Hæ allir saman.
Nú er komin helgi og veðrið er bara gott og erum við að vona að veturinn sé bara að verða búinn hérna (ef vetur skyldi kalla).
Ég er búinn að fá þrjú atvinnutilboð og er að vega og meta hvert og eitt. Ákveð líklega eftir helgi hverju ég tek. Annars byrja vinnurnar flestar ekki fyrr en í byrjun mars þannig að ég þarf að bíða í smá stund enn eftir því að fara að vinna. Maður er bara búinn að fitna á þessu letilífi, hahahaha...
Við erum búin að hafa nóg að gera, erum í golfkennslu á mánudögum og förum svo í salsakennslu tvisvar í viku. Golfkennslan fer fram í íþróttahúsinu á campus en þar er golfhermir þar sem að maður getur spilað á frægustu völlum heim! Ekki margir sem geta státað sig af því að hafa spilað St. Andrews!
Við vorum svo að kaupa okkur Bose dokku fyrir ipodinn þannig að núna hljómar músík um íbúðina.
Erum á leið í partý í kvöld en annars er ekki mikið í gangi um helgina.
Bæ í bili
Kveðja
Hlynur og Erna Sif
laugardagur, 16. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli