Í morgun vöknuðum við og sáum snjó út um gluggann. Þetta var bara ágætt magn af snjó svona kannski 5 cm eða svo.
Ég sá svo fréttirnar í sjónvarpinu áðan og það var mikið rætt um óveðrið sem væri í gangi. Ég leit út um gluggan og sá bara fínasta veður og nú þegar klukkan er að verða fimm þá er snjórinn að mestu leiti farinn aftur vegna rigningar. En ég held að það hafi allt farið í steik á hraðbrautunum og skólarnir sendu krakka heim á hádegi og fundur sem Erna ætlaði á í hádeginu á háskólasvæðinu var frestað vegna veðurs! Í staðinn þá röltum við saman í hádegismat í fínu veðri og fengum okkur frábæra crépe.
Nú er ég bara að bíða eftir að vinnan byrji en það styttist óðum í það.
Er búinn að liggja yfir bókum að kynna mér plöntunotkun hérna og það kom mér á óvart að mikið af sumarblómunum og fjölæringunum eru líka notaðir heima, þannig að ég er ekki alveg út að aka. Svo eru trén og runnarnir öllu fjölbreyttari en það verður bara gaman að læra eitthvað nýtt.
Hvað er málið með fréttirnar af þessum blessuðu bönkum okkar?
Maður er nú orðinn frekar þreyttur á þessu, skuldatryggingablabla, maður veit ekki einu sinni hvað þetta þýðir!
Spurning um að setja bara sparnaðinn undir koddann?
Annars held ég að þetta sé allt saman spurning um hvað fólk trúir og heldur og það er verið að mata fólk á einhverri tortryggni gagnvart bönkunum...
Ég vona allavega að þeir fari ekki að detta á höfuðið blessaðir!
Nóg af bulli í bili.
Kveðja
Hlynur
föstudagur, 22. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli