Hæ allir saman!
Þá er ansi skemmtileg helgi að baki. Haukur og Bryndís komu í heimsókn á föstudaginn og fóru í gær. Við túristuðumst mikið og það var rosa gaman að fá þau í heimsókn.
Á laugardaginn fórum við á staði í borginni sem við höfðum ekki farið á sjálf. Penns landing er svæði við Delaware ána þar sem maður sér New Jersey hinu megin við ána. Þar eru herskip við bryggju og maður sér stórar brýr eins og Benjamin Franklin brúna.
Svo gengum við um old city, skoðuðum liberty bell ofl og enduðum svo á að fá okkur sveittan mat á Reading Terminal Market.
Fórum svo á comedy club á laugardagskvöldið og hlógum mikið. Það voru þrír uppistandarar og hver öðrum grófari og fyndnari. Aðalgæinn kemur oft í þáttinn hjá Conan O'brian og var bara þrusugóður. Brandararnir voru oft alveg á mörkunum en það er víst trendið hjá þessum gæjum. Við komumst inn í grínið hjá þeim þegar þeir spurðu hvort einhverjir útlendingar væru í salnum og Bryndís hrópaði ICELAND...
Það fyrsta sem uppistandaranum datt í hug að segja var: Erum ekki allir fallegir á Íslandi? Það sannaðist náttúrulega með okkur þessu gullfallega fólki, fulltrúum lands og þjóðar!
Svo kom annað grín seinna um ísland og k....yndir og er ekki hafandi eftir hér vegna ungra lesenda...
Á sunnudaginn röltum við að listasafninu og skoðuðum Rocky styttuna sem er þar fyrir utan. Myndirnar um Rocky gerðust semsagt í Philly og þeir eru mjög stoltir af því. Tröppurnar fyrir utan listasafnið eru svo tröppurnar sem Rocky hljóp til þess að æfa sig og eru mikið notaðar til þess í dag. Við tókum öll sprettinn upp og vorum m.a. mynduð af einhverjum dúdda sem var að taka myndir fyrir einhverja heimasíðu!
Eftir þetta gengum við um Fairmount Park og sáum róðrarliðin æfa sig á Schuylkill ánni. Fórum svo í dýragarðinn sem er hérna rétt hjá. Hann var bara ágætur en mikið af dýrunum voru í vetrarfríi! Sáum þó birni, marga stóra ketti, alls konar apa, eðlur, slöngur, skjaldbökur og froska. Mér fannst nú Red Panda vera flottasta dýrið.
Svo var nú hálf sorglegt að sjá sum dýrin þarna, hvernig þau ráfuðu hring eftir hring frekar eirðarlaus. En það er nú þannig að maður fer alltaf öðru hverju í dýragarða og sér alltaf að einhver dýrin eru ekki með nógu góða aðstöðu eða hafa ekki félagsskap við vini sína og það er alltaf leiðinlegt.
Vorum svo bara í chilli, fengum okkur bestu pizzu í heimi á Pizza Rustica hérna rétt hjá og horfðum svo á nýja þáttaröð um Terminator sem var að byrja í sjónvarpinu.
Annars var verið að uppfæra kerfið hérna í byggingunni og við erum komin með fáránlega mikið af stöðvum... Í gær vorum við eitthvað að fikta í þessu og fundum út að stöð 1 á sjónvarpinu er on demand stöð þar sem við getum valið úr fullt af fríu dóti og m.a. séð þætti sem við höfum misst af! Mjög kúl.
Ætli þetta sé ekki nóg blaður í bili. Ég er á fullu að sækja um vinnur og fer á Job Fair á morgun. Hef nú því miður fengið fá svör en vonandi fer það að lagast. Er ekki enn kominn með atvinnuleyfið í hendurnar, vona að pósturinn fari að standa sig í því!
Ætla að setja nokkrar myndir inn á flickrið frá helginni.
Þið getið líka séð myndir frá Hauki og Bryndísa á
http://www.flickr.com/photos/10639074@N03/
Bæjó í bili
Hlynur og Erna Sif
mánudagur, 14. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að skoða myndir.. og commenta hahahaha
Knús frá öllum
Það er kominn snjór! Og þar með eru upptaldar helstu fréttir frá Íslandi ;-). Bestu kveðjur frá okkur, gaman að lesa um hvað er á seyði hjá ykkur.
Skrifa ummæli