Þá erum við komin heim í frábært veður. Við héldum að það ætti að vera vetur hérna en það er bara 10-15°C og sól. Það var líka ótrúlega gott að vakna í björtu! Ferðin í gær gekk bara vel fyrir sig en það tekur ansi langan tíma að fara með lestinni alla leið frá JFK og til Philly.
Íbúðin var bara í fínu lagi og pósthólfið var ekki yfirfullt en nú er ég að klára að
fara yfir póstinn og borga það sem þarf að borga.
Ég er ekki kominn með atvinnuleyfið í hendurnar ennþá en nú er bara málið að fara að leita sér að vinnu á netinu og sjá hvað er í boði.
Jólafríið á Íslandi var alveg frábært og gaman að hitta alla, fá góðan íslenskan mat og njóta veðurblíðunnar! Því miður náðum við ekki að hitta alla sem við vildum en það er bara eins og það er...
Svo verður gaman að fá Bryndísi og Hauk í heimsókn um næstu helgi.
En nóg í bili
Ciao
Hlynur og Erna Sif
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gott að ferðalagið gekk vel :) Strax komið vor hjá ykkur bara??
15 stiga hiti og sól! Ég er bara abbó.
Skrifa ummæli