í litla kassa og þær voru svo sendar til fólks sem þarf á aðstoð að halda.
Eftir allt þetta erfiði, þá fengum við svo að borða, lunchbox með samloku, epli, kexi og snakkpoka!
Mér fannst það nú hálf skrítið, við vorum búin að vera þarna í kannski þrjá klukkutíma að búa til mat fyrir heimilislaust og þurfandi fólk og svo fengum við að gúffa í okkur líka! En ég held að maturinn hafi nú allur verið gefinn einhvers staðar frá en ég hugsaði með mér, af hverju ekki að gefa allan þennan mat líka!
Allt fólkið sem kom þarna hafði örugglega efni á að kaupa sér smá í svanginn.
Það var ansi mikið af fólki mætt á svæðið m.a. nýji borgarstjórinn, Nutter (já það er nafnið hans...) og við vorum bara í einu prógrammi af mörgum. Sumir voru að flokka bækur og leikföng sem fengust gefin. Aðrir flokkuðu föt og sumir máluðu myndir á veggina í skólanum.
En þetta var bara ágætisdagur og bara fínt að gera smá sjálfboðavinnu.
Hér kemur uppskriftin að bökunni ef einhver hefur áhuga:
Old-Fashioned Sweet Potato Pie
Pie Crust Ingredients:
100g ósaltað smjör, ágætt að hafa mjúkt (ekki brætt)
1 1/4 bolli hveiti
1/2 teskeið salt
1 teskeið hvítur sykur
1/4 bolli KALT vatn (ice water)
Sweet Potato Filling Ingredients:
700g Sætar Kartöflur
100g ósaltað smjör, brætt
1/4 bolli + tvær matskeiðar ljós púðurskykur (skítin mæling en stendur í uppskriftinni)
2 matskeiðar Hlynsýróp (að sjálfsögðu HLYN sýróp!)
1 teskeið vanilla extract (veit ekki, kannski vanillusykur)
1/8 teskeið kanill
1/8 teskeið múskat
örlítið salt (pinch)
1 egg
1 egg bara eggjahvítan
Leiðbeiningar-Pie Dough
*Myljið smjörið í litla bita og blandið saman við hveiti, salt og sykur þangað til bitarnir eru á stærð við litlar baunir.
*Dreifið köldu vatni yfir hveitiblönduna hristið skálina til að dreifa vatninu jafnt.
*Hnoðið deigið þangað til að það myndar kúlu og fletjið það út í flata 'pönnuköku'
*Setjið í plast og kælið í 30 mínútur.
Leiðbeiningar-Sweet Potato Filling
*Bakið sætar kartöflur í 175°C ofni í ca. 30 mínútur (eða þangað til þær eru mjúkar)
*Skerið í helmingar og skafið innan úr hýðinu í skál.
*Bætið restinni af innihaldsefnunum og blandið.
Leiðbeiningar-Bökun
*Smyrjið formið (þeir kalla þetta pie tin, sérstaklega æltað undir bökur)
*Setjið smá hveiti á borðið og fletjið deigið í 14" þvermál
*Setjið deigið í 9" bökuform (álform eða eitthvað annað) og brúnir efst á formin (erfitt að þýða þetta...)
*Notið gaffal til þess að lofta deigið
*Setjið annað form (má vera bökunarpappír) ofan á deigið og setjið einhvers konar þurrar baunir ofan í það.
*Bakið í 20-25 mínútur í forhituðum ofni á 200°C, þar til gullinbrúnt.
*Lækkið hitann í 175°C og fjarlægið baunirnar og formið ofan af. Látið í ofninn aftur í 5 mínútur í viðbót.
*Látið deigið kólna.
*Hellið fyllingunni ofan á deigið og bakið í 175°C þangað til fyllingin er tilbúin ca. 30 mínútur.
Vá, þetta er ekkert smá!
Þið fyrirgefið ef þetta er ekki nógu skýrt, ég þýddi þessa uppskrift og notaði svo metric converter á netinu til þess að breyta pundum í grömm o.s.frv.
Tekið skal fram að engin ábyrgð er tekin á þessari uppskrift, þannig að ef þetta er hræðilegt þá gerið þið ekki farið í mál við mig!
Ef einhver er svo hugrakkur að prófa þetta látið mig þá vita...
Kveðja
Hlynur 'Sweet Potatoe' Ómarsson
laugardagur, 19. janúar 2008
Trúboð og annað skemmtilegt
Ég var á göngu í mesta sakleysi hér á campus í vikunni og vegna þess að ég leit svo sakleysislega út þá var ég stoppaður af fólki sem var í trúboði. Ég hélt fyrst að þetta væri einhver könnun eða eitthvað svoleiðis og sagði bara já þegar þau spurðu mig hvort ég vildi svara nokkrum spurningum. Svo fór að reyna á kallinn. Ég fékk blað í hendurnar og átti að svara nokkrum spurningum. Þá sá ég að þetta var trúarlegs eðlis og var hætt að lítast á blikuna. Ég fór að líta í kringum mig og sjá hvort að það væri einhver undankomuleið frá þessu en þar sem ég var króaður af í litlu húsasundi þá átti ég engra kosta völ en að svara þessu. Ef ég man rétt þá gengur þessi trú út á að Guð sé kona held ég. Ég átti að svara því hvort mætti skilja ákveðnar setningar úr biblíunni þannig að guð gæti verið kona. Svo átti ég að segja frá minni trú og á endanum kom að því að kvitta undir og var mikil pressa sett á mig að setja netfangið mitt með svo ég gæti nú fengið meiri upplýsingar um þessa trú. Ég skrifaði náttúrulega undir sem Jón Jónsson fá Ísafirði og flýtti mér svo í burtu. Nota Bene ég skrifaði ekkert um heimilisfang eða netfang. En annars þau voru nú voða ljúf greyin sem voru í þessu trúboði en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt hérna...
Vikan hefur verið tíðindalítil svosem. Erna er að vinna mikið þessa dagana að styrkumsókn og er að vinna alla helgina. Ég er duglegur í atvinnuleit og bíð enn eftir atvinnuleyfinu mínu, en það ætti að vera löngu komið!
Ég fór á stóra Job Fair á miðvikudaginn en það kom lítið út úr því. Þar voru aðallega stór fyrirtæki að ráða fólk til langs tíma. En ég sótti um á einum stað. Og til marks um sérhæfinguna hérna sem virðist oft vera alger þá sérhæfði þetta fyrirtæki sig í grasflötum og engu öðru! Ég er búinn að sækja um Tree Climber líka og fékk svar frá því fyrirtæki. Þau voru ánægð með starfsreynslu mína úr græna geiranum en vildu vita hvort ég hefði alvöru reynslu í klifri eins og t.d. rock climbing. Ég gat bara sagt nei við því þannig að það datt upp fyrir.
Á mánudaginn er Martin Luther King Jr. dagurinn en það er frídagur hjá flestum hérna í Ameríkunni. Erna verður þó að vinna vegna þess að styrkumsóknin á að afhendast á þriðjudaginn.
En ég er búinn að skrá mig í sjálfboðastarf með vinum okkar, Rainu og Darshan. Fyrirtækið sem Raina vinnur hjá stendur fyrir sjálfboðaliðastarfi þennan dag en það virðist vera mjög algengt hjá fólki að vinna þennan dag í þágu samfélagsins.
Ég, Raina og Darshan eigum semsagt að elda Creole food einhversstaðar í úthverfi borgarinnar. Þetta verður örugglega mjög áhugavert, íslendingur og ameríkanar með indverskan uppruna að elda Creolamat!
Veðrið er ennþá bara fínt hérna en það er orðið svoldið kalt en enginn snjór sjáanlegur.
Við erum á leiðinni í skíðaferð um næstu helgi með útivistarklúbbnum í gymminu okkar, það verður áhugavert að sjá hvernig brekkurnar eru hérna í Pennsylvaniu.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
Vikan hefur verið tíðindalítil svosem. Erna er að vinna mikið þessa dagana að styrkumsókn og er að vinna alla helgina. Ég er duglegur í atvinnuleit og bíð enn eftir atvinnuleyfinu mínu, en það ætti að vera löngu komið!
Ég fór á stóra Job Fair á miðvikudaginn en það kom lítið út úr því. Þar voru aðallega stór fyrirtæki að ráða fólk til langs tíma. En ég sótti um á einum stað. Og til marks um sérhæfinguna hérna sem virðist oft vera alger þá sérhæfði þetta fyrirtæki sig í grasflötum og engu öðru! Ég er búinn að sækja um Tree Climber líka og fékk svar frá því fyrirtæki. Þau voru ánægð með starfsreynslu mína úr græna geiranum en vildu vita hvort ég hefði alvöru reynslu í klifri eins og t.d. rock climbing. Ég gat bara sagt nei við því þannig að það datt upp fyrir.
Á mánudaginn er Martin Luther King Jr. dagurinn en það er frídagur hjá flestum hérna í Ameríkunni. Erna verður þó að vinna vegna þess að styrkumsóknin á að afhendast á þriðjudaginn.
En ég er búinn að skrá mig í sjálfboðastarf með vinum okkar, Rainu og Darshan. Fyrirtækið sem Raina vinnur hjá stendur fyrir sjálfboðaliðastarfi þennan dag en það virðist vera mjög algengt hjá fólki að vinna þennan dag í þágu samfélagsins.
Ég, Raina og Darshan eigum semsagt að elda Creole food einhversstaðar í úthverfi borgarinnar. Þetta verður örugglega mjög áhugavert, íslendingur og ameríkanar með indverskan uppruna að elda Creolamat!
Veðrið er ennþá bara fínt hérna en það er orðið svoldið kalt en enginn snjór sjáanlegur.
Við erum á leiðinni í skíðaferð um næstu helgi með útivistarklúbbnum í gymminu okkar, það verður áhugavert að sjá hvernig brekkurnar eru hérna í Pennsylvaniu.
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
mánudagur, 14. janúar 2008
Haukdís í heimsókn
Hæ allir saman!
Þá er ansi skemmtileg helgi að baki. Haukur og Bryndís komu í heimsókn á föstudaginn og fóru í gær. Við túristuðumst mikið og það var rosa gaman að fá þau í heimsókn.
Á laugardaginn fórum við á staði í borginni sem við höfðum ekki farið á sjálf. Penns landing er svæði við Delaware ána þar sem maður sér New Jersey hinu megin við ána. Þar eru herskip við bryggju og maður sér stórar brýr eins og Benjamin Franklin brúna.
Svo gengum við um old city, skoðuðum liberty bell ofl og enduðum svo á að fá okkur sveittan mat á Reading Terminal Market.
Fórum svo á comedy club á laugardagskvöldið og hlógum mikið. Það voru þrír uppistandarar og hver öðrum grófari og fyndnari. Aðalgæinn kemur oft í þáttinn hjá Conan O'brian og var bara þrusugóður. Brandararnir voru oft alveg á mörkunum en það er víst trendið hjá þessum gæjum. Við komumst inn í grínið hjá þeim þegar þeir spurðu hvort einhverjir útlendingar væru í salnum og Bryndís hrópaði ICELAND...
Það fyrsta sem uppistandaranum datt í hug að segja var: Erum ekki allir fallegir á Íslandi? Það sannaðist náttúrulega með okkur þessu gullfallega fólki, fulltrúum lands og þjóðar!
Svo kom annað grín seinna um ísland og k....yndir og er ekki hafandi eftir hér vegna ungra lesenda...
Á sunnudaginn röltum við að listasafninu og skoðuðum Rocky styttuna sem er þar fyrir utan. Myndirnar um Rocky gerðust semsagt í Philly og þeir eru mjög stoltir af því. Tröppurnar fyrir utan listasafnið eru svo tröppurnar sem Rocky hljóp til þess að æfa sig og eru mikið notaðar til þess í dag. Við tókum öll sprettinn upp og vorum m.a. mynduð af einhverjum dúdda sem var að taka myndir fyrir einhverja heimasíðu!
Eftir þetta gengum við um Fairmount Park og sáum róðrarliðin æfa sig á Schuylkill ánni. Fórum svo í dýragarðinn sem er hérna rétt hjá. Hann var bara ágætur en mikið af dýrunum voru í vetrarfríi! Sáum þó birni, marga stóra ketti, alls konar apa, eðlur, slöngur, skjaldbökur og froska. Mér fannst nú Red Panda vera flottasta dýrið.
Svo var nú hálf sorglegt að sjá sum dýrin þarna, hvernig þau ráfuðu hring eftir hring frekar eirðarlaus. En það er nú þannig að maður fer alltaf öðru hverju í dýragarða og sér alltaf að einhver dýrin eru ekki með nógu góða aðstöðu eða hafa ekki félagsskap við vini sína og það er alltaf leiðinlegt.
Vorum svo bara í chilli, fengum okkur bestu pizzu í heimi á Pizza Rustica hérna rétt hjá og horfðum svo á nýja þáttaröð um Terminator sem var að byrja í sjónvarpinu.
Annars var verið að uppfæra kerfið hérna í byggingunni og við erum komin með fáránlega mikið af stöðvum... Í gær vorum við eitthvað að fikta í þessu og fundum út að stöð 1 á sjónvarpinu er on demand stöð þar sem við getum valið úr fullt af fríu dóti og m.a. séð þætti sem við höfum misst af! Mjög kúl.
Ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili. Ég er á fullu að sækja um vinnur og fer á Job Fair á morgun. Hef nú því miður fengið fá svör en vonandi fer það að lagast. Er ekki enn kominn með atvinnuleyfið í hendurnar, vona að pósturinn fari að standa sig í því!
Ætla að setja nokkrar myndir inn á flickrið frá helginni.
Þið getið líka séð myndir frá Hauki og Bryndísa á
http://www.flickr.com/photos/10639074@N03/
Bæjó í bili
Hlynur og Erna Sif
Þá er ansi skemmtileg helgi að baki. Haukur og Bryndís komu í heimsókn á föstudaginn og fóru í gær. Við túristuðumst mikið og það var rosa gaman að fá þau í heimsókn.
Á laugardaginn fórum við á staði í borginni sem við höfðum ekki farið á sjálf. Penns landing er svæði við Delaware ána þar sem maður sér New Jersey hinu megin við ána. Þar eru herskip við bryggju og maður sér stórar brýr eins og Benjamin Franklin brúna.
Svo gengum við um old city, skoðuðum liberty bell ofl og enduðum svo á að fá okkur sveittan mat á Reading Terminal Market.
Fórum svo á comedy club á laugardagskvöldið og hlógum mikið. Það voru þrír uppistandarar og hver öðrum grófari og fyndnari. Aðalgæinn kemur oft í þáttinn hjá Conan O'brian og var bara þrusugóður. Brandararnir voru oft alveg á mörkunum en það er víst trendið hjá þessum gæjum. Við komumst inn í grínið hjá þeim þegar þeir spurðu hvort einhverjir útlendingar væru í salnum og Bryndís hrópaði ICELAND...
Það fyrsta sem uppistandaranum datt í hug að segja var: Erum ekki allir fallegir á Íslandi? Það sannaðist náttúrulega með okkur þessu gullfallega fólki, fulltrúum lands og þjóðar!
Svo kom annað grín seinna um ísland og k....yndir og er ekki hafandi eftir hér vegna ungra lesenda...
Á sunnudaginn röltum við að listasafninu og skoðuðum Rocky styttuna sem er þar fyrir utan. Myndirnar um Rocky gerðust semsagt í Philly og þeir eru mjög stoltir af því. Tröppurnar fyrir utan listasafnið eru svo tröppurnar sem Rocky hljóp til þess að æfa sig og eru mikið notaðar til þess í dag. Við tókum öll sprettinn upp og vorum m.a. mynduð af einhverjum dúdda sem var að taka myndir fyrir einhverja heimasíðu!
Eftir þetta gengum við um Fairmount Park og sáum róðrarliðin æfa sig á Schuylkill ánni. Fórum svo í dýragarðinn sem er hérna rétt hjá. Hann var bara ágætur en mikið af dýrunum voru í vetrarfríi! Sáum þó birni, marga stóra ketti, alls konar apa, eðlur, slöngur, skjaldbökur og froska. Mér fannst nú Red Panda vera flottasta dýrið.
Svo var nú hálf sorglegt að sjá sum dýrin þarna, hvernig þau ráfuðu hring eftir hring frekar eirðarlaus. En það er nú þannig að maður fer alltaf öðru hverju í dýragarða og sér alltaf að einhver dýrin eru ekki með nógu góða aðstöðu eða hafa ekki félagsskap við vini sína og það er alltaf leiðinlegt.
Vorum svo bara í chilli, fengum okkur bestu pizzu í heimi á Pizza Rustica hérna rétt hjá og horfðum svo á nýja þáttaröð um Terminator sem var að byrja í sjónvarpinu.
Annars var verið að uppfæra kerfið hérna í byggingunni og við erum komin með fáránlega mikið af stöðvum... Í gær vorum við eitthvað að fikta í þessu og fundum út að stöð 1 á sjónvarpinu er on demand stöð þar sem við getum valið úr fullt af fríu dóti og m.a. séð þætti sem við höfum misst af! Mjög kúl.
Ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili. Ég er á fullu að sækja um vinnur og fer á Job Fair á morgun. Hef nú því miður fengið fá svör en vonandi fer það að lagast. Er ekki enn kominn með atvinnuleyfið í hendurnar, vona að pósturinn fari að standa sig í því!
Ætla að setja nokkrar myndir inn á flickrið frá helginni.
Þið getið líka séð myndir frá Hauki og Bryndísa á
http://www.flickr.com/photos/10639074@N03/
Bæjó í bili
Hlynur og Erna Sif
fimmtudagur, 10. janúar 2008
Körfuboltagleði
Við skelltum okkur á körfuboltaleik í gær. Fórum með Dursham og Rainu og fleirum. Byrjuðum á að taka lestina að íþróttacomplexunum en við höfum ekki farið þangað áður.
Í lestinni var mikið af fólki á leiðinni á leikinn og við áttuðum okkur ekki alveg á því hvað færu margir á leik í háskóladeildinni. Við eltum bara nokkra stráka upp úr lestinni og þeir voru ansi hressir. Vorum meðal annars að bíða á gangbrautarljósi og þeir fengu alla til að leggja af stað áður en það var komið grænt og hugsunin var eins og þeir orðuðu það svo snilldarlega: If we all go they have to stop.
Komum svo á völlinn og þetta var alveg risaleikvangur. Komum okkur fyrir upp við þakskeggið og rétt náðum að sjá niður á völlinn.
Rétt fyrir leikinn var þjóðsöngurinn sunginn af litlum blindum strák sem söng alveg eins og engill. Þegar hann fór upp á hæstu tónana í...land of the free...þá ætlaði höllin að tryllast. Þetta var svo amerískt að maður trúir því varla ennþá. Klappstýrurna komu svo hressar með atriði og lúðrasveitin var alveg geggjuð.
Leikurinn var með daufara móti en átti sína spretti inn á milli. En það var stuð að fara og sjá allt þetta.
Allir leikvangar borgarinnar eru staðsettir á sama svæðinu eins hafnarboltavöllur, fótboltavöllur (nfl) og svo þetta risahús þar sem er bæði spilað íshökkí og körfubolti.
Veðrið er aðeins að kólna aftur eftir góða daga síðan við komum aftur. Ég er búinn að sækja um fullt af vinnum og nú er bara að sjá hvað gerist.
Setti inn nokkrar myndir frá leiknum á flickrið
Kveðja
Hlynur og Erna
Í lestinni var mikið af fólki á leiðinni á leikinn og við áttuðum okkur ekki alveg á því hvað færu margir á leik í háskóladeildinni. Við eltum bara nokkra stráka upp úr lestinni og þeir voru ansi hressir. Vorum meðal annars að bíða á gangbrautarljósi og þeir fengu alla til að leggja af stað áður en það var komið grænt og hugsunin var eins og þeir orðuðu það svo snilldarlega: If we all go they have to stop.
Komum svo á völlinn og þetta var alveg risaleikvangur. Komum okkur fyrir upp við þakskeggið og rétt náðum að sjá niður á völlinn.
Rétt fyrir leikinn var þjóðsöngurinn sunginn af litlum blindum strák sem söng alveg eins og engill. Þegar hann fór upp á hæstu tónana í...land of the free...þá ætlaði höllin að tryllast. Þetta var svo amerískt að maður trúir því varla ennþá. Klappstýrurna komu svo hressar með atriði og lúðrasveitin var alveg geggjuð.
Leikurinn var með daufara móti en átti sína spretti inn á milli. En það var stuð að fara og sjá allt þetta.
Allir leikvangar borgarinnar eru staðsettir á sama svæðinu eins hafnarboltavöllur, fótboltavöllur (nfl) og svo þetta risahús þar sem er bæði spilað íshökkí og körfubolti.
Veðrið er aðeins að kólna aftur eftir góða daga síðan við komum aftur. Ég er búinn að sækja um fullt af vinnum og nú er bara að sjá hvað gerist.
Setti inn nokkrar myndir frá leiknum á flickrið
Kveðja
Hlynur og Erna
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Komin "Heim"...
Þá erum við komin heim í frábært veður. Við héldum að það ætti að vera vetur hérna en það er bara 10-15°C og sól. Það var líka ótrúlega gott að vakna í björtu! Ferðin í gær gekk bara vel fyrir sig en það tekur ansi langan tíma að fara með lestinni alla leið frá JFK og til Philly.
Íbúðin var bara í fínu lagi og pósthólfið var ekki yfirfullt en nú er ég að klára að
fara yfir póstinn og borga það sem þarf að borga.
Ég er ekki kominn með atvinnuleyfið í hendurnar ennþá en nú er bara málið að fara að leita sér að vinnu á netinu og sjá hvað er í boði.
Jólafríið á Íslandi var alveg frábært og gaman að hitta alla, fá góðan íslenskan mat og njóta veðurblíðunnar! Því miður náðum við ekki að hitta alla sem við vildum en það er bara eins og það er...
Svo verður gaman að fá Bryndísi og Hauk í heimsókn um næstu helgi.
En nóg í bili
Ciao
Hlynur og Erna Sif
Íbúðin var bara í fínu lagi og pósthólfið var ekki yfirfullt en nú er ég að klára að
fara yfir póstinn og borga það sem þarf að borga.
Ég er ekki kominn með atvinnuleyfið í hendurnar ennþá en nú er bara málið að fara að leita sér að vinnu á netinu og sjá hvað er í boði.
Jólafríið á Íslandi var alveg frábært og gaman að hitta alla, fá góðan íslenskan mat og njóta veðurblíðunnar! Því miður náðum við ekki að hitta alla sem við vildum en það er bara eins og það er...
Svo verður gaman að fá Bryndísi og Hauk í heimsókn um næstu helgi.
En nóg í bili
Ciao
Hlynur og Erna Sif
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)