laugardagur, 19. janúar 2008

Trúboð og annað skemmtilegt

Ég var á göngu í mesta sakleysi hér á campus í vikunni og vegna þess að ég leit svo sakleysislega út þá var ég stoppaður af fólki sem var í trúboði. Ég hélt fyrst að þetta væri einhver könnun eða eitthvað svoleiðis og sagði bara já þegar þau spurðu mig hvort ég vildi svara nokkrum spurningum. Svo fór að reyna á kallinn. Ég fékk blað í hendurnar og átti að svara nokkrum spurningum. Þá sá ég að þetta var trúarlegs eðlis og var hætt að lítast á blikuna. Ég fór að líta í kringum mig og sjá hvort að það væri einhver undankomuleið frá þessu en þar sem ég var króaður af í litlu húsasundi þá átti ég engra kosta völ en að svara þessu. Ef ég man rétt þá gengur þessi trú út á að Guð sé kona held ég. Ég átti að svara því hvort mætti skilja ákveðnar setningar úr biblíunni þannig að guð gæti verið kona. Svo átti ég að segja frá minni trú og á endanum kom að því að kvitta undir og var mikil pressa sett á mig að setja netfangið mitt með svo ég gæti nú fengið meiri upplýsingar um þessa trú. Ég skrifaði náttúrulega undir sem Jón Jónsson fá Ísafirði og flýtti mér svo í burtu. Nota Bene ég skrifaði ekkert um heimilisfang eða netfang. En annars þau voru nú voða ljúf greyin sem voru í þessu trúboði en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt hérna...
Vikan hefur verið tíðindalítil svosem. Erna er að vinna mikið þessa dagana að styrkumsókn og er að vinna alla helgina. Ég er duglegur í atvinnuleit og bíð enn eftir atvinnuleyfinu mínu, en það ætti að vera löngu komið!
Ég fór á stóra Job Fair á miðvikudaginn en það kom lítið út úr því. Þar voru aðallega stór fyrirtæki að ráða fólk til langs tíma. En ég sótti um á einum stað. Og til marks um sérhæfinguna hérna sem virðist oft vera alger þá sérhæfði þetta fyrirtæki sig í grasflötum og engu öðru! Ég er búinn að sækja um Tree Climber líka og fékk svar frá því fyrirtæki. Þau voru ánægð með starfsreynslu mína úr græna geiranum en vildu vita hvort ég hefði alvöru reynslu í klifri eins og t.d. rock climbing. Ég gat bara sagt nei við því þannig að það datt upp fyrir.
Á mánudaginn er Martin Luther King Jr. dagurinn en það er frídagur hjá flestum hérna í Ameríkunni. Erna verður þó að vinna vegna þess að styrkumsóknin á að afhendast á þriðjudaginn.
En ég er búinn að skrá mig í sjálfboðastarf með vinum okkar, Rainu og Darshan. Fyrirtækið sem Raina vinnur hjá stendur fyrir sjálfboðaliðastarfi þennan dag en það virðist vera mjög algengt hjá fólki að vinna þennan dag í þágu samfélagsins.
Ég, Raina og Darshan eigum semsagt að elda Creole food einhversstaðar í úthverfi borgarinnar. Þetta verður örugglega mjög áhugavert, íslendingur og ameríkanar með indverskan uppruna að elda Creolamat!
Veðrið er ennþá bara fínt hérna en það er orðið svoldið kalt en enginn snjór sjáanlegur.
Við erum á leiðinni í skíðaferð um næstu helgi með útivistarklúbbnum í gymminu okkar, það verður áhugavert að sjá hvernig brekkurnar eru hérna í Pennsylvaniu.

Kveðja

Hlynur og Erna Sif

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahaha, þú verður að passa þig á þessu liði.. :) gæti verið vísindakirkjan hans Tom Cruise !!

kveðjur frá liðinu

Nafnlaus sagði...

HALLELUJA!

það má lengi berja hausnum við steininn með því að tala við íslendinga um trúmál hehe þegar ég bjó í ameríkunni þá var ég oft spurð að því hver trú mín væri, ég vissi náttúrulega að ég væri Luthers-eitthvað eins og meirihlutinn á Íslandi en þar með var það upptalið, snýst þetta ekki bara allt um Guð frá ólíkum sjónarhornum? hmmm ekki spyrja mig :)

Nafnlaus sagði...

Já, þeir geta verið alveg rosalegir þessir kanar... ég var nú líka plötuð á einhverja trúarsamkomu þegar ég var þarna og var svo spurð: Have you accepted the lord Jesus as your savior... hvernig svarar maður svoleiðis?

Árni Theodór sagði...

Ég var nú gabbaður á svona samkomu á íslandi. Mér var bara boðið í hörkupartí. Svo þegar komið var á staðinn var Gunnar í krossinum mættur og einhverjir trúarlegir rapparar og ég veit ekki hvað. Þá átti nú aldeilis að frelsa kjeppan! Ótrúlega hressandi þetta lið.