þriðjudagur, 29. janúar 2008

Gleði gleði gleði

Gleði alla tíð...
Gleðisöngur MH-inga á vel við núna því að kameldýrið tók óvæntan sprett þegar Agga tók til sinna mála. Ég fékk semsagt atvinnuleyfið í póstinum í dag og þá get ég farið að sækja um social security number og þá loksins ætti maður að verða orðinn fullgildur meðlimur í amerísku samfélagi.
Nú er bara að halda áfram í atvinnuleit.

Kveðja Hlynur

Ernukindin er svo loksins hætt í vinnubrjálæðinu sínu. Ég var að vinna að risaverkefni sem á að fara fram hér við Penn og á Íslandi næstu 5 árin ef við fáum styrkinn, þar á meðal vinna og laun fyrir mína.
En góðan daginn, hvað þetta var mikil vinna, var eiginlega bara flutt niður á sleep center síðustu dagana, var að vinna á fimmtudeginum frá 9 um morguninn til 2 um nóttina (orðin ansi steikt) og fór svo aftur næsta morgun svefnlaus og ennþá steiktari...
Núna get ég semsé farið að einbeita mér að nærtækari verkefnum og farið að vinna eðlilegan vinnutíma aftur. Erum loksins komin með öll leyfi til að byrja á rannsóknunum tveimur sem ég ætla að gera hérna. Svo vonandi byrjar þetta bara á næstu vikum á fullu, er að fara yfir allt núna og vera viss um að við séum að gera allt rétt og svona...

Ég og Hlynur erum orðin örlítið meiri félagsverur en á liðnu ári hér í Philly og skelltum okkur á snjóbretti síðustu helgi (með tilheyrandi verkjum eftir að vera á hausnum allan tímann, fannst þetta ansi djarft af varkárri minni), fórum svo í golfkennslu í gær sem var mjög gaman. Ég hef aldrei snert golfkylfu áður og náði bara að hitta boltann í fyrstu tilraununum svo ég tel þetta bara góðan árangur. Og mun áhættuminni íþrótt en blessaða snjóbrettið. Held að ég sé gömul sál, vil helst áhættulitlar íþróttir eins og göngur, sund, dans og nú golf....

Annars er félagsdagskrá Ernu og Hlyns bara að fara að líkjast hefðbundinni Íslandsdagskrá (semsé busy!) því við erum að fara á salsanámskeið á fimmtudaginn, matarboð til yfirmanns míns á laugardaginn, hitta fólk yfir Superbowl og bjór á sunnudaginn, stefnum á að hitta Þröst, Guðbjörtu og Árna helgina eftir það í New York (og aðra New York búa sem við þekkjum ef þeir eru á svæðinu, Thelma???). Svo er golf og salsa tvisvar í viku næstu vikurnar, skíðaferð seinni part febrúar þar sem mín ætlar í öllu hættuminni skíðakennslu og ég veit ekki hvað og hvað.

Því næst tekur við ansi fjörugur marsmánuður: Fyrst skellum við okkur til Edinborgar í brúðkaup Berglindar og Chris, svo fer mín eiginlega beint til Californiu á mjög spennandi ráðstefnu, er á einhverju voðafínu skíðasvæði sem heitir Lake Tahoe, svo ekki beint klassísk sólar California. Spurning hvort Hlynsinn fái að skella sér með og skíða bara alla daga á meðan minns situr inni á ráðstefnunni, sjáum til eftir vinnumálum hjá honum. Svo bara nokkrum dögum seinna koma Ásdís og fjölskylda í heimsókn og eru út mánuðinn!!!

Fleiri spennandi heimsóknir eru svo foreldrar Hlyns í apríl og Arndís systir mín í maí....

Semsé allt í gangi hjá Phillybúunum.
En nóg blaður í bili

Knús Erna

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, þið hljótið að vera með mann í vinnu að skipuleggja tímann ykkar!

Golf er æðisleg íþrótt.

Árni Th. Long

Nafnlaus sagði...

hahahahahahaha tek undir með síðasta ræðumanni :)

Vona að það gangi vel að leita að góðri vinnu Hlynsó :)

Knús og kreistur frá öllum í Ííhískuldanum á Fróni

Árni Theodór Long sagði...

Fenguð þið ykkur nýja Nix Noltes þegar þið voruð hér á landi. Kristíngaf mér hann um daginn og mér finnst hann ansi hress!

Hlynur og Erna Sif sagði...

Nei því miður! Ég þarf að tjékka á honum!